Skyggnin lengja sumarið 28. mars 2005 00:01 "Svona gardínur lengja sumarið hjá fólki í báða enda því þær halda ylnum á veröndinni, sérstaklega þar sem gasofn hjálpar upp á hitastigið," segir Birgir Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá Pílugluggatjöldum. Hann er meðal þeirra sem selja þessa vöru hér á landi og segir eftirspurnina sífellt að aukast. Í sama streng tekur Víðir Guðmundsson hjá Seglagerðinni Ægi sem er einnig meðal söluaðila og hóf að framleiða svona sólskyggni í fyrra. Víðir tekur þó fram að þegar vindurinn blási lárétt þýði ekkert að vera með skyggnin uppi og þá sé fljótlegt að vinda þau inn, annað hvort með sveif eða rafmótor og fjarstýringu. Skyggnin eru líka kölluð markísur á frekar vondu máli. "Maður skilur þetta ekki eftir uppi við hér á Íslandi, nema þegar best er og blíðast. En til eru vindmælar sem fólk getur sett upp og stillt á vissan vindhraða og þá fer dúkurinn inn," upplýsir Víðir. Dúkurinn í skyggnunum er til í ýmsum litum og með mismunandi mynstrum. Þau eru því ekki bara notadrjúg heldur líka til prýði. Efnið er níðsterkt og er meðal annars notað í segl á skipum. Það er varið með silikonáferð og hvorki myglar né fúnar þótt það sé rakt og getur verið úti yfir veturinn í sérstöku hylki sem er utan um það, að sögn Víðis. Bæði hjá Pílugluggatjöldum og Seglagerðinni Ægi er boðið upp á fulla þjónustu við máltöku og uppsetningu skyggnanna. Hjá Hjá Seglagerðinni Ægi er afgreiðslufrestur aðeins nokkrir dagar en í Pílugluggatjöldum er hann 4 til 6 vikur því skyggnin eru framleidd á Spáni. Fullt samræmi þarf að vera í breidd og lengd skyggnanna. Verðið á skyggni í stærðinni 3x2.60 er um 100 þúsund krónur hjá Seglagerðinni Ægi fyrir utan uppsetningu og mótor. Birgir í Pílutjöldum segir verð hafa lækkað um 10% frá því í fyrra, vegna gengisbreytinga. Þar kostar skyggni í stærðinni 6x3 um 130 þúsund. Mótor kostar í kringum 150 þúsund. Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
"Svona gardínur lengja sumarið hjá fólki í báða enda því þær halda ylnum á veröndinni, sérstaklega þar sem gasofn hjálpar upp á hitastigið," segir Birgir Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá Pílugluggatjöldum. Hann er meðal þeirra sem selja þessa vöru hér á landi og segir eftirspurnina sífellt að aukast. Í sama streng tekur Víðir Guðmundsson hjá Seglagerðinni Ægi sem er einnig meðal söluaðila og hóf að framleiða svona sólskyggni í fyrra. Víðir tekur þó fram að þegar vindurinn blási lárétt þýði ekkert að vera með skyggnin uppi og þá sé fljótlegt að vinda þau inn, annað hvort með sveif eða rafmótor og fjarstýringu. Skyggnin eru líka kölluð markísur á frekar vondu máli. "Maður skilur þetta ekki eftir uppi við hér á Íslandi, nema þegar best er og blíðast. En til eru vindmælar sem fólk getur sett upp og stillt á vissan vindhraða og þá fer dúkurinn inn," upplýsir Víðir. Dúkurinn í skyggnunum er til í ýmsum litum og með mismunandi mynstrum. Þau eru því ekki bara notadrjúg heldur líka til prýði. Efnið er níðsterkt og er meðal annars notað í segl á skipum. Það er varið með silikonáferð og hvorki myglar né fúnar þótt það sé rakt og getur verið úti yfir veturinn í sérstöku hylki sem er utan um það, að sögn Víðis. Bæði hjá Pílugluggatjöldum og Seglagerðinni Ægi er boðið upp á fulla þjónustu við máltöku og uppsetningu skyggnanna. Hjá Hjá Seglagerðinni Ægi er afgreiðslufrestur aðeins nokkrir dagar en í Pílugluggatjöldum er hann 4 til 6 vikur því skyggnin eru framleidd á Spáni. Fullt samræmi þarf að vera í breidd og lengd skyggnanna. Verðið á skyggni í stærðinni 3x2.60 er um 100 þúsund krónur hjá Seglagerðinni Ægi fyrir utan uppsetningu og mótor. Birgir í Pílutjöldum segir verð hafa lækkað um 10% frá því í fyrra, vegna gengisbreytinga. Þar kostar skyggni í stærðinni 6x3 um 130 þúsund. Mótor kostar í kringum 150 þúsund.
Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira