Hinsta öld mannkyns í Silfri 31. mars 2005 00:01 Í Silfri Egils á sunnudaginn verða meðal annars umræður um bókina Our Final Century eftir breska vísindamanninn Martin Rees. Í pistli sem ég skrifaði um þessa bók fyrir nokkru sagði: Ekki beinlínis bók sem eykur manni bjartsýni. Martin Rees telur um það bil helmingslíkur á að mannkynið komist í gegnum þessa öld án þess að verða fyrir meiriháttar katastrófu. Samkvæmt honum er heimsendir jafnvel í kortunum. Hætturnar eru ýmsar: Kjarnorkusprengjur í höndum hryðjuverkamanna, sýklar sem sleppa út af rannsóknarstofum eða er sleppt af ásettu ráði, fikt við erfðaefni, tölvur sem fara að hugsa sjálfar og taka völdin, nanótækni sem menn missa tökin á, eðlisfræðitilraunir sem hafa ófyrirséðar afleiðingar, gróðurhúsaáhrif, loftsteinn sem rekst á jörðina. Martin Rees verður heldur ekki afgreiddur sem rugludallur - eða það skyldi maður ekki ætla. Hann er Sir, prófessor við háskólann í Cambridge, sérfræðingur í geimvísindum og höfundur fjölda bóka. Þetta virkar altént ekki eins og neinn vísindaskáldskapur, heldur er meginkenning Rees að við séum að taka alltof mikla og margvíslega áhættu með jörðina og framtíð mannkyns. Hann vegur saman hætturnar og líkur á framförum og spyr hvaða áhætta sé réttlætanleg í vísindum? Þarf kannski að hafa meira eftirlit með vísindamönnum og uppgötvunum þeirra - og er það yfirleitt hægt? Tekst ekki alltaf einhverjum að svindla sér undan slíku eftirliti? Bókin er auðveld aflestrar, líka fyrir þá sem hafa enga teljandi vísindaþekkingu, en manni verður ekki um sel við lesturinn. Á forsíðu Silfurs Egils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í Silfri Egils á sunnudaginn verða meðal annars umræður um bókina Our Final Century eftir breska vísindamanninn Martin Rees. Í pistli sem ég skrifaði um þessa bók fyrir nokkru sagði: Ekki beinlínis bók sem eykur manni bjartsýni. Martin Rees telur um það bil helmingslíkur á að mannkynið komist í gegnum þessa öld án þess að verða fyrir meiriháttar katastrófu. Samkvæmt honum er heimsendir jafnvel í kortunum. Hætturnar eru ýmsar: Kjarnorkusprengjur í höndum hryðjuverkamanna, sýklar sem sleppa út af rannsóknarstofum eða er sleppt af ásettu ráði, fikt við erfðaefni, tölvur sem fara að hugsa sjálfar og taka völdin, nanótækni sem menn missa tökin á, eðlisfræðitilraunir sem hafa ófyrirséðar afleiðingar, gróðurhúsaáhrif, loftsteinn sem rekst á jörðina. Martin Rees verður heldur ekki afgreiddur sem rugludallur - eða það skyldi maður ekki ætla. Hann er Sir, prófessor við háskólann í Cambridge, sérfræðingur í geimvísindum og höfundur fjölda bóka. Þetta virkar altént ekki eins og neinn vísindaskáldskapur, heldur er meginkenning Rees að við séum að taka alltof mikla og margvíslega áhættu með jörðina og framtíð mannkyns. Hann vegur saman hætturnar og líkur á framförum og spyr hvaða áhætta sé réttlætanleg í vísindum? Þarf kannski að hafa meira eftirlit með vísindamönnum og uppgötvunum þeirra - og er það yfirleitt hægt? Tekst ekki alltaf einhverjum að svindla sér undan slíku eftirliti? Bókin er auðveld aflestrar, líka fyrir þá sem hafa enga teljandi vísindaþekkingu, en manni verður ekki um sel við lesturinn. Á forsíðu Silfurs Egils
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun