Endar alltaf með skelfingu 26. janúar 2005 00:01 Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar íslenska landsliðið í handbolta keppir á stórmótum, vonirnar sem eru bundnar við það og vonbrigðin sem ætíð fylgja. Eftirfarandi grein birtist í DV fyrir ári, 29. janúar 2004, mér sýnist hún eiga alveg jafn vel við nú og þá. Þarf varla að hnika til orði. Því má bæta við að í leiknum í gær voru "dómararnir í aðalhlutverki". Jafn gott að það var ekki lýsingunni í keppnissalnum um að kenna, lélegu hóteli eða flensu sem gengur í leikmannahópnum - það kemur kannski síðar. Það var upp á líf og dauða. Ekkert minna. Eða það skildist mér á manninum sem var að lýsa handboltaleiknum í útvarpinu. Hann gat ekki á heilum sér tekið. Svo komu blöðin daginn eftir með fyrirsögnum sem lýstu ógn og skelfingu. Hryllingnum í Celje. Svona er alltaf mikil alvara á ferðum þegar íslenska handboltaliðið keppir. Þegar handboltakapparnir fara í stóru mótin er alltaf sagt "við". Allir sem koma í fjölmiðlana segja "við", líka þó þeir sitji bara í stól og séu með ístru. Við erum að keppa, ekki íslensku leikmennirnir eða íslenska liðið. Nei, öll íslenska þjóðin er á vellinum. Við Íslendingar erum engum líkir eins og segir í auglýsingunni frá Landsbankanum sem manni verður svolítið flökurt að horfa á. Allir eru á taugum yfir því að hafa tapað svona mikið í handbolta. Nú skilst manni að leikmennirnir íslensku þori ekki heim. Maður sér þá fyrir sér hangandi yfirspennta á döprum hótelherbergjum, rétt hættandi sér út í skjóli nætur. Vitandi að heima bíður þeirra ekkert nema skömm. Ég heyrði að einn handboltamannanna hefði komið heim og beðið opinberlega afsökunar fyrir sína hönd og félaga sinna. Það var bara ekki nóg. Hinir þurfa líka að gera yfirbót. Hvar er fyrirliðinn? Þjálfarinn? Við bíðum eftir því að þeir játi syndir sínar í Kastljósi og Íslandi í dag. Þjóðin er haldin handboltaangist. Þegar vel gengur bilast líka allir. Þá fer smáþjóðin á taugum yfir sigrunum. Ég man eftir síðustu keppni þegar allt lék í lyndi. Þá kepptust ríkið, borgin, sveitarfélögin, fyrirtækin og jafnvel verkalýðshreyfingin um að ausa peningum í sjóði handboltans. Sá sem vildi ekki gefa fé var álitinn í meira lagi óþjóðhollur, ekki alvöru Íslendingur. Ekki stafar þetta beinlínis af vinsældum íþróttarinnar hér heima. Þegar ég var lítill flykktust áhorfendur á handboltaleiki. Geir Hallsteinsson, Viðar Símonarson og Ólafur H. Jónsson léku kvöld eftir kvöld fyrir troðfullri Laugardalshöll. Fólk æpti og stappaði. Nú kveikir maður á sjónvarpinu og sér brot úr handboltaleikjum. Áhorfendapallarnir eru hálftómir í þessum pínulitlu húsum þar sem leikirnir fara fram. Flestir virðast hanga þarna af gömlum vana. Enginn þekkir nöfn leikmannanna sem leiðist jafn mikið og áhorfendum. Til að halda þessu gangandi er búið að útbía vellina í auglýsingum svo varla sést í leikinn. Ég held að fæstir viti hvaða lið er Íslandsmeistari. Íþróttin þykir, með fullri virðingu, hallærisleg. Raunar ræða besserwisserar stundum um það hversu lágt handbolti sé skrifaður í heiminum. Númer 176 á heimslista íþróttanna. Á eftir indversku rottuhlaupi, minnir mig að hafa einhvern tíma lesið. Þetta segir samt ekki alla söguna. Handbolti er nokkuð vinsæll í smáborgum í sumum löndum Evrópu, í plássum sem eru ekki nógu stór til að standa undir rekstri alvöru fótboltaliða. Á slíkum stöðum, í borgum á stærð við til dæmis Reykjavík, geta íbúarnir verið stoltir yfir velgengni handboltaliða. Það eru jafnvel til einstaka bæir þar sem þúsundir manna koma á handboltaleiki. Þetta er þó ekki alveg einhlítt. Fyrir mörgum árum var ég boðsgestur í þýsku borginni Essen. Nokkrum dögum áður hafði aðalmálið í fjölmiðlunum heima verið Þýskalandsmeistaratitill sem járnkarlinn Alfreð vann með handknattleiksliði þessarar sömu borgar. Ég þóttist býsna góður þar sem ég var, fullur af smáþjóðargorgeir, kominn á tal við sjálfan herra borgarstjórann í Essen. Óskaði honum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. En viti menn, borgarstjórinn kom af fjöllum - hann hafði aldrei heyrt þetta