Menning

Magnað og spennandi andrúmsloft

"Námið er byggt á aðalnámsskrá framhaldsskóla og er eins árs fullt nám, ætlað þeim sem hyggja á framhaldsnám í hönnun eða myndlist. Við höfum lagt áherslu á að hafa námið nokkuð opið þannig að fólk læri ákveðin vinnubrögð sem við teljum að séu því notadrjúg, hvort sem það tekur sér fyrir hendur nám í arkitektúr, myndlist eða eitthvað annað á þessu sviði. Við leggjum líka áherslu á teikningu og lita- og formskoðun. Nemendur byggja síðan á þessum grunni og leika meira lausum hala við sína verkefnavinnu í seinni hluta námsins. Yfirleitt tengjast verkefnin þá þeim brautum sem nemendurnir eru að hugsa um að feta í framhaldinu. Aldurstakmörk í deildina eru 18 ár og fólk þarf að hafa lokið 104 einingum í framhaldsskóla. Margir eru með stúdentspróf en það er ekki skilyrði en hinsvegar þarf fólk að hafa lokið um þriggja ára framhaldsskólanámi í almennum greinum. Við leggjum áherslu á að allir þeir sem kenna hjá okkur séu starfandi myndlistarmenn og hönnuðir. Okkur finnst það gefa góða raun. Nemendur eru í einu fagi í nokkrar vikur í senn frá klukkan níu til þrjú og vinna heimavinnuna sína eftir það. Þeir eru þá á kafi í því sem þeir eru að gera með fagfólki þennan tíma. Þetta skapar magnað og spennandi andrúmsloft. Og þótt námið byggi að mestu á verklegum þáttum þá skiptir fræðilegi þátturinn líka miklu máli. Við fáum inn frábæra fyrirlesara úr öllum mögulegum áttum. Þeir nemendur sem hafa farið í gegnum deildina á síðustu árum eru flestir komnir í framhaldsnám í tengslum við myndlist eða hönnun. Auk náms á myndlistar- og hönnunarsviði er hægt að stunda fullt nám í Myndlistarskólanum í keramikdeild og/eða taka kúrsa á kvöldnámskeiðum sem eru valáfangar á framhaldsskólastigi þar sem kennd er módelteikning, keramik og litafræði og margt fleira."
María Gísladóttir með glerverk sem hún hugsar sér sem gegnsætt hótel.Mynd/E.Ól
Hanna Birna Geirmundsdóttir vinnur að gerð skúlptúrs.Mynd/E.Ól





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.