Viðskipti innlent

Methagnaður hjá Flugleiðum

Hagnaður Flugleiða á síðasta ári nam 3,4 milljörðum króna og ríflega þrefaldaðist frá árinu á undan. Er þetta er besta afkoma í sögu félagsins. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að heildarveltan hafi verið 43 í fyrra en það er fimm milljarða króna veltuaukning frá árinu áður. Þá námu heildareignir félagsins 46,6 milljörðum króna um síðustu áramót og voru rúmum níu milljörðum króna meiri en áramótin þar á undan. Töluvert af hagnaði fyrirtækisins má rekja til fjárfestingarstarfsemi en hagnaður af henni nam 2,3 milljörðum króna fyrir skatta. Á fundi stjórnar Flugleiða í dag var lagt til að að greiddur yrði út 1,5 milljarða króna arður til hluthafa og eru það 44 prósent af hagnaðinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×