Hallarfrúin 21. janúar 2005 00:01 Eitt af afmælisbörnum dagsins, Davíð Stefánsson, sem hefði orðið 110 ára í dag, orti fyrir margt löngu um hallarfrúna ungu, sem horfði ein af svölunum yfir tjörnina við höllina þar sem klipptir svanir syntu. Þrátt fyrir ríkidæmi ljósa, gulls og rósa var auðn í húsfreyjunnar sál, enda var hugur hennar ekki fanginn af hallarlífinu heldur var hann hjá "honum", sem fyrstur hafði varir hennar kysst. Eða eins og Davíð segir sjálfur: "En forlög hennar voru að fylgja öðrum gesti./Fjallasvanir hvítir geta vængi sína misst." Kvæðið um hallarfrúna er eflaust í hugum margra vegna hátíðahalda í minningu skáldsins frá Fagraskógi, en óneitanlega fellur það vel að því pólitíska hljómfalli sem nú er að berast af vopnaviðskiptum vegna væntanlegra formannskosninga í Samfylkingunni. Ríkisútvarpið tilkynnti raunar formlega um það í yfirskrift frétta sinna í fyrradag að formannsslagur væri hafinn milli þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar og studdi þá tilkynningu ágætum rökum. Ljóst er af umfjöllun RÚV að uppstillingin í formannsátökunum mun verða davíðsk. Í Samfylkingarhöllinni situr Ingibjörg Sólrún og er á yfirborðinu í góðri stöðu, nýtur virðingar í húshaldinu, situr þingflokksfundi og stýrir framtíðarnefnd og gegnir varaformennsku. En þessi hallarfrú flokksins er þó ekki sátt við stöðu sína og dreymir um tilfinningaþrungna ástarfundi með hinum íslenska/reykvíska kjósanda og þau glæsilegu pólitísku ævintýri sem hún átti með honum í Reykjavíkurlistanum og raunar líka sem frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjallasvanir hvítir geta vængi sína misst! Af fréttum og umræðuþáttum vikunnar að dæma er ljóst að stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hyggjast slá þann tón, að auðveldara sé að bjóða kjósendum Ingibjörgu sem forsætisráðherraefni heldur en Össur. Hún njóti meira trausts en hann og þetta megi meðal annars sjá í því að Samfylkingin sé ekki eins sterk og hún gæti verið miðað við stjórnmálaástandið í landinu. Stuðningsmenn Össurar segja þetta hins vegar hinn mesta misskilning og benda á að þvert á móti standi Samfylkingin mjög vel – kannanir beri ekki vott um annað en ríkidæmi ljósa, gulls og rósa. Spurningin snýst því í raun um, hvort kjósendur og almennir flokksmenn í Samfylkingunni eru búnir að sætta sig við öryggið og festuna sem felst í núverandi hlutskipti hallarfrúarinnar eða hvort þeir vilja losa hana úr prísund sinni og kanna hvort pólitískir fjallasvanavængir hennar séu ekki enn nothæfir. Teningunum er þó í raun kastað og ljóst að formannsslagurinn mun drottna yfir pólitískri umræðu á komandi vori. Um margt verður þetta hins vegar óvenjulegur formannsslagur og mjög ólíklegt annað en að hann dragi pólitískan dilk á eftir sér. Fyrir því eru margar ástæður en hér skulu nefndar tvær. Sú fyrri lýtur að því að hér er á ferðinni innanflokksbarátta, sem tekur til um 14.000 flokksmanna sem munu kjósa í almennri kosningu. Þetta er slíkur fjöldi að samræður munu óhjákvæmilega fara að verulegu leyti fram í fjölmiðlum. Átökin verða á morgunverðarborðum allra landsmanna og í sjónvörpum þeirra og útvörpum á kvöldin. Forsmekkinn höfum við þegar fengið – samkvæmt Ríkisútvarpinu hófst formannsslagurinn formlega í Kastljósi Sjónvarpsins í þessari viku! Hér verður á ferðinni barátta af allt öðru tagi en sýndarátökin milli Tryggva Harðarsonar og Össurar á sínum tíma. Hin ástæðan fyrir því að málið verður erfitt fyrir flokkinn - og kannski sú augljósasta - er að baráttan snýst fyrst og fremst um menn en ekki málefni. Það þýðir að hún verður að verulegu leyti háð á huglægum og tilfinningalegum nótum. Þetta er dramatískt uppgjör milli einstaklinga, spurning um pólitískt líf eða dauða. Þetta er sápuópera, þar sem erfitt verður fyrir flokksmenn að halda ró sinni og meta málin kalt. Það er stutt í Davíð Stefánsson – það er stutt í dramatík hallarfrúarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Eitt af afmælisbörnum dagsins, Davíð Stefánsson, sem hefði orðið 110 ára í dag, orti fyrir margt löngu um hallarfrúna ungu, sem horfði ein af svölunum yfir tjörnina við höllina þar sem klipptir svanir syntu. Þrátt fyrir ríkidæmi ljósa, gulls og rósa var auðn í húsfreyjunnar sál, enda var hugur hennar ekki fanginn af hallarlífinu heldur var hann hjá "honum", sem fyrstur hafði varir hennar kysst. Eða eins og Davíð segir sjálfur: "En forlög hennar voru að fylgja öðrum gesti./Fjallasvanir hvítir geta vængi sína misst." Kvæðið um hallarfrúna er eflaust í hugum margra vegna hátíðahalda í minningu skáldsins frá Fagraskógi, en óneitanlega fellur það vel að því pólitíska hljómfalli sem nú er að berast af vopnaviðskiptum vegna væntanlegra formannskosninga í Samfylkingunni. Ríkisútvarpið tilkynnti raunar formlega um það í yfirskrift frétta sinna í fyrradag að formannsslagur væri hafinn milli þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar og studdi þá tilkynningu ágætum rökum. Ljóst er af umfjöllun RÚV að uppstillingin í formannsátökunum mun verða davíðsk. Í Samfylkingarhöllinni situr Ingibjörg Sólrún og er á yfirborðinu í góðri stöðu, nýtur virðingar í húshaldinu, situr þingflokksfundi og stýrir framtíðarnefnd og gegnir varaformennsku. En þessi hallarfrú flokksins er þó ekki sátt við stöðu sína og dreymir um tilfinningaþrungna ástarfundi með hinum íslenska/reykvíska kjósanda og þau glæsilegu pólitísku ævintýri sem hún átti með honum í Reykjavíkurlistanum og raunar líka sem frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjallasvanir hvítir geta vængi sína misst! Af fréttum og umræðuþáttum vikunnar að dæma er ljóst að stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar hyggjast slá þann tón, að auðveldara sé að bjóða kjósendum Ingibjörgu sem forsætisráðherraefni heldur en Össur. Hún njóti meira trausts en hann og þetta megi meðal annars sjá í því að Samfylkingin sé ekki eins sterk og hún gæti verið miðað við stjórnmálaástandið í landinu. Stuðningsmenn Össurar segja þetta hins vegar hinn mesta misskilning og benda á að þvert á móti standi Samfylkingin mjög vel – kannanir beri ekki vott um annað en ríkidæmi ljósa, gulls og rósa. Spurningin snýst því í raun um, hvort kjósendur og almennir flokksmenn í Samfylkingunni eru búnir að sætta sig við öryggið og festuna sem felst í núverandi hlutskipti hallarfrúarinnar eða hvort þeir vilja losa hana úr prísund sinni og kanna hvort pólitískir fjallasvanavængir hennar séu ekki enn nothæfir. Teningunum er þó í raun kastað og ljóst að formannsslagurinn mun drottna yfir pólitískri umræðu á komandi vori. Um margt verður þetta hins vegar óvenjulegur formannsslagur og mjög ólíklegt annað en að hann dragi pólitískan dilk á eftir sér. Fyrir því eru margar ástæður en hér skulu nefndar tvær. Sú fyrri lýtur að því að hér er á ferðinni innanflokksbarátta, sem tekur til um 14.000 flokksmanna sem munu kjósa í almennri kosningu. Þetta er slíkur fjöldi að samræður munu óhjákvæmilega fara að verulegu leyti fram í fjölmiðlum. Átökin verða á morgunverðarborðum allra landsmanna og í sjónvörpum þeirra og útvörpum á kvöldin. Forsmekkinn höfum við þegar fengið – samkvæmt Ríkisútvarpinu hófst formannsslagurinn formlega í Kastljósi Sjónvarpsins í þessari viku! Hér verður á ferðinni barátta af allt öðru tagi en sýndarátökin milli Tryggva Harðarsonar og Össurar á sínum tíma. Hin ástæðan fyrir því að málið verður erfitt fyrir flokkinn - og kannski sú augljósasta - er að baráttan snýst fyrst og fremst um menn en ekki málefni. Það þýðir að hún verður að verulegu leyti háð á huglægum og tilfinningalegum nótum. Þetta er dramatískt uppgjör milli einstaklinga, spurning um pólitískt líf eða dauða. Þetta er sápuópera, þar sem erfitt verður fyrir flokksmenn að halda ró sinni og meta málin kalt. Það er stutt í Davíð Stefánsson – það er stutt í dramatík hallarfrúarinnar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun