Viðskipti innlent

Sakaður um trúnaðarbrot

Fyrrum eigendur hollenska skipafélagsins Geest North Sea Line sem Samskip hafa keypt, hugleiða lagalegar aðgerðir vegna þess sem þeir telja trúnaðarbrot í yfirlýsingum forstjóra Eimskipafélagsins. Haft var eftir Baldri Guðnasyni, forstjóra Eimskipafélagsins að félagið hefði hugleitt kaup á Geest, en horfið frá því vegna verðsins sem var að hans sögn 3,5 milljarðar króna. Fyrrum eigendur harma ummæli Baldurs og segja rangt sem gefið var í skyn að félögin hefðu átt í alvarlegum viðræðum um kaup. Þeir segja viðbrögð forstjórans lykta af því að hann kunni ekki að tapa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×