Sinnaskipti eða hrakningar? 17. mars 2005 00:01 Framför Íslands undangengin ár er ótvíræð. Landið hefur skipt um ásjónu: það er engu líkara en landið hafi einnig skipt um ábúendur, en svo er þó ekki nema að litlu leyti. Í þessum dálki og tveim öðrum langar mig að velta upp ýmsum hliðum þeirrar þróunar, sem hér hefur átt sér stað að undanförnu og heldur áfram, og stikla á stóru. Skoðum forsöguna fyrst. Ísland var bláfátækt um aldamótin 1900: þjóðin hafði varla neitt til neins, hér stóð varla steinn yfir steini. Ísland var eymdartákn að bókmenntum landsins einum undan skildum, ekki aðeins í augum útlendinga, heldur einnig í augum Íslendinga sjálfra – líkt og Afríka er eymdartákn á okkar dögum. Íslendingar voru um aldamótin 1900 hálfdrættingar á við Dani, og nú stöndum við jafnfætis Dönum. Tekjur á mann á Íslandi hafa tólffaldazt síðustu hundrað ár, tekjur á mann í Danmörku hafa sexfaldazt. Þessi árangur er markverður m.a. fyrir þá sök, að Íslendingum voru lengi eins og Írum mislagðar hendur í efnahagsmálum, að ekki sé meira sagt. Landið var reyrt í víðtæka viðskiptafjötra frá 1930 til 1960 og losnaði ekki nema til hálfs úr viðjunum í viðreisnarbyltingunni 1960 og hefur ekki enn náð fullum frelsisþroska. Viðjarnar skertu kjör þjóðarinnar og kölluðu á skuldasöfnun í útlöndum til að vega á móti kjaraskerðingunni af völdum vondrar hagstjórnar. Önnur afleiðing var mikil verðbólga, einkum frá 1970 til 1990 – næstmesta verðbólga á OECD-svæðinu á eftir Tyrklandi. Verðbólgan bitnaði á arðsemi fjárfestingar og gróf undan efnahagslífinu með því móti og ýtti um leið undir óhóflega skuldasöfnun í útlöndum. Af hverju stafaði óstjórnin? Sumpart helgaðist hún af kjördæmaskipan, sem tefldi völdum og áhrifum í hendur dreifbýlis á kostnað þéttbýlis. Viðskiptaviðjarnar 1930-1960 voru skilgetið afkvæmi þeirrar skoðunar, að dreifbýli væri æðra þéttbýli og nauðsyn bæri til að hefta straum fólksins úr sveitunum og þau öfl, sem knúðu strauminn áfram – markaðsöflin. Það lifir enn í þessum gömlu glæðum. Þrálát staðsetning Reykjavíkurflugvallar á rándýru byggingarlandi í miðri Reykjavík er t.a.m. byggðamál, enda berjast nokkrir þingmenn utan af landi gegn því með oddi og eggju, að Reykjavík verði leyst af klafanum og fái að dafna í friði. Þessir þingmenn hegða sér eins og menn, sem hafa tjaldað í túninu heima hjá öðrum – nei, inni í stofu! – og bregðast ókvæða við, ef eigandinn biður þá að gera svo vel að færa sig um set. Það hefur verið landsbyggðarslagsíða á kjördæmaskipaninni frá fyrstu tíð, eins og Hannes Hafstein lýsti strax á fyrstu árum heimastjórnar og varaði við. Alþingi hefur brugðizt við vandanum smám saman með því að tryggja jöfnuð á milli flokka, en það er falskur jöfnuður, af því að útkoman er landsbyggðarslagsíða á flokkunum öllum. Kjördæmaskipanin var samt ekki eini fúni burðarásinn í innviðum efnahagslífsins á öldinni sem leið. Vinnumarkaðsskipanin frá 1938 bauð upp á þráfelldan ófrið milli verkalýðs og vinnuveitenda, og ríkisrekstur bankakerfisins bauð upp á sóun, sukk og spillingu. Átökum á vinnumarkaði lyktaði iðulega með kjarasamningum, sem engin leið var að efna, svo að stjórnvöld töldu sig þá nauðbeygð til að leysa vinnuveitendur úr snörunni með því að fella handa þeim gengi krónunnar eða prenta peninga, og afleiðingin var mikil verðbólga. Umbjóðendur verklýðsfélaganna litu þó svo á, að þeir væru að reyna að endurheimta fyrri kaupmátt, sem hafði verið hafður af þeim með verðbólgu: menn köstuðu sökinni hver á annan. Þessi vinnumarkaðsskipan stendur enn, en eigi að síður hafa róstur á vinnumarkaði verið minni en áður, og kjarasamningar hafa jafnan verið hóflegir síðan 1990 borið saman við fyrri tíð. Þessi umskipti eru yfirleitt kennd við þjóðarsáttarsamninga 1990, en það er rangnefni, því að þjóðarsáttin var innsigluð með valdboði – bráðabirgðalögum – um kjör háskólamanna skömmu síðar. Og þá vaknar þessi spurning: hvers vegna byrjuðu menn allt í einu að semja um hóflega hækkun kauplags? Menn virðast margir hafa litið svo á, að verklýðsforustan og vinnuveitendur hafi skyndilega skipt um skoðun og ákveðið upp á sitt eindæmi að fara nýjar leiðir. Gylfi Zoëga prófessor andmælir þessari skoðun í grein, sem mun birtast fljótlega í Fjármálatíðindum, og það hefur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur einnig gert á fundum og í útvarpi. Þeir færa rök að því, að breyttar aðstæður – gjaldþrot, aukið atvinnuleysi – hafi neytt verklýðsforustuna til að skipta um aðferð. Þessar breyttu aðstæður spruttu svo aftur af breyttri stjórn efnahagsmála – vaxtafrelsi, verðtryggingu o.fl. – árin næst á undan. Af hverju stafaði stefnubreytingin? Sinnaskiptum eða hrakningum? Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Framför Íslands undangengin ár er ótvíræð. Landið hefur skipt um ásjónu: það er engu líkara en landið hafi einnig skipt um ábúendur, en svo er þó ekki nema að litlu leyti. Í þessum dálki og tveim öðrum langar mig að velta upp ýmsum hliðum þeirrar þróunar, sem hér hefur átt sér stað að undanförnu og heldur áfram, og stikla á stóru. Skoðum forsöguna fyrst. Ísland var bláfátækt um aldamótin 1900: þjóðin hafði varla neitt til neins, hér stóð varla steinn yfir steini. Ísland var eymdartákn að bókmenntum landsins einum undan skildum, ekki aðeins í augum útlendinga, heldur einnig í augum Íslendinga sjálfra – líkt og Afríka er eymdartákn á okkar dögum. Íslendingar voru um aldamótin 1900 hálfdrættingar á við Dani, og nú stöndum við jafnfætis Dönum. Tekjur á mann á Íslandi hafa tólffaldazt síðustu hundrað ár, tekjur á mann í Danmörku hafa sexfaldazt. Þessi árangur er markverður m.a. fyrir þá sök, að Íslendingum voru lengi eins og Írum mislagðar hendur í efnahagsmálum, að ekki sé meira sagt. Landið var reyrt í víðtæka viðskiptafjötra frá 1930 til 1960 og losnaði ekki nema til hálfs úr viðjunum í viðreisnarbyltingunni 1960 og hefur ekki enn náð fullum frelsisþroska. Viðjarnar skertu kjör þjóðarinnar og kölluðu á skuldasöfnun í útlöndum til að vega á móti kjaraskerðingunni af völdum vondrar hagstjórnar. Önnur afleiðing var mikil verðbólga, einkum frá 1970 til 1990 – næstmesta verðbólga á OECD-svæðinu á eftir Tyrklandi. Verðbólgan bitnaði á arðsemi fjárfestingar og gróf undan efnahagslífinu með því móti og ýtti um leið undir óhóflega skuldasöfnun í útlöndum. Af hverju stafaði óstjórnin? Sumpart helgaðist hún af kjördæmaskipan, sem tefldi völdum og áhrifum í hendur dreifbýlis á kostnað þéttbýlis. Viðskiptaviðjarnar 1930-1960 voru skilgetið afkvæmi þeirrar skoðunar, að dreifbýli væri æðra þéttbýli og nauðsyn bæri til að hefta straum fólksins úr sveitunum og þau öfl, sem knúðu strauminn áfram – markaðsöflin. Það lifir enn í þessum gömlu glæðum. Þrálát staðsetning Reykjavíkurflugvallar á rándýru byggingarlandi í miðri Reykjavík er t.a.m. byggðamál, enda berjast nokkrir þingmenn utan af landi gegn því með oddi og eggju, að Reykjavík verði leyst af klafanum og fái að dafna í friði. Þessir þingmenn hegða sér eins og menn, sem hafa tjaldað í túninu heima hjá öðrum – nei, inni í stofu! – og bregðast ókvæða við, ef eigandinn biður þá að gera svo vel að færa sig um set. Það hefur verið landsbyggðarslagsíða á kjördæmaskipaninni frá fyrstu tíð, eins og Hannes Hafstein lýsti strax á fyrstu árum heimastjórnar og varaði við. Alþingi hefur brugðizt við vandanum smám saman með því að tryggja jöfnuð á milli flokka, en það er falskur jöfnuður, af því að útkoman er landsbyggðarslagsíða á flokkunum öllum. Kjördæmaskipanin var samt ekki eini fúni burðarásinn í innviðum efnahagslífsins á öldinni sem leið. Vinnumarkaðsskipanin frá 1938 bauð upp á þráfelldan ófrið milli verkalýðs og vinnuveitenda, og ríkisrekstur bankakerfisins bauð upp á sóun, sukk og spillingu. Átökum á vinnumarkaði lyktaði iðulega með kjarasamningum, sem engin leið var að efna, svo að stjórnvöld töldu sig þá nauðbeygð til að leysa vinnuveitendur úr snörunni með því að fella handa þeim gengi krónunnar eða prenta peninga, og afleiðingin var mikil verðbólga. Umbjóðendur verklýðsfélaganna litu þó svo á, að þeir væru að reyna að endurheimta fyrri kaupmátt, sem hafði verið hafður af þeim með verðbólgu: menn köstuðu sökinni hver á annan. Þessi vinnumarkaðsskipan stendur enn, en eigi að síður hafa róstur á vinnumarkaði verið minni en áður, og kjarasamningar hafa jafnan verið hóflegir síðan 1990 borið saman við fyrri tíð. Þessi umskipti eru yfirleitt kennd við þjóðarsáttarsamninga 1990, en það er rangnefni, því að þjóðarsáttin var innsigluð með valdboði – bráðabirgðalögum – um kjör háskólamanna skömmu síðar. Og þá vaknar þessi spurning: hvers vegna byrjuðu menn allt í einu að semja um hóflega hækkun kauplags? Menn virðast margir hafa litið svo á, að verklýðsforustan og vinnuveitendur hafi skyndilega skipt um skoðun og ákveðið upp á sitt eindæmi að fara nýjar leiðir. Gylfi Zoëga prófessor andmælir þessari skoðun í grein, sem mun birtast fljótlega í Fjármálatíðindum, og það hefur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur einnig gert á fundum og í útvarpi. Þeir færa rök að því, að breyttar aðstæður – gjaldþrot, aukið atvinnuleysi – hafi neytt verklýðsforustuna til að skipta um aðferð. Þessar breyttu aðstæður spruttu svo aftur af breyttri stjórn efnahagsmála – vaxtafrelsi, verðtryggingu o.fl. – árin næst á undan. Af hverju stafaði stefnubreytingin? Sinnaskiptum eða hrakningum? Meira næst.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun