Þægilegra að öskra Bex en Rebekka 19. febrúar 2005 00:01 Rebekka Kristín Garðarsdóttir flutti frá Kópaskeri til Hong Kong fyrir tæpum þremur árum. Í síðasta mánuði stofnaði hún eigið fyrirtæki og eftir nokkra daga ætlar hún að kaupa annað. Rebekka skrapp til Íslands nýlega í fjögurra daga heimsókn og þrátt fyrir þétta dagskrá gaf hún sér smástund til að segja frá því hvað hún væri að bralla. Ég ákvað að stofna fyrirtækið Bex. ltd. Það sér um viðburði fyrir önnur fyrirtæki, ráðstefnur, sýningar, galakvöld o.s.frv. Ég er eini starfsmaðurinn og fyrsta verkefnið er eins dags ráðstefna og kynning á vörum og þjónustu fyrir óléttar konur í Hong Kong sem verður haldin 5. mars. -Af hverju Bex? Ég geng undir því nafni úti. Spila nefnilega rugby og það þykir þægilegra að öskra Bex heldur en Rebekka, að ég tali ekki um Rebekka Kristín Garðarsdóttir! -Er ekkert mál fyrir útlendinga að stofna fyrirtæki í Hong Kong? Nei, stjórnvöld gera út á það að bjóða erlendum fjárfestum inn í landið. Ég stofnaði mitt fyrirtæki á 15 mínútum. Maður útfyllir eitt blað, svo er athugað hvort eitthvert annað fyrirtæki í landinu heiti þetta sama og ef svo er ekki þá er maður kominn með stimpilinn og getur hafið starfsemi daginn eftir. En það þarf sérstakt atvinnuleyfi til að starfa í landinu og það er gefið út á það fyrirtæki sem maður er að vinna hjá hverju sinni. Mér fannst það ekki nógu traust. Þess vegna ákvað ég að fá atvinnuleyfi í gegnum sjálfa mig. Bex er bara byrjunarskrefið því ég er líka að kaupa annað fyrirtæki sem verður opnað formlega 7. mars. Það er leikskóli í námskeiðaformi fyrir tveggja til þriggja ára gömul börn. Sjálf sé ég um markaðsmálin en kennslan verður í höndum leikskólakennara. -Hvernig stóð á því að þú fórst til Hong Kong? Systir mín var komin út ári á undan mér, hún rekur eigið ljósmæðrafyrirtæki sem sér um að halda foreldranámskeið og sinna heimaþjónustu. Kannski má segja að ég hafi elt hana en í námi mínu í viðskiptafræði í HR lagði ég áherslu á alþjóðlega stjórnun og markaðsfræði og var því alltaf með útlönd í huga. Það er eitthvert flökkueðli í okkur systkinunum. Bróðir minn býr í Ástralíu og hafði áður verið sjö ár í Svíþjóð og litla systir mín er á leið til Danmerkur. -Hvernig er svo að búa þarna? Það er auðvitað talsverður munur að koma úr 150 manna bæ í sjö milljóna samfélag, háhýsi og mannmergð. Ég bý til dæmis á 21. hæð af 39 í húsinu. -En þú hefur að minnsta kosti nóg að gera. Já, ég er með endalausar hugmyndir og bara spurning um hversu hratt maður vinnur sig í gegnum þær. Þar með var Rebekka rokin. Varð að fá sér SS pylsu áður en hún yfirgæfi landið. Atvinna Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Rebekka Kristín Garðarsdóttir flutti frá Kópaskeri til Hong Kong fyrir tæpum þremur árum. Í síðasta mánuði stofnaði hún eigið fyrirtæki og eftir nokkra daga ætlar hún að kaupa annað. Rebekka skrapp til Íslands nýlega í fjögurra daga heimsókn og þrátt fyrir þétta dagskrá gaf hún sér smástund til að segja frá því hvað hún væri að bralla. Ég ákvað að stofna fyrirtækið Bex. ltd. Það sér um viðburði fyrir önnur fyrirtæki, ráðstefnur, sýningar, galakvöld o.s.frv. Ég er eini starfsmaðurinn og fyrsta verkefnið er eins dags ráðstefna og kynning á vörum og þjónustu fyrir óléttar konur í Hong Kong sem verður haldin 5. mars. -Af hverju Bex? Ég geng undir því nafni úti. Spila nefnilega rugby og það þykir þægilegra að öskra Bex heldur en Rebekka, að ég tali ekki um Rebekka Kristín Garðarsdóttir! -Er ekkert mál fyrir útlendinga að stofna fyrirtæki í Hong Kong? Nei, stjórnvöld gera út á það að bjóða erlendum fjárfestum inn í landið. Ég stofnaði mitt fyrirtæki á 15 mínútum. Maður útfyllir eitt blað, svo er athugað hvort eitthvert annað fyrirtæki í landinu heiti þetta sama og ef svo er ekki þá er maður kominn með stimpilinn og getur hafið starfsemi daginn eftir. En það þarf sérstakt atvinnuleyfi til að starfa í landinu og það er gefið út á það fyrirtæki sem maður er að vinna hjá hverju sinni. Mér fannst það ekki nógu traust. Þess vegna ákvað ég að fá atvinnuleyfi í gegnum sjálfa mig. Bex er bara byrjunarskrefið því ég er líka að kaupa annað fyrirtæki sem verður opnað formlega 7. mars. Það er leikskóli í námskeiðaformi fyrir tveggja til þriggja ára gömul börn. Sjálf sé ég um markaðsmálin en kennslan verður í höndum leikskólakennara. -Hvernig stóð á því að þú fórst til Hong Kong? Systir mín var komin út ári á undan mér, hún rekur eigið ljósmæðrafyrirtæki sem sér um að halda foreldranámskeið og sinna heimaþjónustu. Kannski má segja að ég hafi elt hana en í námi mínu í viðskiptafræði í HR lagði ég áherslu á alþjóðlega stjórnun og markaðsfræði og var því alltaf með útlönd í huga. Það er eitthvert flökkueðli í okkur systkinunum. Bróðir minn býr í Ástralíu og hafði áður verið sjö ár í Svíþjóð og litla systir mín er á leið til Danmerkur. -Hvernig er svo að búa þarna? Það er auðvitað talsverður munur að koma úr 150 manna bæ í sjö milljóna samfélag, háhýsi og mannmergð. Ég bý til dæmis á 21. hæð af 39 í húsinu. -En þú hefur að minnsta kosti nóg að gera. Já, ég er með endalausar hugmyndir og bara spurning um hversu hratt maður vinnur sig í gegnum þær. Þar með var Rebekka rokin. Varð að fá sér SS pylsu áður en hún yfirgæfi landið.
Atvinna Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira