Davíð hataði djass 25. janúar 2005 00:01 Guðmundur Andri Thorsson skrifar svellfína grein um Davíð Stefánsson í Lesbókina á laugardag. Kemst nærri kjarna þessa vinsæla skálds; þess síðasta sem orti kvæði sem konur á Íslandi geymdu undir koddanum hjá sér. Guðmundur Andri segir að þetta hafi verið tími þegar ljóðlistin var full af alls konar fólki - nú er þar varla hræða enda eru skáld núorðið mestanpart að yrkja ofan í sjálf sig. Við lestur á grein Guðmundar Andra rifjaðist upp fyrir mér texti eftir Davíð sem mig rámaði í að hafa lesið á lestrarsal gamla Landsbókasafnsins fyrir aldarfjórðungi. Ég fór til Braga bóksala og hann fann fyrir mig bókina Mælt mál sem hefur að geyma ritgerðir eftir Davíð. Og viti menn, eftir nokkra leit fann ég þetta. Guðmundur Andri segir að Davíð hafi litið á sig sem hrafn og kennt kvæði sín við krunk. En í rauninni hafi hann verið blíðari en svo: "Söngur hans líktist fremur vinalegri fuglum; hann varð smám saman eins og Ella Fitzgerald að herma eftir Louis Armstrong." Davíð sjálfur hefði tæplega borið sig saman við Ellu eða Louis og hugsanlega hefði hann brugðist ókvæða við því að vera nefndur í sömu andrá og þau. Svo vill nefnilega til að hið ástsæla skáld - sem stundum hefur legið undir því ámæli að vera dægurtextahöfundur - lagði fæð á djass eins og margt annað sem honum þótti skrumkennt í samtíma sínum. Í ritgerðinni Hismið og kjarninn, sem er ræða sem Davíð flutti í Fagraskógi sumarið 1958, segir: "...margur hyggur annað þroskavænlegra íslenzkri æsku en villimannaöskur og tónatjasl frumstæðra blökkumanna og hvítra gervinegra, sem hafa knæpuna fyrir musteri og kynhvötina fyrir sinn guð, gegnsósa af wiskýblöndu og tóbaksreyk. Óhljóð þeirra eiga ekkert skylt við tónlist, en minna fremur á nágaul, breima ketti og urgið í hrossabrestinum sem notaður var í mínu ungdæmi til þess að fæla hesta úr túni og æsa daufgerða hunda." --- --- --- Seltjarnarnes hefur einstakt tækifæri til að verða fyrsta lokaði bærinn á Íslandi. Slík bæjarfélög eru til víða í Bandaríkjunum, þeim er lokað af með girðingum, ekki verður komist þangað nema að fara í gegnum hlið - óbótamenn og alls kyns lýður kemst ekki inn. Borgararnir sofa í friði - þurfa ekki að óttast um að eigum þeirra verði stolið. Landfræðilega hefur Seltjarnarnes stórkostlegt tækifæri til að loka að sér með þessum hætti. Það þarf ekki að setja nema rammgerða girðingu á ræmuna milli Skerjafjarðar og Eiðisins og setja svo bara mann í hliðið. Náttúran sér um hitt. Mér datt þetta sisvona í hug þegar ég las frétt um að starfshópur á Seltjarnarnesi legði til að settar yrðu upp öryggismyndavélar á leiðunum inn og út úr bænum til að handsama þá sem brjótast inn í hús á Nesinu og aðra sem fremja glæpi þar. Ef dæma má af fréttinni er þetta vaxandi vandamál fyrir íbúana. Þetta er allavega hugmynd fyrir hinn stórhuga bæjarstjóra, Jónmund Guðmarsson. Þetta gæti lokkað enn fleiri efnaða skattgreiðendur út á Nes. Það væri til dæmis mun erfiðara að loka Garðabænum. --- --- --- Leikritið um stuðninginn við Íraksstríðið er orðið svo míkróskópískt að smáatriði fá ótrúlegt vægi. Nú er einblínt á leka trúnaðarupplýsinga úr utanríkismálanefnd. Nýjasta kenningin er sú að stjórnarliðar hafi sjálfir staðið fyrir lekanum til að drepa málinu á dreif. Þeir hafi semsagt lekið til að geta haft uppi ásakanir um að einhver úr stjórnarandstöðunni hafi lekið. Þetta er alveg brilljant - spunalækningar í mjög háum klassa. Eftir umræðuna í þinginu í gær og birtingu auglýsingar Þjóðarhreyfingarinnar verður samt varla annað séð en að málinu sé að ljúka. Halldór getur varpað öndinni léttar. Hann hefur verið mjög taugatrekktur yfir þessu. Kannski ætti hann líka að skreppa til Flórída? --- --- --- Á öðrum stað á síðunni fjalla ég um frönsku myndina Un long dimanche de fiancailles - algjört snilldarverk. Hlutar hennar gerast í skotgröfum fyrri heimstyrjaldarinnar - með kvikmyndatækni nútímans verður þetta svo lifandi að maður fyllist hryllingi yfir drullunni, vosbúðinni, rottunum, byssunum, slátruninni. Samt er myndin líka rómantísk, fyndin og blíð. Í fyrra fór ég á eitt frábærasta safn sem ég hef komið á, Deutsches Historisches Museum í Berlín. Þar var sýning helguð fyrri heimstyrjöldinni. Það sem kom mér einna mest á óvart var hversu hermannabúningarnir úr stríðinu voru litlir - og hvað þeir voru úr ógeðslega grófum efnum. Það voru smáir menn á nútímavísu sem háðu þetta stríð og meðferðin á þeim er einn af stórglæpum mannkynssögunnar. Safn þetta, sem er á Unter den Linden breiðgötunni, hefur annars nýlega verið endurreist og byggður nýr inngangur að því eftir I.M. Pei, sama arkitektinn og gerði píramíðann í Louvre. Það má vera að sé einhvers konar kreppa í Þýskalandi en sem menningarþjóð eru Þjóðverjar stórhuga. Hér er heimasíða Deutsches Historisches Museum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Guðmundur Andri Thorsson skrifar svellfína grein um Davíð Stefánsson í Lesbókina á laugardag. Kemst nærri kjarna þessa vinsæla skálds; þess síðasta sem orti kvæði sem konur á Íslandi geymdu undir koddanum hjá sér. Guðmundur Andri segir að þetta hafi verið tími þegar ljóðlistin var full af alls konar fólki - nú er þar varla hræða enda eru skáld núorðið mestanpart að yrkja ofan í sjálf sig. Við lestur á grein Guðmundar Andra rifjaðist upp fyrir mér texti eftir Davíð sem mig rámaði í að hafa lesið á lestrarsal gamla Landsbókasafnsins fyrir aldarfjórðungi. Ég fór til Braga bóksala og hann fann fyrir mig bókina Mælt mál sem hefur að geyma ritgerðir eftir Davíð. Og viti menn, eftir nokkra leit fann ég þetta. Guðmundur Andri segir að Davíð hafi litið á sig sem hrafn og kennt kvæði sín við krunk. En í rauninni hafi hann verið blíðari en svo: "Söngur hans líktist fremur vinalegri fuglum; hann varð smám saman eins og Ella Fitzgerald að herma eftir Louis Armstrong." Davíð sjálfur hefði tæplega borið sig saman við Ellu eða Louis og hugsanlega hefði hann brugðist ókvæða við því að vera nefndur í sömu andrá og þau. Svo vill nefnilega til að hið ástsæla skáld - sem stundum hefur legið undir því ámæli að vera dægurtextahöfundur - lagði fæð á djass eins og margt annað sem honum þótti skrumkennt í samtíma sínum. Í ritgerðinni Hismið og kjarninn, sem er ræða sem Davíð flutti í Fagraskógi sumarið 1958, segir: "...margur hyggur annað þroskavænlegra íslenzkri æsku en villimannaöskur og tónatjasl frumstæðra blökkumanna og hvítra gervinegra, sem hafa knæpuna fyrir musteri og kynhvötina fyrir sinn guð, gegnsósa af wiskýblöndu og tóbaksreyk. Óhljóð þeirra eiga ekkert skylt við tónlist, en minna fremur á nágaul, breima ketti og urgið í hrossabrestinum sem notaður var í mínu ungdæmi til þess að fæla hesta úr túni og æsa daufgerða hunda." --- --- --- Seltjarnarnes hefur einstakt tækifæri til að verða fyrsta lokaði bærinn á Íslandi. Slík bæjarfélög eru til víða í Bandaríkjunum, þeim er lokað af með girðingum, ekki verður komist þangað nema að fara í gegnum hlið - óbótamenn og alls kyns lýður kemst ekki inn. Borgararnir sofa í friði - þurfa ekki að óttast um að eigum þeirra verði stolið. Landfræðilega hefur Seltjarnarnes stórkostlegt tækifæri til að loka að sér með þessum hætti. Það þarf ekki að setja nema rammgerða girðingu á ræmuna milli Skerjafjarðar og Eiðisins og setja svo bara mann í hliðið. Náttúran sér um hitt. Mér datt þetta sisvona í hug þegar ég las frétt um að starfshópur á Seltjarnarnesi legði til að settar yrðu upp öryggismyndavélar á leiðunum inn og út úr bænum til að handsama þá sem brjótast inn í hús á Nesinu og aðra sem fremja glæpi þar. Ef dæma má af fréttinni er þetta vaxandi vandamál fyrir íbúana. Þetta er allavega hugmynd fyrir hinn stórhuga bæjarstjóra, Jónmund Guðmarsson. Þetta gæti lokkað enn fleiri efnaða skattgreiðendur út á Nes. Það væri til dæmis mun erfiðara að loka Garðabænum. --- --- --- Leikritið um stuðninginn við Íraksstríðið er orðið svo míkróskópískt að smáatriði fá ótrúlegt vægi. Nú er einblínt á leka trúnaðarupplýsinga úr utanríkismálanefnd. Nýjasta kenningin er sú að stjórnarliðar hafi sjálfir staðið fyrir lekanum til að drepa málinu á dreif. Þeir hafi semsagt lekið til að geta haft uppi ásakanir um að einhver úr stjórnarandstöðunni hafi lekið. Þetta er alveg brilljant - spunalækningar í mjög háum klassa. Eftir umræðuna í þinginu í gær og birtingu auglýsingar Þjóðarhreyfingarinnar verður samt varla annað séð en að málinu sé að ljúka. Halldór getur varpað öndinni léttar. Hann hefur verið mjög taugatrekktur yfir þessu. Kannski ætti hann líka að skreppa til Flórída? --- --- --- Á öðrum stað á síðunni fjalla ég um frönsku myndina Un long dimanche de fiancailles - algjört snilldarverk. Hlutar hennar gerast í skotgröfum fyrri heimstyrjaldarinnar - með kvikmyndatækni nútímans verður þetta svo lifandi að maður fyllist hryllingi yfir drullunni, vosbúðinni, rottunum, byssunum, slátruninni. Samt er myndin líka rómantísk, fyndin og blíð. Í fyrra fór ég á eitt frábærasta safn sem ég hef komið á, Deutsches Historisches Museum í Berlín. Þar var sýning helguð fyrri heimstyrjöldinni. Það sem kom mér einna mest á óvart var hversu hermannabúningarnir úr stríðinu voru litlir - og hvað þeir voru úr ógeðslega grófum efnum. Það voru smáir menn á nútímavísu sem háðu þetta stríð og meðferðin á þeim er einn af stórglæpum mannkynssögunnar. Safn þetta, sem er á Unter den Linden breiðgötunni, hefur annars nýlega verið endurreist og byggður nýr inngangur að því eftir I.M. Pei, sama arkitektinn og gerði píramíðann í Louvre. Það má vera að sé einhvers konar kreppa í Þýskalandi en sem menningarþjóð eru Þjóðverjar stórhuga. Hér er heimasíða Deutsches Historisches Museum.