Borgar sig að vera ósýnilegur? 5. mars 2005 00:01 Merkilegt er að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er að koma vel út úr skoðanakönnunum, bæði Gallups og Félagsvísindastofnunar. Nú hefur varla neitt heyrst í flokknum í langan tíma. Foringi hans hefur verið í fríi - var ósýnilegur lengi áður en kannanirnar voru gerðar. Aðrir leiðtogar flokksins hafa heldur ekki verið áberandi. Er þetta kannski aðferðin til að ná árangri í pólitík þetta misserið - að láta lítið fara fyrir sér? Annars er skýringin líklega sú að Sjálfstæðisflokkurinn virkar nokkuð traustur um þessar mundir miðað við það sem gengur á í Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Kannanirnar benda til þess að áhrif fjölmiðlamálsins og Íraksstríðisins fari þverrandi. Sjálfstæðisflokkurinn gekk ítrekað fram af kjósendum í fyrra og hitteðfyrra - en minni þeirra nær yfirleitt ekki langt aftur. Efnahagshorfur eru góðar, flest vandamál eru nokkuð góðkynja, stjórnarandstaðan hefur fjarska lítið til að moða úr. Maður man varla friðsamara þing. Sjálfstæðisflokkurinn gæti jafnvel farið að endurheimta fyrra fylgi sitt - fljúga upp fyrir fjörutíu prósent í skoðanakönnunum sem samkvæmt hefð gefur honum 37-39 prósent í kosningum. Er sá tími að koma aftur? --- --- --- Framsóknarflokkurinn tekur nú við öllum höggunum í ríkisstjórninni. Það er ekki furða að framsóknarmenn séu svolítið á taugum. Maður hefur á tilfinningunni að mörgum sjálfstæðismanninum finnist ágætt að horfa á þá engjast. Skoðanakannanirnar voru að vísu gerðar áður en flokksþing Framsóknar var haldið - ég efast samt um að það breyti neinu. Nú þegar nokkrir dagar eru liðnir frá þinginu virðist vera nokkuð samdóma álit að Evrópusambandsályktun flokksþingsins sé algjör ekkifrétt. Vegna þess hversu Framsókn hefur óskýra stefnu og ófókuseraða ímynd í augum kjósenda þarf flokkurinn stöðugt að finna sér mál til að setja á oddinn, mál sem eru þess eðlis að þau höfða eindregið til stórra hópa kjósenda. Þannig var það til dæmis með 90 prósenta lánin í síðustu kosningum. Nú eru rífleg húsnæðislán orðin að veruleika, en Framsókn er ekki þakkað það - frekar að hún fái skömm í hattinn fyrir ofþensluna. Á flokksþinginu brydduðu Framsóknarmenn upp á tveimur málum sem kannski eru vísbending um það sem koma skal í stefnu flokksins. Halldór Ásgrímsson ræddi í ávarpi sínu um að gera síðasta ár leikskólans gjaldfrjálst - það yrði vissulega vinsælt þótt raunar séu þessi mál í verkahring sveitarfélaganna. Og svo var laumað inn í stjórnmálaályktunina svo lítið bar á tillögu um að afnema verðtryggingu. Það er flókið mál að brjótast úr viðjum hennar, en víst er að mörgum stendur stuggur af verðtryggingunni í landi þar sem aldrei virðist ganga á lánin sama hvað fólk borgar. --- --- --- Í leiðara í Fréttablaðinu lagði Guðmundur Magnússon út af vinstra brosinu sem Framsókn hefði sett upp á flokksþinginu. Fleiri hafa pælt í því hvort Framsókn sé að leita hófanna um ríkisstjórn með Samfylkingunni. Mér finnst það svolítið langsótt. Evrópuályktunin er ekki svo afdráttarlaus. Meira að segja Davíð Oddsson hefur talað um að forsendur Evrópuaðildar gætu breyst ef Tyrkland fari þangað inn - að ekki sé talað um Úkraínu. Framsókn stendur að málum sem hljóta að teljast mjög í anda hægri stefnu, til að mynda sölu Símans með grunneti - þótt 70 prósent kjósenda séu á móti. Einkavæðing Landsvirkjunnar var heldur ekki slegin af á flokksþinginu. Ögmundur stendur upp á Alþingi og fjargviðrast yfir "ástarjátningum" sem fari mili Framsóknar og Samfylkingarinnar. Ég veit ekki. Þetta virkar eins og svona dæmigerður þingbelgingur, eins og maður sé staddur á þriðja flokks málfundi. Þessi er að bjóða upp í dans með þessum - ho ho ho. Svo ganga allir óbundnir til kosninga - ho ho ho... --- --- --- Minnsta flokksþingið verður haldið núna um helgina - það dugar að panta Kaffi Reykjavík undir Frjálslynda flokkinn. Fyrirfram hefði maður búist við að áhugi fjölmiðlanna á þessu væri sama og enginn; fyrir utan baráttuna gegn kvótakerfinu hafa Frjálslyndir engin mál sem vekja áhuga. En þeir fundu leiðina til að gera sig sýnilega í fjölmiðlum - innanflokksátök. Ekki það að framboð Gunnars Örlygssonar og Sigurðar Inga Jónssonar sé ekki raunverulegt - það speglar alvöru málefnaágreining í flokknum. Gunnar segist vilja hafa "alþýðlegan" hægri flokk; manni koma í hug pópúlískir hægri flokkar í nágrannalöndunum. Pólitík sem byggir á lágum sköttum - reynir að höfða til þess fólks sem stundum kallast smáborgarar. Síðan í síðustu kosningum hefur flokkurinn fylgt stjórnarandstöðunni nánast blindandi í öllum málum. Guðjón A. Kristjánsson og Magnús Hafsteinsson eru eins máls menn - sérstaklega er Guðjón nánast ómálga þegar ekki er verið að tala um kvótann. Eins og ég hef áður sagt ætti Margrét Sverrisdóttir fremur heima í Samfylkingunni en populískum hægri flokki. Ólafur F. Magnússon stendur furðu nærri Vinstri grænum í mörgum efnum - hann á samleið með vinstri íhaldsmönnum sem aldrei vilja hrófla við neinu. --- --- --- Guðjón A. Kristjánsson sagði í setningarræðu sinni að flokkurinn þyrfti að fá 10 prósenta fylgi. Það eru álíka miklir möguleikar á að þetta gerist og að vinna stóra pottinn í Víkingalottóinu. Þetta er mjög ósamstæður hópur - það sást vel þegar Frjálslyndir glutruðu niður miklu fylgi síðustu dagana fyrir kosningarnar í hitteðfyrra. Sumir talsmenn flokksins voru einfaldlega of skrítnir til að þjóðin gæti meðtekið þá. Ekki ætla ég samt að mæla með því að allir stjórnmálamenn séu steyptir í sama mót - Guð forði. En fólk sem laðast að svona stjórnmálahreyfingum er oft óánægjufólk - eins máls lið, fólk sem er að reka mjög mismunandi erindi, fúnkerar kannski ekki vel í settlegu flokksstarfi. Landsfundir Borgaraflokksins voru á köflum eins og geðveikrasamkundur. Flokkurinn leystist upp í frumeindir. Nú eru gamlar syndir dregnar inn í átökin hjá Frjálslyndum á mjög óvæginn hátt - maður hefur svolítið á tilfinningunni að þetta sé upphafið að endalokunum. --- --- --- Talandi um 10 prósenta flokk. Flokkur Piu Kjærsgaard í Danmörku hefur 13 prósent. Aðalmál Dansk folkeparti er andúð á innflytjendum. Ég held að hún sé ekkert miklu minni hér en í Danmörku - fer vaxandi samkvæmt skoðanakönnum. Víða skynjar maður að blundar einhver "borderline" fasismi. Enn nær þessi umræða ekki upp á yfirborðið hér. En þetta gæti verið tækifæri fyrir óprúttna menn sem hugsa sér að komast áfram í pólitík. Þetta er líka spurning um hvaða tegund af umræðu er talin húsum hæf. Hér hefur umræðan um útlendinga verið fjarska kurteisleg. En í löndum eins og Hollandi, Danmörku og Bretlandi finnur maður að hugmyndafræði fjölmenningarsamfélagsins er á undanhaldi - lykilorðið núna er fremur menningarleg aðlögun. --- --- --- Kemur það á óvart að Sturla Böðvarsson er á móti hálendisvegi? Varla. Hann vill láta fólk keyra í gegnum kjördæmið sitt. Þetta framfaramál kemst varla á dagskrá meðan þessi mikli kjördæmapotari situr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Merkilegt er að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn er að koma vel út úr skoðanakönnunum, bæði Gallups og Félagsvísindastofnunar. Nú hefur varla neitt heyrst í flokknum í langan tíma. Foringi hans hefur verið í fríi - var ósýnilegur lengi áður en kannanirnar voru gerðar. Aðrir leiðtogar flokksins hafa heldur ekki verið áberandi. Er þetta kannski aðferðin til að ná árangri í pólitík þetta misserið - að láta lítið fara fyrir sér? Annars er skýringin líklega sú að Sjálfstæðisflokkurinn virkar nokkuð traustur um þessar mundir miðað við það sem gengur á í Framsóknarflokknum og Samfylkingunni. Kannanirnar benda til þess að áhrif fjölmiðlamálsins og Íraksstríðisins fari þverrandi. Sjálfstæðisflokkurinn gekk ítrekað fram af kjósendum í fyrra og hitteðfyrra - en minni þeirra nær yfirleitt ekki langt aftur. Efnahagshorfur eru góðar, flest vandamál eru nokkuð góðkynja, stjórnarandstaðan hefur fjarska lítið til að moða úr. Maður man varla friðsamara þing. Sjálfstæðisflokkurinn gæti jafnvel farið að endurheimta fyrra fylgi sitt - fljúga upp fyrir fjörutíu prósent í skoðanakönnunum sem samkvæmt hefð gefur honum 37-39 prósent í kosningum. Er sá tími að koma aftur? --- --- --- Framsóknarflokkurinn tekur nú við öllum höggunum í ríkisstjórninni. Það er ekki furða að framsóknarmenn séu svolítið á taugum. Maður hefur á tilfinningunni að mörgum sjálfstæðismanninum finnist ágætt að horfa á þá engjast. Skoðanakannanirnar voru að vísu gerðar áður en flokksþing Framsóknar var haldið - ég efast samt um að það breyti neinu. Nú þegar nokkrir dagar eru liðnir frá þinginu virðist vera nokkuð samdóma álit að Evrópusambandsályktun flokksþingsins sé algjör ekkifrétt. Vegna þess hversu Framsókn hefur óskýra stefnu og ófókuseraða ímynd í augum kjósenda þarf flokkurinn stöðugt að finna sér mál til að setja á oddinn, mál sem eru þess eðlis að þau höfða eindregið til stórra hópa kjósenda. Þannig var það til dæmis með 90 prósenta lánin í síðustu kosningum. Nú eru rífleg húsnæðislán orðin að veruleika, en Framsókn er ekki þakkað það - frekar að hún fái skömm í hattinn fyrir ofþensluna. Á flokksþinginu brydduðu Framsóknarmenn upp á tveimur málum sem kannski eru vísbending um það sem koma skal í stefnu flokksins. Halldór Ásgrímsson ræddi í ávarpi sínu um að gera síðasta ár leikskólans gjaldfrjálst - það yrði vissulega vinsælt þótt raunar séu þessi mál í verkahring sveitarfélaganna. Og svo var laumað inn í stjórnmálaályktunina svo lítið bar á tillögu um að afnema verðtryggingu. Það er flókið mál að brjótast úr viðjum hennar, en víst er að mörgum stendur stuggur af verðtryggingunni í landi þar sem aldrei virðist ganga á lánin sama hvað fólk borgar. --- --- --- Í leiðara í Fréttablaðinu lagði Guðmundur Magnússon út af vinstra brosinu sem Framsókn hefði sett upp á flokksþinginu. Fleiri hafa pælt í því hvort Framsókn sé að leita hófanna um ríkisstjórn með Samfylkingunni. Mér finnst það svolítið langsótt. Evrópuályktunin er ekki svo afdráttarlaus. Meira að segja Davíð Oddsson hefur talað um að forsendur Evrópuaðildar gætu breyst ef Tyrkland fari þangað inn - að ekki sé talað um Úkraínu. Framsókn stendur að málum sem hljóta að teljast mjög í anda hægri stefnu, til að mynda sölu Símans með grunneti - þótt 70 prósent kjósenda séu á móti. Einkavæðing Landsvirkjunnar var heldur ekki slegin af á flokksþinginu. Ögmundur stendur upp á Alþingi og fjargviðrast yfir "ástarjátningum" sem fari mili Framsóknar og Samfylkingarinnar. Ég veit ekki. Þetta virkar eins og svona dæmigerður þingbelgingur, eins og maður sé staddur á þriðja flokks málfundi. Þessi er að bjóða upp í dans með þessum - ho ho ho. Svo ganga allir óbundnir til kosninga - ho ho ho... --- --- --- Minnsta flokksþingið verður haldið núna um helgina - það dugar að panta Kaffi Reykjavík undir Frjálslynda flokkinn. Fyrirfram hefði maður búist við að áhugi fjölmiðlanna á þessu væri sama og enginn; fyrir utan baráttuna gegn kvótakerfinu hafa Frjálslyndir engin mál sem vekja áhuga. En þeir fundu leiðina til að gera sig sýnilega í fjölmiðlum - innanflokksátök. Ekki það að framboð Gunnars Örlygssonar og Sigurðar Inga Jónssonar sé ekki raunverulegt - það speglar alvöru málefnaágreining í flokknum. Gunnar segist vilja hafa "alþýðlegan" hægri flokk; manni koma í hug pópúlískir hægri flokkar í nágrannalöndunum. Pólitík sem byggir á lágum sköttum - reynir að höfða til þess fólks sem stundum kallast smáborgarar. Síðan í síðustu kosningum hefur flokkurinn fylgt stjórnarandstöðunni nánast blindandi í öllum málum. Guðjón A. Kristjánsson og Magnús Hafsteinsson eru eins máls menn - sérstaklega er Guðjón nánast ómálga þegar ekki er verið að tala um kvótann. Eins og ég hef áður sagt ætti Margrét Sverrisdóttir fremur heima í Samfylkingunni en populískum hægri flokki. Ólafur F. Magnússon stendur furðu nærri Vinstri grænum í mörgum efnum - hann á samleið með vinstri íhaldsmönnum sem aldrei vilja hrófla við neinu. --- --- --- Guðjón A. Kristjánsson sagði í setningarræðu sinni að flokkurinn þyrfti að fá 10 prósenta fylgi. Það eru álíka miklir möguleikar á að þetta gerist og að vinna stóra pottinn í Víkingalottóinu. Þetta er mjög ósamstæður hópur - það sást vel þegar Frjálslyndir glutruðu niður miklu fylgi síðustu dagana fyrir kosningarnar í hitteðfyrra. Sumir talsmenn flokksins voru einfaldlega of skrítnir til að þjóðin gæti meðtekið þá. Ekki ætla ég samt að mæla með því að allir stjórnmálamenn séu steyptir í sama mót - Guð forði. En fólk sem laðast að svona stjórnmálahreyfingum er oft óánægjufólk - eins máls lið, fólk sem er að reka mjög mismunandi erindi, fúnkerar kannski ekki vel í settlegu flokksstarfi. Landsfundir Borgaraflokksins voru á köflum eins og geðveikrasamkundur. Flokkurinn leystist upp í frumeindir. Nú eru gamlar syndir dregnar inn í átökin hjá Frjálslyndum á mjög óvæginn hátt - maður hefur svolítið á tilfinningunni að þetta sé upphafið að endalokunum. --- --- --- Talandi um 10 prósenta flokk. Flokkur Piu Kjærsgaard í Danmörku hefur 13 prósent. Aðalmál Dansk folkeparti er andúð á innflytjendum. Ég held að hún sé ekkert miklu minni hér en í Danmörku - fer vaxandi samkvæmt skoðanakönnum. Víða skynjar maður að blundar einhver "borderline" fasismi. Enn nær þessi umræða ekki upp á yfirborðið hér. En þetta gæti verið tækifæri fyrir óprúttna menn sem hugsa sér að komast áfram í pólitík. Þetta er líka spurning um hvaða tegund af umræðu er talin húsum hæf. Hér hefur umræðan um útlendinga verið fjarska kurteisleg. En í löndum eins og Hollandi, Danmörku og Bretlandi finnur maður að hugmyndafræði fjölmenningarsamfélagsins er á undanhaldi - lykilorðið núna er fremur menningarleg aðlögun. --- --- --- Kemur það á óvart að Sturla Böðvarsson er á móti hálendisvegi? Varla. Hann vill láta fólk keyra í gegnum kjördæmið sitt. Þetta framfaramál kemst varla á dagskrá meðan þessi mikli kjördæmapotari situr.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun