Vörnin var hörmuleg, sagði Viggó 29. janúar 2005 00:01 "Ég er að meta þetta mót þannig að við munum halda áfram okkar vinnu. Það þarf að gera einhverjar smá breytingar á hópnum. Við söknum öflugra varnarmanna úr hópnum og svo er Óli langt frá að skila því sem maður bjóst við af honum, bæði í vörn og sókn. Hann olli sérstaklega miklum vonbrigðum í vörninni þar sem honum hefur hreinlega farið aftur," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Alsír en hann sá ekki eftir því að hafa skilið mann eins og Rúnar Sigtryggsson eftir heima. "Það eru komin kynslóðaskipti og það var engin ástæða til að halda áfram í sömu sporum eftir vonbrigði tveggja síðustu móta. Það er betra að halda áfram og tapa þessu móti og byggja ofan á það," sagði Viggó sem stefndi á eitt af sex efstu sætunum fyrir mótið. Sér hann eftir því? "Ég stend fullkomlega við það sem ég sagði. Ef við hefðum ekki haft nein markmið fyrir þetta mót þá hefðum við ekki haft að neinu að keppa. Það hefði verið voða þægilegt að vera hér sem túristi en ég hafði ekki áhuga á því." Viggó sér ljósa punkta á mörgum stöðum og hann veit líka hvað verður að bæta. "Sóknin gekk vel á mótinu og hraðaupphlaupin voru líka fín. Varnarleikurinn var síðan á köflum hörmung og það stendur upp úr. Það er ljóst að okkur vantar varnarleiðtoga. Vignir er efnilegur en hann á kannski tvö ár í að verða virkilega góður. Það munaði litlu að við kæmumst áfram en stöðugleikann vantaði og því fór sem fór," sagði Viggó en hvað fannst honum um frammistöðu einstakra leikmanna? "Ég var ánægður með flesta leikmenn en frammistaða Petersson stendur upp úr. Hann var frábær í þessu móti bæði í vörn og sókn. Markús, Arnór og Robbi líka mjög góðir og ég er mjög ánægður með andann og liðsheildina. Okkur vantar bara öflugri varnarmenn," sagði Viggó Sigurðsson Íslenski handboltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
"Ég er að meta þetta mót þannig að við munum halda áfram okkar vinnu. Það þarf að gera einhverjar smá breytingar á hópnum. Við söknum öflugra varnarmanna úr hópnum og svo er Óli langt frá að skila því sem maður bjóst við af honum, bæði í vörn og sókn. Hann olli sérstaklega miklum vonbrigðum í vörninni þar sem honum hefur hreinlega farið aftur," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Alsír en hann sá ekki eftir því að hafa skilið mann eins og Rúnar Sigtryggsson eftir heima. "Það eru komin kynslóðaskipti og það var engin ástæða til að halda áfram í sömu sporum eftir vonbrigði tveggja síðustu móta. Það er betra að halda áfram og tapa þessu móti og byggja ofan á það," sagði Viggó sem stefndi á eitt af sex efstu sætunum fyrir mótið. Sér hann eftir því? "Ég stend fullkomlega við það sem ég sagði. Ef við hefðum ekki haft nein markmið fyrir þetta mót þá hefðum við ekki haft að neinu að keppa. Það hefði verið voða þægilegt að vera hér sem túristi en ég hafði ekki áhuga á því." Viggó sér ljósa punkta á mörgum stöðum og hann veit líka hvað verður að bæta. "Sóknin gekk vel á mótinu og hraðaupphlaupin voru líka fín. Varnarleikurinn var síðan á köflum hörmung og það stendur upp úr. Það er ljóst að okkur vantar varnarleiðtoga. Vignir er efnilegur en hann á kannski tvö ár í að verða virkilega góður. Það munaði litlu að við kæmumst áfram en stöðugleikann vantaði og því fór sem fór," sagði Viggó en hvað fannst honum um frammistöðu einstakra leikmanna? "Ég var ánægður með flesta leikmenn en frammistaða Petersson stendur upp úr. Hann var frábær í þessu móti bæði í vörn og sókn. Markús, Arnór og Robbi líka mjög góðir og ég er mjög ánægður með andann og liðsheildina. Okkur vantar bara öflugri varnarmenn," sagði Viggó Sigurðsson
Íslenski handboltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira