Viðskipti innlent

Tímamót hjá Avion-flugfélaginu

Avion Group hefur fengið afhenta Boeing 747-400 flugvél sem var áður skráð í flugflota Singapore Airlines. Vélin verður í rekstri hjá Air Atlanta Icelandic, dótturfélagi Avion Group.Þetta er þriðja Boeing 747-400 flugvélin í flota Air Atlanta Icelandic en fyrstu tvær eru í verkefni hjá spænska flugfélaginu Iberia. Þriðju B 747-400 vélinni verður breytt úr farþegavél í fraktvél hjá Israeli Aircraft Industries í Tel Aviv. Þetta verður fyrsta fraktvélin af þessari gerð á íslenskri skrá. Að sögn Hafþórs Hafþórsson, framkvæmdastjóra Avion Group, eru þetta viss tímamót í rekstri Air Atlanta Icelandic. Boeing 747-400 fraktvélin er mun sparneytnari og tæknilegri en eldri gerðir og getur borið mun meira af frakt yfir lengri vegalengd. Vélin er með lægsta rekstrarkostnað á hvern tonn kílometra á markaðnum sem kemur viðskiptavinum Air Atlanta Icelandic til góða. Með þessu hefur félagið haldið markvisst áfram endurnýjun Boeing 747 flugflotans





Fleiri fréttir

Sjá meira


×