Sport

Mike Tyson í kickbox?

Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum í þungavigt, stefnir á endurkomu þann 25. júní í Washington i Bandaríkjunum. Tyson hefur ekki slegist síðan hann beið lægri hlut gegn Bretanum Danny Williams í júlí á síðasta ári. Samkvæmt fregnum frá Bandaríkjunum hefur Tyson óskað eftir hjálp þjálfara úr thai-kickbox heiminum til að undirbúa sig fyrir bardagann. "Við erum tilbúnir að taka við honum svo lengi sem hann bítur ekki eyrun af fólki inni í hringnum eða kýlir einhvern utan hringsins," var haft eftir einum aðila úr thai-kickbox hreyfingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×