Viðskipti innlent

Spá því að markaður mettist

Sérfræðingar fjármálaráðuneytisins spá því að markaður fyrir nýjar íbúðir mettist á næsta ári. Lokið verður við að byggja hátt í þrjú þúsund íbúðir á þessu ári sem er um það bil 1200 íbúðir umfram árlega meðaltalsþörf, samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. Það bendir til að jafnvægi muni nást á fasteignamarkaði fyrr en seinna. Í nýju spánni segir að að fjárfesting í íbúðarhúsnæði í ár verði 9,5 prósent, eða talsvert meiri en spáð var síðastliðið haust. Talið er að aukningin haldi áfram á næsta ári og að þá fari markaðurinn að mettast af nýjum íbúðum. Við þau skilyrði má búast við að íbúðir hætti að hækka í verði, en íbúðarhúsnæði í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 42 prósent frá því í ársbyrjun árið 2003 til síðustu áramóta, en minna í fjölbýli. Íbúðaverð hefur hækkað mest á Seltjarnarnesi og í Fjarðabyggð, en annars hefur það hækkað alls staðar á Suðvesturlandi og á Akureyri en lítið sem ekkert annars staðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×