Stoltur faðir og ÍR-ingur 6. mars 2005 00:01 Þeir voru margir ÍR-ingarnir sem áttu erfitt með að fela tilfinningar sínar um síðustu helgi þegar ÍR lyfti langþráðum titli í handboltanum. Einn þeirra var Hólmgeir Einarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, sem hefur lagt ómældan tíma og kraft í að gera ÍR að stórveldi í handboltanum síðustu fimmtán ár. "Ég get ekki lýst því hvernig mér leið þegar við lyftum bikarnum í Höllinni," sagði Hólmgeir þegar hann var beðinn að lýsa tilfinningum sínum um síðustu helgi. "Það var frábært að sjá árangur erfiðisins detta í hendurnar á manni. Ég rétt náði að halda aftur af tárunum en það voru ekki allir svona sterkir. Þetta eru einu launin í þessu starfi en annars hef ég aldrei séð eftir tímanum sem ég hef sett í starfið. Ekki einni mínútu." Þessi dugmikli maður er fæddur og uppalinn á Hofsósi í Skagafirði. Hann hefur alla sína tíð unnið í sjávarútvegi. "Ég hef mikið verið í slorinu og líkað vel. Svo er ég líka í fiskamerkinu þannig að mig vantar eiginlega bara sporð til að breytast í fisk," sagði Hólmgeir kátur og jákvæður eins og hann er oftast. Á sínum yngri árum var Hólmgeir í fótbolta og frjálsum íþróttum. Sérstaka áherslu lagði hann á langhlaupin enda veitti ekki af til að eyða allri orkunni sem hann býr yfir. "Ef ofvirkni hefði verið til í gamla daga þá hefði ég verið flokkaður ofvirkur. Ég gekk á sínum tíma undir nafninu Spútnik enda var ég aldrei kyrr. Ég á enn í vandræðum með að sitja aðgerðalaus," sagði Hólmgeir en hann segir að menn verði að vera svolítið ofvirkir til þess að taka þátt í hugsjónastörfum eins og hann sinnir. Það er ekki bara handboltalið ÍR sem hefur blómstrað hjá Hólmgeiri því börnin hans hafa öll látið verulega að sér kveða í íslenskum handboltaheimi. Elsti sonur hans, Einar, er atvinnumaður með Grosswallstadt í Þýskalandi og íslenskur landsliðsmaður. Dóttir Hólmgeirs, Guðrún Drífa, er einnig íslenskur landsliðsmaður enda einn besti hornamaður landsins og leikur þessa dagana með FH. Yngsti sonur Hólmgeirs, Björgvin Þór, er einnig bráðefnilegur en hann leikur með 3. flokki ÍR en er þrátt fyrir ungan aldur farinn að fá tækifæri með meistaraflokki. Skagfirðingurinn kraftmikli getur þó ekki alfarið eignað sér heiðurinn af góðu lífsverki því á bak við öfluga menn er oftast ekki síðri kona. Konan á bak við Hólmgeir Einarsson heitir Þórleif Friðriksdóttir en hún kemur einnig úr Skagafirðinum. Þau hafa verið lífsförunautar í rúm 30 ár. "Það er nauðsynlegt að eiga góðan og þolinmóðan maka til þess að geta staðið í þessu. Þar bý ég vel. Hún hefur líka ódrepandi áhuga á handbolta og hefur staðið þétt við bakið á krökkunum í gegnum súrt og sætt. Svo má ekki gleyma að hún hefur þvegið ansi margar þvottavélar af krökkunum því ósjaldan biðu þrjár fullar íþróttatöskur af skítugum æfingafötum við þvottavélina," sagði Hólmgeir en Þórleif er einnig dugleg að mæta á leiki. "Hún mætir á alla þá leiki sem hún getur og hefur gaman af. Það er ómetanlegt að hafa slíka konu á bak við sig." Uppeldisstarf fer Hólmgeiri greinilega vel og hann segist fá mikið út úr því sem hann gerir. "Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á að vinna með krökkum. Mér finnst það mjög gefandi og svo er gaman að sjá uppskeruna, sama í hvaða mynd það er," sagði Hólmgeir sem segir mikilvægt að foreldrar standi þétt við bakið á börnunum sínum. "Við sátum ekki hérna heima þegar þau komu heim af leikjum og spurðum hvað þau skoruðu mörg mörk. Við mættum á leikina. Að mínu mati skiptir það gríðarlegu máli fyrir krakkana að foreldrar séu duglegir að styðja við bakið á þeim. Þeir þurfa að vera til staðar og hjálpa þeim við að fara á réttu brautirnar því freistingarnar eru á hverju horni. Ég hef því miður í mínu starfi horft á eftir mörgum stórefnilegum íþróttamönnum hverfa á rangar brautir," sagði Hólmgeir sem er stoltur maður og fer ekki leynt með það. "Ég er stoltur faðir og ÍR-ingur. Ég er mjög ríkur maður að því leyti hvað börnunum mínum og félaginu hefur gengið vel." Hólmgeir gat ekki tekið þátt í undirbúningnum fyrir bikarúrslitaleikinn sem skyldi þar sem hann fékk kransæðastílfu eftir undanúrslitaleikinn gegn ÍBV og var nýkominn úr hjartaþræðingu þegar leikurinn fór fram. Hann þarf að fara í aðra þræðingu fljótlega. "Það var slæmt að detta svona aðeins úr hópnum fyrir bikarleikinn en Haukur Loftsson varaformaður er alveg búinn að standa sig eins og hetja. Hann á heiður skilinn fyrir sitt starf," sagði Hólmgeir, ávallt tilbúinn að hrósa öðrum. Hann segist reyndar hafa haft áhyggjur af Hauki um tíma - svo kröftuglega hafi hann unnið. "Ég sagði honum að ef hann færi ekki að slaka á þá þyrfti ég að losa rúmið við hliðina á mér á spítalanum," sagði Hólmgeir og hló dátt. Hólmgeir lítur á þetta áfall eins og hvern annan kappleik. Hann hafi fengið gula spjaldið og verði að passa sig á því að fá ekki það rauða. "Sem betur fer fékk ég bara gult spjald og ég er afskaplega þakklátur fyrir að spjaldið var gult en ekki rautt. Það sem var samt jákvæðast var að það kom alveg hópur af fólki til þess að vinna að þessum úrslitaleik fyrir okkur. Það var alveg ótrúlegt að sjá hvað fólk var viljugt að hjálpa okkur," sagði Hólmgeir sem veit manna best að íþróttafélög á Íslandi væru ekki rekin án hjálpar góðra manna og fyrirtækja. "Ef fyrirtækin sem stæðu á bak við okkur væru ekki svona sterk og góð þá væri þetta starf hvorki fugl né fiskur. Við erum mjög þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá okkar bakhjörlum," sagði Hólmgeir en næst á dagskrá hjá honum er að berjast fyrir að fá íþróttahús hjá ÍR. "Við erum landlaust félag en erum loksins komnir á teikniborðið hjá borginni og draumurinn er að leika í eigin húsi á hundrað ára afmæli félagsins sem er árið 2007," sagði Hólmgeir Einarsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Þeir voru margir ÍR-ingarnir sem áttu erfitt með að fela tilfinningar sínar um síðustu helgi þegar ÍR lyfti langþráðum titli í handboltanum. Einn þeirra var Hólmgeir Einarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, sem hefur lagt ómældan tíma og kraft í að gera ÍR að stórveldi í handboltanum síðustu fimmtán ár. "Ég get ekki lýst því hvernig mér leið þegar við lyftum bikarnum í Höllinni," sagði Hólmgeir þegar hann var beðinn að lýsa tilfinningum sínum um síðustu helgi. "Það var frábært að sjá árangur erfiðisins detta í hendurnar á manni. Ég rétt náði að halda aftur af tárunum en það voru ekki allir svona sterkir. Þetta eru einu launin í þessu starfi en annars hef ég aldrei séð eftir tímanum sem ég hef sett í starfið. Ekki einni mínútu." Þessi dugmikli maður er fæddur og uppalinn á Hofsósi í Skagafirði. Hann hefur alla sína tíð unnið í sjávarútvegi. "Ég hef mikið verið í slorinu og líkað vel. Svo er ég líka í fiskamerkinu þannig að mig vantar eiginlega bara sporð til að breytast í fisk," sagði Hólmgeir kátur og jákvæður eins og hann er oftast. Á sínum yngri árum var Hólmgeir í fótbolta og frjálsum íþróttum. Sérstaka áherslu lagði hann á langhlaupin enda veitti ekki af til að eyða allri orkunni sem hann býr yfir. "Ef ofvirkni hefði verið til í gamla daga þá hefði ég verið flokkaður ofvirkur. Ég gekk á sínum tíma undir nafninu Spútnik enda var ég aldrei kyrr. Ég á enn í vandræðum með að sitja aðgerðalaus," sagði Hólmgeir en hann segir að menn verði að vera svolítið ofvirkir til þess að taka þátt í hugsjónastörfum eins og hann sinnir. Það er ekki bara handboltalið ÍR sem hefur blómstrað hjá Hólmgeiri því börnin hans hafa öll látið verulega að sér kveða í íslenskum handboltaheimi. Elsti sonur hans, Einar, er atvinnumaður með Grosswallstadt í Þýskalandi og íslenskur landsliðsmaður. Dóttir Hólmgeirs, Guðrún Drífa, er einnig íslenskur landsliðsmaður enda einn besti hornamaður landsins og leikur þessa dagana með FH. Yngsti sonur Hólmgeirs, Björgvin Þór, er einnig bráðefnilegur en hann leikur með 3. flokki ÍR en er þrátt fyrir ungan aldur farinn að fá tækifæri með meistaraflokki. Skagfirðingurinn kraftmikli getur þó ekki alfarið eignað sér heiðurinn af góðu lífsverki því á bak við öfluga menn er oftast ekki síðri kona. Konan á bak við Hólmgeir Einarsson heitir Þórleif Friðriksdóttir en hún kemur einnig úr Skagafirðinum. Þau hafa verið lífsförunautar í rúm 30 ár. "Það er nauðsynlegt að eiga góðan og þolinmóðan maka til þess að geta staðið í þessu. Þar bý ég vel. Hún hefur líka ódrepandi áhuga á handbolta og hefur staðið þétt við bakið á krökkunum í gegnum súrt og sætt. Svo má ekki gleyma að hún hefur þvegið ansi margar þvottavélar af krökkunum því ósjaldan biðu þrjár fullar íþróttatöskur af skítugum æfingafötum við þvottavélina," sagði Hólmgeir en Þórleif er einnig dugleg að mæta á leiki. "Hún mætir á alla þá leiki sem hún getur og hefur gaman af. Það er ómetanlegt að hafa slíka konu á bak við sig." Uppeldisstarf fer Hólmgeiri greinilega vel og hann segist fá mikið út úr því sem hann gerir. "Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á að vinna með krökkum. Mér finnst það mjög gefandi og svo er gaman að sjá uppskeruna, sama í hvaða mynd það er," sagði Hólmgeir sem segir mikilvægt að foreldrar standi þétt við bakið á börnunum sínum. "Við sátum ekki hérna heima þegar þau komu heim af leikjum og spurðum hvað þau skoruðu mörg mörk. Við mættum á leikina. Að mínu mati skiptir það gríðarlegu máli fyrir krakkana að foreldrar séu duglegir að styðja við bakið á þeim. Þeir þurfa að vera til staðar og hjálpa þeim við að fara á réttu brautirnar því freistingarnar eru á hverju horni. Ég hef því miður í mínu starfi horft á eftir mörgum stórefnilegum íþróttamönnum hverfa á rangar brautir," sagði Hólmgeir sem er stoltur maður og fer ekki leynt með það. "Ég er stoltur faðir og ÍR-ingur. Ég er mjög ríkur maður að því leyti hvað börnunum mínum og félaginu hefur gengið vel." Hólmgeir gat ekki tekið þátt í undirbúningnum fyrir bikarúrslitaleikinn sem skyldi þar sem hann fékk kransæðastílfu eftir undanúrslitaleikinn gegn ÍBV og var nýkominn úr hjartaþræðingu þegar leikurinn fór fram. Hann þarf að fara í aðra þræðingu fljótlega. "Það var slæmt að detta svona aðeins úr hópnum fyrir bikarleikinn en Haukur Loftsson varaformaður er alveg búinn að standa sig eins og hetja. Hann á heiður skilinn fyrir sitt starf," sagði Hólmgeir, ávallt tilbúinn að hrósa öðrum. Hann segist reyndar hafa haft áhyggjur af Hauki um tíma - svo kröftuglega hafi hann unnið. "Ég sagði honum að ef hann færi ekki að slaka á þá þyrfti ég að losa rúmið við hliðina á mér á spítalanum," sagði Hólmgeir og hló dátt. Hólmgeir lítur á þetta áfall eins og hvern annan kappleik. Hann hafi fengið gula spjaldið og verði að passa sig á því að fá ekki það rauða. "Sem betur fer fékk ég bara gult spjald og ég er afskaplega þakklátur fyrir að spjaldið var gult en ekki rautt. Það sem var samt jákvæðast var að það kom alveg hópur af fólki til þess að vinna að þessum úrslitaleik fyrir okkur. Það var alveg ótrúlegt að sjá hvað fólk var viljugt að hjálpa okkur," sagði Hólmgeir sem veit manna best að íþróttafélög á Íslandi væru ekki rekin án hjálpar góðra manna og fyrirtækja. "Ef fyrirtækin sem stæðu á bak við okkur væru ekki svona sterk og góð þá væri þetta starf hvorki fugl né fiskur. Við erum mjög þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá okkar bakhjörlum," sagði Hólmgeir en næst á dagskrá hjá honum er að berjast fyrir að fá íþróttahús hjá ÍR. "Við erum landlaust félag en erum loksins komnir á teikniborðið hjá borginni og draumurinn er að leika í eigin húsi á hundrað ára afmæli félagsins sem er árið 2007," sagði Hólmgeir Einarsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira