Viðskipti innlent

deCode tapar 3,5 milljörðum

Rúmlega 3,5 milljarða króna tap varð af rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á síðasta ári. Árið 2003 nam tapið af rekstrinum rúmlega tveimur milljörðum króna. Tekjur félagsins árið 2004 námu tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að á síðasta ári hafi fyrirtækið lagt áherslu á að þróa lyf til að koma á markað. Afkoma ársins 2004 undirstriki að fyrirtækið sé að breikka starfssvið sitt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×