Síminn seldur kjölfestufjárfesti 14. febrúar 2005 00:01 Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur til kjölfestufjárfestis. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ráðherranefnd um einkavæðingu mun taka ákvörðun um sölutilhögun Símans innan þriggja vikna að talið er. Stefnt er að því að selja fyrirtækið í vor eða sumar og liggur því á ákvörðun um hvernig staðið verði að málum. Í fyrstu var talað um að kjölfestufjárfestir gæti átt allt að fjörutíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú er hins vegar talið ljóst að eina leiðin til að fjárfestar haldi áhuga sínum og verð verði hátt sé að bjóða meirihlutaeign. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort selt verði í heilu lagi eða í nokkrum stigum. Aftur erum við þá komin að verði og áhuga. Þeir sem reiðubúnir eru til að borga hátt verð eru taldir hafa áhuga á að taka til hendinni og það strax. Mikið hefur verið talað um alls kyns pólitík í tengslum við söluna á Símanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 eru nokkrir hópar erlendra fjárfesta, þar á meðal danskra og breskra, komnir hingað til lands til að skoða Símann og velta upp kaupum. KB banki er talinn líklegur til að bjóða í fyrirtækið og ein vísbending um það er að bankinn bauð ekki í ráðgjafarhlutverkið við söluna. KB banki mun að líkindum bjóða í Símann í samvinnu við Meið, fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra og VÍS. Fyrir þá sem spá í pólitík er þar komin tenging við báða stjórnarflokkanna. VÍS er tengingin við Framsóknarflokkinn og Meiður tengingin við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, sem er kunnur sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Bakkavör. Brynjólfur lýsti því yfir á dögunum að hann væri reiðubúinn að halda áfram sem forstjóri eftir sölu og telja ýmsir það vísbendingu um að hann hafi hugmynd um hver kaupi. Þá erum við komin að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Landsbankamönnum. Björgólfur mun ekki hafa áhuga á að fjárfesta í Símanum nema hann leiði verkefnið, í það minnsta hefur það verið fjárfestingarstefna hans hingað til. Spurning er hver muni bjóða í Símann með honum, kannski Straumur og eigendur hans? Pólitíkin er ekki eins skýr í þessum hópi en svo er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að selt verði hæstbjóðanda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur til kjölfestufjárfestis. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ráðherranefnd um einkavæðingu mun taka ákvörðun um sölutilhögun Símans innan þriggja vikna að talið er. Stefnt er að því að selja fyrirtækið í vor eða sumar og liggur því á ákvörðun um hvernig staðið verði að málum. Í fyrstu var talað um að kjölfestufjárfestir gæti átt allt að fjörutíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú er hins vegar talið ljóst að eina leiðin til að fjárfestar haldi áhuga sínum og verð verði hátt sé að bjóða meirihlutaeign. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort selt verði í heilu lagi eða í nokkrum stigum. Aftur erum við þá komin að verði og áhuga. Þeir sem reiðubúnir eru til að borga hátt verð eru taldir hafa áhuga á að taka til hendinni og það strax. Mikið hefur verið talað um alls kyns pólitík í tengslum við söluna á Símanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 eru nokkrir hópar erlendra fjárfesta, þar á meðal danskra og breskra, komnir hingað til lands til að skoða Símann og velta upp kaupum. KB banki er talinn líklegur til að bjóða í fyrirtækið og ein vísbending um það er að bankinn bauð ekki í ráðgjafarhlutverkið við söluna. KB banki mun að líkindum bjóða í Símann í samvinnu við Meið, fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra og VÍS. Fyrir þá sem spá í pólitík er þar komin tenging við báða stjórnarflokkanna. VÍS er tengingin við Framsóknarflokkinn og Meiður tengingin við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, sem er kunnur sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Bakkavör. Brynjólfur lýsti því yfir á dögunum að hann væri reiðubúinn að halda áfram sem forstjóri eftir sölu og telja ýmsir það vísbendingu um að hann hafi hugmynd um hver kaupi. Þá erum við komin að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Landsbankamönnum. Björgólfur mun ekki hafa áhuga á að fjárfesta í Símanum nema hann leiði verkefnið, í það minnsta hefur það verið fjárfestingarstefna hans hingað til. Spurning er hver muni bjóða í Símann með honum, kannski Straumur og eigendur hans? Pólitíkin er ekki eins skýr í þessum hópi en svo er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að selt verði hæstbjóðanda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira