Ungu strákarnir gefa nýja sýn 22. janúar 2005 00:01 Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. "Mér líður mjög vel. Ég hef reyndar verið að glíma við smá meiðsli í nára en það verður vonandi í lagi. Annars er þetta bara gaman og það er fín stemning í þessum hópi enda margir léttir og skemmtilegir strákar í honum," sagði Ólafur sem hefur augljóslega gaman af ungu strákunum. "Þeir gefa nýja sýn á lífið og maður heldur aðeins í þá strauma sem eru í gangi á þessum aldri. Allar þeirra væntingar og annað." Ólafur var óvenju yfirlýsingaglaður á síðasta ári og fór til að mynda ekki leynt með þann draum sinn að hann ætlaði að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. Það muna allir hvernig sá draumur fór. Markmiðin eru lágstemmdari að þessu sinni. "Það er bara að hafa gaman af þessu og standa sig vel. Gera gott mót eins og maður segir stundum. Gott mót er að vera númer eitt eða tvö í riðlinum og svo er bara að sjá til með framhaldið. Við eigum að geta farið í hvern leik til þess að vinna hann." Ólafur tók sig vel út með heyrnatól á höfðinu eftir æfingu en hann var að hlusta á nýja diskinn hans Mugison og var nokkuð sátttur. "Hann er þrælgóður og aldrei að vita nema maður spili hann fyrir leiki," sagði Ólafur léttur í bragði. Íslenski handboltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Sjá meira
Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann lék ekki með á World Cup í Svíþjóð og svo gældi hann reyndar við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þessi besti handknattleiksmaður þjóðarinnar hefur lagt vonbrigðin á ÓL á hilluna og það leynir sér ekki að honum líður mikið mun betur í dag. "Mér líður mjög vel. Ég hef reyndar verið að glíma við smá meiðsli í nára en það verður vonandi í lagi. Annars er þetta bara gaman og það er fín stemning í þessum hópi enda margir léttir og skemmtilegir strákar í honum," sagði Ólafur sem hefur augljóslega gaman af ungu strákunum. "Þeir gefa nýja sýn á lífið og maður heldur aðeins í þá strauma sem eru í gangi á þessum aldri. Allar þeirra væntingar og annað." Ólafur var óvenju yfirlýsingaglaður á síðasta ári og fór til að mynda ekki leynt með þann draum sinn að hann ætlaði að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. Það muna allir hvernig sá draumur fór. Markmiðin eru lágstemmdari að þessu sinni. "Það er bara að hafa gaman af þessu og standa sig vel. Gera gott mót eins og maður segir stundum. Gott mót er að vera númer eitt eða tvö í riðlinum og svo er bara að sjá til með framhaldið. Við eigum að geta farið í hvern leik til þess að vinna hann." Ólafur tók sig vel út með heyrnatól á höfðinu eftir æfingu en hann var að hlusta á nýja diskinn hans Mugison og var nokkuð sátttur. "Hann er þrælgóður og aldrei að vita nema maður spili hann fyrir leiki," sagði Ólafur léttur í bragði.
Íslenski handboltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Sjá meira