Viðskipti innlent

Góður hagnaður hjá Símanum

Rúmlega þriggja milljarða króna hagnaður varð af rekstri ríkishlutafélagsins Símans í fyrra, sem er um það bil einum milljarði króna meiri hagnaður en árið þar áður. Stjórn Símans ákvað í gær að leggja til við aðalfund að greiddur verði 90 prósenta arður af nafnvirði hlutafjár eða 3,3 milljarðar króna sem ríkissjóður fær í sinn hlut þar sem ríkið á Símann. Vegna hinna háu arðgreiðslna lækkar eiginfjárhlutfall Símans úr 59 prósentum niður í 46 prósent. Þannig fær ríkið sex milljarða króna út úr rekstri Símans í ár og telja stjórnendur fyrirtækisins að þótt eiginfjárhlutfallið lækki talsvert við þetta eigi það ekki að hafa umtalsverð áhrif á væntanleg tilboð í fyrirtækið. Andstæðingar við sölu Símans á Alþingi hafa ítrekað bent á að þar sem fyritækið skili jafn miklum arði til ríkisins og raun ber vitni sé ekkert vit í að selja það.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×