Heitur áhugi gesta 19. febrúar 2005 00:01 Lokakeppni Food and Fun hátíðarinnar var haldin í gær í Hafnarhúsinu í Reykjavík og sótti mikill mannfjöldi keppnina. Áberandi var brennandi áhugi gestanna á matseld og spurði fólk kokkana mikið og fylgdist grannt með allri sýnikennslu. Talsmenn hátíðarinnar segja að hátíðin í ár hafi gengið fram úr björtustu vonum og hafi áhugi erlendra blaðamanna verið mikill og líklegt er að gerð verði sérstök heimildarmynd um hátíðina. Andrúmsloftið var afslappað og skemmtilegt og það virtist ganga vel upp að halda matarhátíð í húsi listasafnsins sem áður var gamall fiskmarkaður. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og í ár var hún haldin í samstarfi við vetrarhátíð í Reykjavík. Áður en keppni hófst í gær var undirritaður samstarfssamningur Reykjavíkur og Food and Fun hátíðarinnar til þriggja ára og nokkuð víst að hátíðin er komin til að vera. Food and Fun Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Lokakeppni Food and Fun hátíðarinnar var haldin í gær í Hafnarhúsinu í Reykjavík og sótti mikill mannfjöldi keppnina. Áberandi var brennandi áhugi gestanna á matseld og spurði fólk kokkana mikið og fylgdist grannt með allri sýnikennslu. Talsmenn hátíðarinnar segja að hátíðin í ár hafi gengið fram úr björtustu vonum og hafi áhugi erlendra blaðamanna verið mikill og líklegt er að gerð verði sérstök heimildarmynd um hátíðina. Andrúmsloftið var afslappað og skemmtilegt og það virtist ganga vel upp að halda matarhátíð í húsi listasafnsins sem áður var gamall fiskmarkaður. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og í ár var hún haldin í samstarfi við vetrarhátíð í Reykjavík. Áður en keppni hófst í gær var undirritaður samstarfssamningur Reykjavíkur og Food and Fun hátíðarinnar til þriggja ára og nokkuð víst að hátíðin er komin til að vera.
Food and Fun Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira