Viðskipti innlent

Kauphöllin áminnir Íbúðalánasjóð

Kauphöll Íslands hefur ákveðið að áminna Íbúðalánasjóð opinberlega fyrir brot á reglum Kauphallarinnar í tengslum við lánshæfismat á sjóðnum. Brotið var í tengslum við fréttir af lánshæfismati Standads and Poor´s, annars vegar frá 11. febrúar og hins vegar frá 16. febrúar, en innihald og fyrirsagnir töldust til þess fallnar að gefa fjárfestum ranga mynd af lánshæfismatinu. Í fyrri tilkynningunni var sagt að matsfyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs og í hinn seinni að það hefði staðfest gott lánshæfismat á Íbúðalánasjóði. Kauphöllin telur að Íbúðalánasjóður hafi í tilkynningum sínum sleppt óþægilegum upplýsingum. Einnig að Íbúðalánasjóður hafi átt að tryggja að umræddar tilkynningar birtust samhliða á fréttavef Kauphallarinnar og þær birtust hjá Íbúðalánasjóði og að sjóðnum hafi borið að reyna að tryggja að Standards and Poor´s birti ekki lánshæfismatið á heimasíðu sinni án þess að Íbúðalánasjóði gæfist kostur á að birta tilkynningu samhliða í fréttakerfi Kauphallarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×