nefnt og skildi eiginlega ekki hvað ég var að tala um. Handball? Íslendingar láta sér ekki segjast þegar handboltinn er annars vegar. Ég gat mér til dæmis nokkrar óvinsældir fyrir handboltamótið mikla 1995 þegar ég skrifaði grein í blað og taldi að enginn myndi hafa áhuga á keppninni, Íslendingar yrðu líklega neðstir, hótelin myndu standa tóm og geysilegt tap yrði á öllu saman. Ég leyfði mér að þakka fyrir að ekki var byggð sérstök höll vegna keppninnar eins og ráðgert var um tíma. Formaður handboltasambandsins skrifaði grein í Morgunblaðið og skammaði mig blóðugum skömmum. Hann kallaði mig óþjóðhollan. Ég hafði bara birt greinina mína í Alþýðublaðinu - upplag 600 blöð, þar voru líklega 200 áskrifendur dánir. Þannig að þetta hafði varla mikil áhrif. Svo kom á daginn að ég hafði rétt fyrir mér - maður þurfti svosem ekki að vera neinn spámaður til að sjá að hugmyndir handboltakarlanna um hundrað þúsund ferðamenn voru ekki í samræmi við veruleikann. En alltaf kviknar vonin aftur. Handboltamótin koma ótt og títt. Næst eru Ólympíuleikarnir í Aþenu. Allt bendir til að þar fái Íslendingar aftur á baukinn. Samt mun smáþjóðin spana sig upp í nýtt handboltafár. Fyrirtæki munu keppast á ný um að fá að tengja nafn sitt handboltalandsliðinu - jafnvel þótt þar séu, samkvæmt því sem íþróttafréttamennirnir segja, menn sem hafa ekki spilað vel árum saman. En handboltamennirnir standa á einhvern hátt miklu nær hjarta okkar en moldríku fótboltamennirnir sem maður sér á Sýn. Þeir eru einhvern veginn miklu raunverulegri. Við munum aldrei komast á heimsmeistaramót í fótbolta. Það er fyrir fólk úr stórum borgum. Þetta eru smábæjarmenn eins og við. Stóri Svíinn með síða hárið sem allir elska að hata. Hinir Svíarnir með sitt stjórnlausa mont. Tattóveraði og gegnumgataði Þjóðverjinn. Svisslendingurinn með falska góminn. Rússinn sem ver allt sem Íslendingar geta hent í hann. Persónur og leikendur í handboltadramanu sem endar hérumbil alltaf með skelfingu, svo notað sé orð sem veður upp um íþróttasíðurnar þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar íslenska landsliðið í handbolta keppir á stórmótum, vonirnar sem eru bundnar við það og vonbrigðin sem ætíð fylgja. Eftirfarandi grein birtist í DV fyrir ári, 29. janúar 2004, mér sýnist hún eiga alveg jafn vel við nú og þá. Þarf varla að hnika til orði. Því má bæta við að í leiknum í gær voru "dómararnir í aðalhlutverki". Jafn gott að það var ekki lýsingunni í keppnissalnum um að kenna, lélegu hóteli eða flensu sem gengur í leikmannahópnum - það kemur kannski síðar. Það var upp á líf og dauða. Ekkert minna. Eða það skildist mér á manninum sem var að lýsa handboltaleiknum í útvarpinu. Hann gat ekki á heilum sér tekið. Svo komu blöðin daginn eftir með fyrirsögnum sem lýstu ógn og skelfingu. Hryllingnum í Celje. Svona er alltaf mikil alvara á ferðum þegar íslenska handboltaliðið keppir. Þegar handboltakapparnir fara í stóru mótin er alltaf sagt "við". Allir sem koma í fjölmiðlana segja "við", líka þó þeir sitji bara í stól og séu með ístru. Við erum að keppa, ekki íslensku leikmennirnir eða íslenska liðið. Nei, öll íslenska þjóðin er á vellinum. Við Íslendingar erum engum líkir eins og segir í auglýsingunni frá Landsbankanum sem manni verður svolítið flökurt að horfa á. Allir eru á taugum yfir því að hafa tapað svona mikið í handbolta. Nú skilst manni að leikmennirnir íslensku þori ekki heim. Maður sér þá fyrir sér hangandi yfirspennta á döprum hótelherbergjum, rétt hættandi sér út í skjóli nætur. Vitandi að heima bíður þeirra ekkert nema skömm. Ég heyrði að einn handboltamannanna hefði komið heim og beðið opinberlega afsökunar fyrir sína hönd og félaga sinna. Það var bara ekki nóg. Hinir þurfa líka að gera yfirbót. Hvar er fyrirliðinn? Þjálfarinn? Við bíðum eftir því að þeir játi syndir sínar í Kastljósi og Íslandi í dag. Þjóðin er haldin handboltaangist. Þegar vel gengur bilast líka allir. Þá fer smáþjóðin á taugum yfir sigrunum. Ég man eftir síðustu keppni þegar allt lék í lyndi. Þá kepptust ríkið, borgin, sveitarfélögin, fyrirtækin og jafnvel verkalýðshreyfingin um að ausa peningum í sjóði handboltans. Sá sem vildi ekki gefa fé var álitinn í meira lagi óþjóðhollur, ekki alvöru Íslendingur. Ekki stafar þetta beinlínis af vinsældum íþróttarinnar hér heima. Þegar ég var lítill flykktust áhorfendur á handboltaleiki. Geir Hallsteinsson, Viðar Símonarson og Ólafur H. Jónsson léku kvöld eftir kvöld fyrir troðfullri Laugardalshöll. Fólk æpti og stappaði. Nú kveikir maður á sjónvarpinu og sér brot úr handboltaleikjum. Áhorfendapallarnir eru hálftómir í þessum pínulitlu húsum þar sem leikirnir fara fram. Flestir virðast hanga þarna af gömlum vana. Enginn þekkir nöfn leikmannanna sem leiðist jafn mikið og áhorfendum. Til að halda þessu gangandi er búið að útbía vellina í auglýsingum svo varla sést í leikinn. Ég held að fæstir viti hvaða lið er Íslandsmeistari. Íþróttin þykir, með fullri virðingu, hallærisleg. Raunar ræða besserwisserar stundum um það hversu lágt handbolti sé skrifaður í heiminum. Númer 176 á heimslista íþróttanna. Á eftir indversku rottuhlaupi, minnir mig að hafa einhvern tíma lesið. Þetta segir samt ekki alla söguna. Handbolti er nokkuð vinsæll í smáborgum í sumum löndum Evrópu, í plássum sem eru ekki nógu stór til að standa undir rekstri alvöru fótboltaliða. Á slíkum stöðum, í borgum á stærð við til dæmis Reykjavík, geta íbúarnir verið stoltir yfir velgengni handboltaliða. Það eru jafnvel til einstaka bæir þar sem þúsundir manna koma á handboltaleiki. Þetta er þó ekki alveg einhlítt. Fyrir mörgum árum var ég boðsgestur í þýsku borginni Essen. Nokkrum dögum áður hafði aðalmálið í fjölmiðlunum heima verið Þýskalandsmeistaratitill sem járnkarlinn Alfreð vann með handknattleiksliði þessarar sömu borgar. Ég þóttist býsna góður þar sem ég var, fullur af smáþjóðargorgeir, kominn á tal við sjálfan herra borgarstjórann í Essen. Óskaði honum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. En viti menn, borgarstjórinn kom af fjöllum - hann hafði aldrei heyrt þetta nefnt og skildi eiginlega ekki hvað ég var að tala um. Handball? Íslendingar láta sér ekki segjast þegar handboltinn er annars vegar. Ég gat mér til dæmis nokkrar óvinsældir fyrir handboltamótið mikla 1995 þegar ég skrifaði grein í blað og taldi að enginn myndi hafa áhuga á keppninni, Íslendingar yrðu líklega neðstir, hótelin myndu standa tóm og geysilegt tap yrði á öllu saman. Ég leyfði mér að þakka fyrir að ekki var byggð sérstök höll vegna keppninnar eins og ráðgert var um tíma. Formaður handboltasambandsins skrifaði grein í Morgunblaðið og skammaði mig blóðugum skömmum. Hann kallaði mig óþjóðhollan. Ég hafði bara birt greinina mína í Alþýðublaðinu - upplag 600 blöð, þar voru líklega 200 áskrifendur dánir. Þannig að þetta hafði varla mikil áhrif. Svo kom á daginn að ég hafði rétt fyrir mér - maður þurfti svosem ekki að vera neinn spámaður til að sjá að hugmyndir handboltakarlanna um hundrað þúsund ferðamenn voru ekki í samræmi við veruleikann. En alltaf kviknar vonin aftur. Handboltamótin koma ótt og títt. Næst eru Ólympíuleikarnir í Aþenu. Allt bendir til að þar fái Íslendingar aftur á baukinn. Samt mun smáþjóðin spana sig upp í nýtt handboltafár. Fyrirtæki munu keppast á ný um að fá að tengja nafn sitt handboltalandsliðinu - jafnvel þótt þar séu, samkvæmt því sem íþróttafréttamennirnir segja, menn sem hafa ekki spilað vel árum saman. En handboltamennirnir standa á einhvern hátt miklu nær hjarta okkar en moldríku fótboltamennirnir sem maður sér á Sýn. Þeir eru einhvern veginn miklu raunverulegri. Við munum aldrei komast á heimsmeistaramót í fótbolta. Það er fyrir fólk úr stórum borgum. Þetta eru smábæjarmenn eins og við. Stóri Svíinn með síða hárið sem allir elska að hata. Hinir Svíarnir með sitt stjórnlausa mont. Tattóveraði og gegnumgataði Þjóðverjinn. Svisslendingurinn með falska góminn. Rússinn sem ver allt sem Íslendingar geta hent í hann. Persónur og leikendur í handboltadramanu sem endar hérumbil alltaf með skelfingu, svo notað sé orð sem veður upp um íþróttasíðurnar þessa dagana.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun