Lífið

Tvíburaturnar rísa í Singapore

Við höfnina í Singapore stendur til að reisa tvíburaturna sem verða meðal tíu hæstu íbúðarhúsa í heiminum, en turnarnir verða hluti af einni byggingu sem kallast Seglið. Hönnuðurinn er arkitektinn Peter Pran hjá NBBJ, sem er ein stærsta arkitektastofa í Ameríku, og sótti hann sér innblástur í segl skipa við hönnun turnanna. Annar turninn mun heita Marina Bay-turninn og verður 245 metra hár með 70 hæðum. Hinn heitir Central Park-turninn og verður 215 metra hár og á 63 hæðum. Áætlað er að byggingu þeirra ljúki árið 2009.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×