Leikskóli þar sem ekki skín sól 30. mars 2005 00:01 Nú eru flokksbræðurnir Alfreð Þorsteinsson og Árni Magnússon komnir í hár saman vegna niðurfellingar leikskólagjalda. R-listinn stefnir að því að nota þetta mál í kosningunum eftir ár - það er að segja ef hann hangir enn saman - en Framsóknarflokkurinn hugsar sér líka gott til glóðarinnar; ekki minni maður en Halldór Ásgrímsson ræddi um leikskólagjöldin í setningarræðu flokksþings Framsóknar. Árni Magnússon vill að sveitarfélögin geri þetta í samstarfi við ríkið, en R-listinn kærir sig ekki um að bíða eftir því. Hlutir geta líka verið býsna þungir í vöfum þegar ríkið og borgin þurfa að vinna saman. Strákurinn minn gengur í leikskólann Öldukot á Öldugötu. Þetta er prýðileg stofnun, frábært starfsfólk, en það er einn galli. Varla sér til sólar í garðinum vegna þess að Landakotsspítali skyggir á. Leikskólinn og foreldrarnir hafa lengi reynt að fá afnot af litlum reit utan leikskólagirðingarinnar þar sem von er að sól geti skinið á börnin, mili leikskólans og gamla Stýrimannaskólans. Á þessum bletti er ekkert nema sandkassi sem kettir míga í. Nú hefur komið upp úr dúrnum að ríkið á þennan lóðarpart. Og þá fer allt í strand. Virðist ekki vera hægt að hreyfa við þessu litla máli. Og allar horfur á að börnin horfi aftur fram á sólarlítið sumar. Við Kári berum okkur samt vel og hlakkar til sumarsins. --- --- --- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur opnað heimasíðu þar sem stór hópur fólks lýsir fölskvalausri aðdáun á henni. Það er áberandi hversu karlmenn spila stóran sess á þessum lista - kannski er það til að slökkva í umræðu um að Samfylkingin kunni að breytast í nýjan kvennalista. Þarna er að finna nöfn eins og Þorbjörn Broddason, Ellert B. Schram, Alfreð Gíslason, Þröst Ólafsson, Guðmund Ólafsson, Heimi Má Pétursson, Pál Halldórsson, Helga Pétursson, Kjartan Valgarðsson, Halldór Guðmundsson, Felix Bergsson, Guðmund Andra Thorsson og Birgi Dýrfjörð. Af konum má nefna Öddu Báru Sigfúsdóttur, Rannveigu Guðmundsdóttir, Elínu G. Ólafsdóttur, Önnu Kristínu Gunnarsdóttir, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur og Brynju Gunnarsdóttur. Eitt nafn vekur sérstaka athygli. Þetta er Linda Vilhjálmsdóttir rithöfundur sem segir í greinarstúf á síðunni að Ingibjörgu Sólrúnu sé treystandi til að "meðhöndla vald af auðmýkt og virðingu". Eins og margir vita er Linda eiginkona Marðar Árnasonar þingmanns, en hann er í hópi yfirlýstra stuðningsmanna Össurar. Fjör á því heimili. --- --- --- Sennilega er ekki við því að búast að neinn þingmaður mótmæli Héðinsfjarðargöngunum - fyrir utan Pétur Blöndal sem maldaði aðeins í móinn í sjónvarpi fyrir nokkrum vikum. Það má ekki styggja landsbyggðarpólitíkusana innan flokkanna. Eins er þetta með frumvarpið um Ríkisútvarpið; stjórnarliðar munu greiða atkvæði með sínu liði, en stjórnarandstaðan er svo föst í sjálfvirkum kjaftavaðli um mikilvægi RÚV að hún nær varla að skoða einstök málsatriði. Þannig mun þessi óskapnaður renna í gegnum þingið. Svona virka stjórnmálaflokkarnir illa. --- --- --- Í mjög athyglisverðri grein sem birtist í The Observer um helgina er fjallað um hversu erfitt stjórnmálamenn eigi með að ræða um meginatriði. Í staðinn höfum við pólitíkusa með blöðkur fyrir augunum sem tala helst í almæltum tíðindum - platitúdum. Í greininni er meðal annars fjallað um hina umdeildu þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Jacques Chirac og Tony Blair lenti saman út af þessu máli. Chirac vann skammtímasigur - málinu var frestað. Blair tekur það sjálfsagt upp aftur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Frakklandi. Í bresku pressunni hefur þessu verið líkt við að risaeðlur hafi haft sigur yfir framfaraöflunum. Viðkvæðið er að þurfi að gera Evrópu samkeppnishæfari - nú þarf ekki bara að keppa við Ameríku heldur líka við allt ódýra vinnuaflið í Kína og Indlandi. Greinarhöfundurinn, John Kampfner, spyr hvað sé unnið með því? Í hinni samkeppnishæfu Ameríku er verið að slá öll met í fjárlagahalla; hagkerfið byggir aðallega á neyslu og lántökum. Verkafólk er að verða nánast réttlaust - atvinnuöryggið er svo lélegt að vinnandi fólk þora varla að taka sín örstuttu sumarfrí. Er það þetta sem við viljum keppa að í Evrópu? Hversu langt á að ganga til að kreista fram ögn meiri hagvöxt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Nú eru flokksbræðurnir Alfreð Þorsteinsson og Árni Magnússon komnir í hár saman vegna niðurfellingar leikskólagjalda. R-listinn stefnir að því að nota þetta mál í kosningunum eftir ár - það er að segja ef hann hangir enn saman - en Framsóknarflokkurinn hugsar sér líka gott til glóðarinnar; ekki minni maður en Halldór Ásgrímsson ræddi um leikskólagjöldin í setningarræðu flokksþings Framsóknar. Árni Magnússon vill að sveitarfélögin geri þetta í samstarfi við ríkið, en R-listinn kærir sig ekki um að bíða eftir því. Hlutir geta líka verið býsna þungir í vöfum þegar ríkið og borgin þurfa að vinna saman. Strákurinn minn gengur í leikskólann Öldukot á Öldugötu. Þetta er prýðileg stofnun, frábært starfsfólk, en það er einn galli. Varla sér til sólar í garðinum vegna þess að Landakotsspítali skyggir á. Leikskólinn og foreldrarnir hafa lengi reynt að fá afnot af litlum reit utan leikskólagirðingarinnar þar sem von er að sól geti skinið á börnin, mili leikskólans og gamla Stýrimannaskólans. Á þessum bletti er ekkert nema sandkassi sem kettir míga í. Nú hefur komið upp úr dúrnum að ríkið á þennan lóðarpart. Og þá fer allt í strand. Virðist ekki vera hægt að hreyfa við þessu litla máli. Og allar horfur á að börnin horfi aftur fram á sólarlítið sumar. Við Kári berum okkur samt vel og hlakkar til sumarsins. --- --- --- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur opnað heimasíðu þar sem stór hópur fólks lýsir fölskvalausri aðdáun á henni. Það er áberandi hversu karlmenn spila stóran sess á þessum lista - kannski er það til að slökkva í umræðu um að Samfylkingin kunni að breytast í nýjan kvennalista. Þarna er að finna nöfn eins og Þorbjörn Broddason, Ellert B. Schram, Alfreð Gíslason, Þröst Ólafsson, Guðmund Ólafsson, Heimi Má Pétursson, Pál Halldórsson, Helga Pétursson, Kjartan Valgarðsson, Halldór Guðmundsson, Felix Bergsson, Guðmund Andra Thorsson og Birgi Dýrfjörð. Af konum má nefna Öddu Báru Sigfúsdóttur, Rannveigu Guðmundsdóttir, Elínu G. Ólafsdóttur, Önnu Kristínu Gunnarsdóttir, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur og Brynju Gunnarsdóttur. Eitt nafn vekur sérstaka athygli. Þetta er Linda Vilhjálmsdóttir rithöfundur sem segir í greinarstúf á síðunni að Ingibjörgu Sólrúnu sé treystandi til að "meðhöndla vald af auðmýkt og virðingu". Eins og margir vita er Linda eiginkona Marðar Árnasonar þingmanns, en hann er í hópi yfirlýstra stuðningsmanna Össurar. Fjör á því heimili. --- --- --- Sennilega er ekki við því að búast að neinn þingmaður mótmæli Héðinsfjarðargöngunum - fyrir utan Pétur Blöndal sem maldaði aðeins í móinn í sjónvarpi fyrir nokkrum vikum. Það má ekki styggja landsbyggðarpólitíkusana innan flokkanna. Eins er þetta með frumvarpið um Ríkisútvarpið; stjórnarliðar munu greiða atkvæði með sínu liði, en stjórnarandstaðan er svo föst í sjálfvirkum kjaftavaðli um mikilvægi RÚV að hún nær varla að skoða einstök málsatriði. Þannig mun þessi óskapnaður renna í gegnum þingið. Svona virka stjórnmálaflokkarnir illa. --- --- --- Í mjög athyglisverðri grein sem birtist í The Observer um helgina er fjallað um hversu erfitt stjórnmálamenn eigi með að ræða um meginatriði. Í staðinn höfum við pólitíkusa með blöðkur fyrir augunum sem tala helst í almæltum tíðindum - platitúdum. Í greininni er meðal annars fjallað um hina umdeildu þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Jacques Chirac og Tony Blair lenti saman út af þessu máli. Chirac vann skammtímasigur - málinu var frestað. Blair tekur það sjálfsagt upp aftur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Frakklandi. Í bresku pressunni hefur þessu verið líkt við að risaeðlur hafi haft sigur yfir framfaraöflunum. Viðkvæðið er að þurfi að gera Evrópu samkeppnishæfari - nú þarf ekki bara að keppa við Ameríku heldur líka við allt ódýra vinnuaflið í Kína og Indlandi. Greinarhöfundurinn, John Kampfner, spyr hvað sé unnið með því? Í hinni samkeppnishæfu Ameríku er verið að slá öll met í fjárlagahalla; hagkerfið byggir aðallega á neyslu og lántökum. Verkafólk er að verða nánast réttlaust - atvinnuöryggið er svo lélegt að vinnandi fólk þora varla að taka sín örstuttu sumarfrí. Er það þetta sem við viljum keppa að í Evrópu? Hversu langt á að ganga til að kreista fram ögn meiri hagvöxt?
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun