Viðskipti innlent

Hyggja á frekari fjárfestingar

Flugleiðir hyggja á frekari fjárfestingar erlendis og hefur félagið til þess 350 milljónir dollara í eigið fé. Þetta segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í viðtali við þýska viðskiptadagblaðið Handelsblatt. Hannes segir einnig í viðtalinu að stefnt sé að því að Icelandair vaxi einkum á sviði leigu- og fraktflugs. Hann segir að taka verði lokaákvörðun um framtíðarfjárfestingu Icelandair í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet á þessu ári. Verði gengi hlutabréfa í félaginu lágt sé líklegt að stærri hlutur verði keyptur. Í greininni í Handelsblatt er hermt að Flugleiðir hafi nú þegar stórgrætt á fjárfestingunni þar sem gengi bréfa í easyJet hafi hækkað. Verði meiri hækkun á árinu sé líklegast að Flugleiðir selji hlut sinn á ný, með dágóðum hagnaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×