Lífið

Upplitast ekki

Svokallaðar PVC-hurðir eru meðal nýjunga í útihurðum hér á landi. Í Þýskalandi, Bretlandi og víðar í Evrópu hafa gluggar og hurðir framleidd úr PVC-u náð miklum meirihluta framleiðsluhlutfalls, en þetta eru hurðir sem eru nánast viðhaldsfríar. Þær upplitast ekki og þarf aldrei að mála þær, og eru þær alltaf sem nýjar. Hurðirnar fást hjá Plastgluggaverksmiðjunni og eru framleiddar úr viðhaldsfríu PVC-u, en þær eru með tvöföldum þéttingum og sjö punkta læsingum og eru því algjörlega þéttar. Einnig fást hurðirnar með þriggja punkta raflæsingum, sem er algjör bylting fyrir fjölbýlishús með dyrasímum vegna þess hversu öruggar og þéttar þessar læsingar eru. Hurðir úr PVC-u eru jafnframt algjörlega ónæmar fyrir efnum eins og sementi, kalki og salti. Meðalverð á PVC-u hurð frá PGV ehf. án bréfalúgu er um 69 þúsund krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×