Hverfið mitt 21. mars 2005 00:01 Ég bý í frábæru hverfi hérna á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, hverfið er eiginlega svona 101 Köben og er mjög blandað. Það er moska við hliðina á kaffihúsinu okkar strákanna og hingað streyma múslimarnir til bæna oft á dag, aðeins ofar er svo félagsmiðstöð Afríkubúa og eru þeir oft mjög skrautlegir til fara. Í götunni minni er svo Sushi staður sem heitir Selfish og er í eigu Kauro sem er Japani, pitsustaðurinn Hugos sem er í eigu Írana og "take awaystaðurinn" Kazims Kitchen en þar er eigandinn tyrkneskur. Á einu horninu er svo Osbourne´s sem er í eigu Englendings og er fótboltabar hverfisins en beint á móti okkur er svo The Bagel Company sem er í eigu Gyðings að ógleymdri Maríu sem á tehúsið Tea Time en hún er frá New York ! Svo er náttúrlega kaffihúsið sem er í eigu íslensku mafíunnar, en það nafn fengum við fljótlega eftir komu okkar í hverfið, meint í gríni að sjálfsögðu. Þetta er sem sagt svona fjölþjóðlegt samfélag og virkar svona líka glimrandi vel. Það sem mér finnst svo frábært við hverfið mitt er að það er mjög mikil samkennd hérna og allir til í að hjálpa öllum. Við strákarnir vorum til dæmis að vinna eitt kvöldið við að byggja staðinn okkar, búnir að vera fjórtán tímana upp á dag í tvo og hálfan mánuð þegar Kauro birtist allt í einu með risastóran bakka af flottustu sushi-bitum sem ég hef séð. Klukkan var um átta og við vorum um það bil að fara að panta pitsu í sjötugasta skiptið. Þetta var fallegt sumarkvöld og ég mun aldrei gleyma því hvað ég og við allir vorum undrandi og þakklátir fyrir þennan vinargreiða. Svo settumst við allir við eina borðið sem búið var að smíða, drulluskítugir upp fyrir haus í vinnugöllunum með sag og verkfæri út um allt og gæddum okkur á sushi ! Í annað skipti fengum við svo pitsur frá Hugos, og undantekningalaust fengum við afslátt á "take away" kaffi og samlokum frá fyrirtækjunum í götunni. Þegar svo kom að því að opna staðinn þá streymdu til okkar gjafir í formi konfekts, kampavíns og rauðvínsflaskna, bóka , blómvanda og fleira. Við vorum bókstaflega orðlausir. Vðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum þó að ekki séu biðraðir eins og sagt hefur verið frá heima. Þessi velgengni er ekki síst því að þakka að staðurinn er í eigu okkar fjögurra þar sem fjármálunum er stjórnað af Brynjólfi Garðarssyni framkvæmdastjóra sem einnig er meistarakokkur og eldar mat á staðnum ásamt yfirkokkinum Þóri Bergssyni sem heimtar kaffi reglulega frá veitingastjóranum Ingva Steinari Ólafssyni sem stýrir barnum og salnum. Ég aðstoða svo Ingva í salnum og er í gríni kallaður yfirmaður þróunarsviðs ! Annars erum við að bíða eftir sumrinu og erum bara hressir. Kveðja Frikki Hús og heimili Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Ég bý í frábæru hverfi hérna á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, hverfið er eiginlega svona 101 Köben og er mjög blandað. Það er moska við hliðina á kaffihúsinu okkar strákanna og hingað streyma múslimarnir til bæna oft á dag, aðeins ofar er svo félagsmiðstöð Afríkubúa og eru þeir oft mjög skrautlegir til fara. Í götunni minni er svo Sushi staður sem heitir Selfish og er í eigu Kauro sem er Japani, pitsustaðurinn Hugos sem er í eigu Írana og "take awaystaðurinn" Kazims Kitchen en þar er eigandinn tyrkneskur. Á einu horninu er svo Osbourne´s sem er í eigu Englendings og er fótboltabar hverfisins en beint á móti okkur er svo The Bagel Company sem er í eigu Gyðings að ógleymdri Maríu sem á tehúsið Tea Time en hún er frá New York ! Svo er náttúrlega kaffihúsið sem er í eigu íslensku mafíunnar, en það nafn fengum við fljótlega eftir komu okkar í hverfið, meint í gríni að sjálfsögðu. Þetta er sem sagt svona fjölþjóðlegt samfélag og virkar svona líka glimrandi vel. Það sem mér finnst svo frábært við hverfið mitt er að það er mjög mikil samkennd hérna og allir til í að hjálpa öllum. Við strákarnir vorum til dæmis að vinna eitt kvöldið við að byggja staðinn okkar, búnir að vera fjórtán tímana upp á dag í tvo og hálfan mánuð þegar Kauro birtist allt í einu með risastóran bakka af flottustu sushi-bitum sem ég hef séð. Klukkan var um átta og við vorum um það bil að fara að panta pitsu í sjötugasta skiptið. Þetta var fallegt sumarkvöld og ég mun aldrei gleyma því hvað ég og við allir vorum undrandi og þakklátir fyrir þennan vinargreiða. Svo settumst við allir við eina borðið sem búið var að smíða, drulluskítugir upp fyrir haus í vinnugöllunum með sag og verkfæri út um allt og gæddum okkur á sushi ! Í annað skipti fengum við svo pitsur frá Hugos, og undantekningalaust fengum við afslátt á "take away" kaffi og samlokum frá fyrirtækjunum í götunni. Þegar svo kom að því að opna staðinn þá streymdu til okkar gjafir í formi konfekts, kampavíns og rauðvínsflaskna, bóka , blómvanda og fleira. Við vorum bókstaflega orðlausir. Vðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum þó að ekki séu biðraðir eins og sagt hefur verið frá heima. Þessi velgengni er ekki síst því að þakka að staðurinn er í eigu okkar fjögurra þar sem fjármálunum er stjórnað af Brynjólfi Garðarssyni framkvæmdastjóra sem einnig er meistarakokkur og eldar mat á staðnum ásamt yfirkokkinum Þóri Bergssyni sem heimtar kaffi reglulega frá veitingastjóranum Ingva Steinari Ólafssyni sem stýrir barnum og salnum. Ég aðstoða svo Ingva í salnum og er í gríni kallaður yfirmaður þróunarsviðs ! Annars erum við að bíða eftir sumrinu og erum bara hressir. Kveðja Frikki
Hús og heimili Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp