Viðskipti innlent

Dæmi um vanskil 100% íbúðalána

"Það eru farin að berast inn á borð til okkar nokkur dæmi um fólk sem hefur fengið hundrað prósent lán og nær ekki að standa í skilum," segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Þau auknu lán sem almenningi bjóðast til húsnæðiskaupa nýtast illa þeim sem minnst hafa milli handanna enda húsnæðisverð víða um land margfaldast og engin endir á hækkununum í sjónmáli. Sú stofnun sem flestir leita til eftir að hafa lent í alvarlegum greiðsluerfiðleikum á einhvern hátt er Ráðgjafarstofa heimilanna, þar sem reynt er eftir megni að aðstoða viðkomandi. Ásta segir að þrátt fyrir tilkomu hundrað prósent lánanna, sem voru upphaflega ætluð þeim sem áttu erfitt með að brúa bilið þegar aðeins voru lánað 70 prósent af kaupverði íbúðar, sé ljóst að enn sé fólk að leita sér aðstoðar. "Það er nú einu sinni svo að þessi lán út af fyrir sig breyta litlu fyrir þann sem ekkert á. Á sama tíma er enn fremur íbúðaverð að hækka til mikilla muna svo að þau þægindi sem fylgja áttu þessum auðveldu lánum þýða þyngri greiðslubyrði vegna mun hærra verðs."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×