Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan farin að lækka

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er skyndilega farin að lækka eftir stöðuga hækkun frá áramótum, sem nemur ellefu prósentum. Í gær og í fyrradag lækkaði hún hins vegar um tæp fjögur prósent og í gær var mun meira af sölutilboðum en kauptilboðum í umferð sem bendir til að margir vilji losa sig við íslensk hlutabréf. Sumir spá enn meira framboði eftir að eigendur bréfa hafa innleyst arð af þeim fyrir síðasta ár. Fjögurrra prósenta lækkun á tveimur dögum er með því mesta í sögu Kauphallarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×