"Það er yfirleitt styttra hár sem er í tísku á sumrin en núna er síða hárið líka í tísku. Ljósa hárið sem var inni síðasta sumar víkur fyrir hári með karamellublæ. Það má segja að það sé "cafe latte"-litur," segir Hanna Kristín og hlær. "Ljósu litirnir verða líka notaðir með en í minna mæli en í fyrra. Síðan er hárið mjög tjásað og allt út í styttum. Síðan er það förðunin sem er afskaplega náttúruleg og falleg," segir Hanna Kristín.
Tískan í vor og sumar verður vissulega frjálsleg en jafnframt afskaplega fáguð og flott. Hún er fersk og eilítið ungleg sem fer vel með tískunni í vor og sumar. Hárið er tjásað fram í andlitið til að setja fallegan svip á andlitið. Hárið virkar silkimjúkt og getur hver sem er litið út eins og fín og flott kvikmyndastjarna beint frá Hollywood.
