Laun almennra bankamanna há 17. mars 2005 00:01 Laun æðstu yfirmanna á almennum vinnumarkaði komast ekki nálægt launum almennra starfsmanna í bönkunum, samkvæmt könnunum Hagstofunnar og Morgunblaðsins. Könnun Hagstofunnar á launum á tímabilinu frá því í október 2003 til október í fyrra sýnir að laun hafa hækkað um 5,3 prósent að meðaltali á tímabilinu. Laun kvenna hækka talsvert meira en laun karla, eða um rösk sex prósent, en karla um tæp fimm prósent. Þá hafa laun hækkað heldur meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og verkamannalaun hækkuðu hlutfallslega mest. Ef skoðuð eru heildarlaun með öllu og öllu sést að verkafólk, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk, og skrifstofufólk er með lægstu heildarlaunin - frá rösklega 226 þúsund krónum upp í rösklega 232 þúsund krónur. Í hæsta flokki eru svo sérfræðingar, tæknar og sérmenntað starfsfólk með allt upp í 423 þúsund og stjórnendur eru á toppnum á hinum almenna vinnumarkaði með um 459 þúsund krónur. Hærra verður ekki komist í þessari könnun Hagstofunnar en í könnun sem Morgunblaðið gerði á launagreiðslum fyrirtækja, sem skráð voru í Kauphöll Íslands í fyrra, blasa allt aðrar tölur við. Þar kemur í ljós að meðallaun í stóru bönkunum þremur eru um 600 þúsund krónur á mánuði og áður en þessi tala er fundin er búið að draga frá launa- og hlunnindagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna bankanna á síðasta ári. Sem sagt, meðallaun bankastarfsmanna eru 140 þúsund krónum hærri en meðallaun stjórnenda fyrirtækja á hinum almenna vinnumarkaði. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að þessar tölur séu hærri en launakönnun sem gerð var snemma á síðasta ári gaf til kynna. Skýringin gæti því verið óvenju mikil yfirvinna banakstarfsmanna eftir að nýju íbúðalánin komu á markað, hlutfall sérfræðinga meðal almennra bankamanna fari líka ört hækkandi og þónokkrir fái líka árangurstengd laun sem geti verið drjúg búbót á uppgangstímum eins og verið hafa. En hvernig sem því er velt þá virðist það liðin tíð að fólk þurfi að hálf skammast sín fyrir að vinna „bara“ í banka, vegna lágra launa sem tíðkuðust þegar ríkið átti þá, en fólk vildi heldur vinna í banka en að gera ekki neitt. Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira
Laun æðstu yfirmanna á almennum vinnumarkaði komast ekki nálægt launum almennra starfsmanna í bönkunum, samkvæmt könnunum Hagstofunnar og Morgunblaðsins. Könnun Hagstofunnar á launum á tímabilinu frá því í október 2003 til október í fyrra sýnir að laun hafa hækkað um 5,3 prósent að meðaltali á tímabilinu. Laun kvenna hækka talsvert meira en laun karla, eða um rösk sex prósent, en karla um tæp fimm prósent. Þá hafa laun hækkað heldur meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og verkamannalaun hækkuðu hlutfallslega mest. Ef skoðuð eru heildarlaun með öllu og öllu sést að verkafólk, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk, og skrifstofufólk er með lægstu heildarlaunin - frá rösklega 226 þúsund krónum upp í rösklega 232 þúsund krónur. Í hæsta flokki eru svo sérfræðingar, tæknar og sérmenntað starfsfólk með allt upp í 423 þúsund og stjórnendur eru á toppnum á hinum almenna vinnumarkaði með um 459 þúsund krónur. Hærra verður ekki komist í þessari könnun Hagstofunnar en í könnun sem Morgunblaðið gerði á launagreiðslum fyrirtækja, sem skráð voru í Kauphöll Íslands í fyrra, blasa allt aðrar tölur við. Þar kemur í ljós að meðallaun í stóru bönkunum þremur eru um 600 þúsund krónur á mánuði og áður en þessi tala er fundin er búið að draga frá launa- og hlunnindagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna bankanna á síðasta ári. Sem sagt, meðallaun bankastarfsmanna eru 140 þúsund krónum hærri en meðallaun stjórnenda fyrirtækja á hinum almenna vinnumarkaði. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að þessar tölur séu hærri en launakönnun sem gerð var snemma á síðasta ári gaf til kynna. Skýringin gæti því verið óvenju mikil yfirvinna banakstarfsmanna eftir að nýju íbúðalánin komu á markað, hlutfall sérfræðinga meðal almennra bankamanna fari líka ört hækkandi og þónokkrir fái líka árangurstengd laun sem geti verið drjúg búbót á uppgangstímum eins og verið hafa. En hvernig sem því er velt þá virðist það liðin tíð að fólk þurfi að hálf skammast sín fyrir að vinna „bara“ í banka, vegna lágra launa sem tíðkuðust þegar ríkið átti þá, en fólk vildi heldur vinna í banka en að gera ekki neitt.
Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira