Lyfjamarkaðurinn opinn öllum 3. mars 2005 00:01 Vegna umfjöllunar fjölmiðla um samkeppnisumhverfi og verðmyndun lyfja á Íslandi vill lyfjafyrirtækið Actavis taka fram að íslenski markaðurinn sé opinn öllum þeim sem sækist eftir að selja lyf á markaðnum og uppfylla skilyrði Lyfjastofnunar. Hörð samkeppni ríki milli lyfjafyrirtækjanna um sölu lyfja og Actavis sé aðeins með 17% markaðshlutdeild á íslenskum lyfjamarkaði.Halldór Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri samskipta fyrirtækisins, segir Samkeppnisstofnun þrívegis hafa skoðað atriði sem tengist starfsemi Actavis á undanförnum árum, síðast fyrir þremur árum í tengslum við samruna og kaup fyrirtækja. Hann segir stofnunina hafa engar athugasemdir gert við starfsemi fyrirtækisins og á þessum tíma hefur markaðsstaða Actavis á Íslandi ekki breyst. „Við höfum nú þegar sett okkur í samband við Samkeppnisstofnun og boðið fram okkar aðstoð í málinu, telji hún ástæðu til að skoða málið,“ segir Halldór. Þá telur Halldór umfjöllun um félagið og verðsamanburð lyfja í fjölmiðlum hafa verið misvísandi. Samkomulag hafi verið gert við lyfjagreiðslunefnd á síðasta ári og Actavis lækkað verð sín um 140 milljónir króna og þannig lagt sitt af mörkum til að lækka lyfjaverð á Íslandi. Til viðbótar séu lyf sem nú eru sett á markað á Íslandi verðlögð samkvæmt ákveðinni formúlu sem lyfjagreiðslunefnd hafi samþykkt þar sem tekið er mið af meðalverði lyfja á Norðurlöndunum. „Við vinnum samkvæmt þessu og um þetta ríkir full sátt milli okkar og heilbrigðisráðuneytisins,“ segir Halldór. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Vegna umfjöllunar fjölmiðla um samkeppnisumhverfi og verðmyndun lyfja á Íslandi vill lyfjafyrirtækið Actavis taka fram að íslenski markaðurinn sé opinn öllum þeim sem sækist eftir að selja lyf á markaðnum og uppfylla skilyrði Lyfjastofnunar. Hörð samkeppni ríki milli lyfjafyrirtækjanna um sölu lyfja og Actavis sé aðeins með 17% markaðshlutdeild á íslenskum lyfjamarkaði.Halldór Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri samskipta fyrirtækisins, segir Samkeppnisstofnun þrívegis hafa skoðað atriði sem tengist starfsemi Actavis á undanförnum árum, síðast fyrir þremur árum í tengslum við samruna og kaup fyrirtækja. Hann segir stofnunina hafa engar athugasemdir gert við starfsemi fyrirtækisins og á þessum tíma hefur markaðsstaða Actavis á Íslandi ekki breyst. „Við höfum nú þegar sett okkur í samband við Samkeppnisstofnun og boðið fram okkar aðstoð í málinu, telji hún ástæðu til að skoða málið,“ segir Halldór. Þá telur Halldór umfjöllun um félagið og verðsamanburð lyfja í fjölmiðlum hafa verið misvísandi. Samkomulag hafi verið gert við lyfjagreiðslunefnd á síðasta ári og Actavis lækkað verð sín um 140 milljónir króna og þannig lagt sitt af mörkum til að lækka lyfjaverð á Íslandi. Til viðbótar séu lyf sem nú eru sett á markað á Íslandi verðlögð samkvæmt ákveðinni formúlu sem lyfjagreiðslunefnd hafi samþykkt þar sem tekið er mið af meðalverði lyfja á Norðurlöndunum. „Við vinnum samkvæmt þessu og um þetta ríkir full sátt milli okkar og heilbrigðisráðuneytisins,“ segir Halldór.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira