Á ábyrgð Sjálfstæðisflokks 1. apríl 2005 00:01 Mikið óskaplega er sorglega komið fyrir Ríkisútvarpinu. Í gær samþykktu 93,2 prósent starfsmanna stofnunarinnar vantraust á útvarpsstjóra sinn, Markús Örn Antonsson, út af ráðningu á manni sem hyggst hefja þar störf í dag, þrátt fyrir að morgunljóst sé að hann er alls ekki velkominn í húsið. Af hverju er svona komið? Ábyrgðin hlýtur fyrst og fremst að liggja hjá Sjálfstæðisflokknum sem hefur farið með ráðuneyti menntamála, sem Ríkisútvarpið heyrir undir, síðastliðin fjórtán ár. Nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem menntamálaráðherra kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Mætti ætla að á þeim langa tíma hefði gefist rúmt tækifæri til þess að skapa sátt um umfang og rekstur Ríkisútvarpsins sem þorri þjóðarinnar hefur viljað viðhalda með einhverjum hætti. En því er aldeilis ekki að heilsa. Þvert á móti hefur grímulaus eiginhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins grafið svo undan stofnuninni að 178 starfsmenn hennar samþykktu í gær ályktun þar sem var sagt að meirihluti útvarpsráðs, skipaður fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hefði ásamt útvarpsstjóra sett fram “falsrök, ýkjur og skrök” til að réttlæta ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra útvarps. Og í síðustu viku töldu fréttamenn ástæðu til að birta heilsíðuauglýsingu í dagblöðum sem sagði nánast beinum orðum að fréttum fréttastofunnar yrði ekki treystandi ef Auðun tæki við stjórn hennar. Þetta er auðvitað skelfileg staða en mun þó örugglega versna til muna þegar nýi fréttastjórinn stimplar sig inn í fyrsta skipti í dag. Við skulum ekki gleyma því að embætti útvarpsstjóra hefur ekki einu sinni heldur tvisvar á valdatíma Sjálfstæðisflokksins í menntamálaráðuneytinu verið notað til að leysa innanbúðarvandræði flokksins og kemur Markús Örn Antonsson við sögu í bæði skiptin. Fyrst þegar hann var sóttur í Ríkisútvarpið sumarið 1991, þegar þurfti að leysa foringjakrísu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stóli borgarstjóra til annarra starfa, og aftur þegar hann var sendur til baka upp í útvarp tæpum þremur árum síðar en þá var orðið fullreynt að hann var ekki framtíðarfyrirliði borgarstjórnarflokksins. Það er því ekkert skrítið að 93,2 prósent starfsmanna Ríkisútvarpsins spyrji í ályktun sinni hvort Markús Örn “hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi” þegar hann kýs að halda ráðningu fréttastjóra til streitu. Auðvitað hefur hann þá ekki. Hann hefur hagsmuni þeirra sem settu hann í starfið að leiðarljósi og þar með hagsmuni síns sjálfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Mikið óskaplega er sorglega komið fyrir Ríkisútvarpinu. Í gær samþykktu 93,2 prósent starfsmanna stofnunarinnar vantraust á útvarpsstjóra sinn, Markús Örn Antonsson, út af ráðningu á manni sem hyggst hefja þar störf í dag, þrátt fyrir að morgunljóst sé að hann er alls ekki velkominn í húsið. Af hverju er svona komið? Ábyrgðin hlýtur fyrst og fremst að liggja hjá Sjálfstæðisflokknum sem hefur farið með ráðuneyti menntamála, sem Ríkisútvarpið heyrir undir, síðastliðin fjórtán ár. Nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem menntamálaráðherra kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Mætti ætla að á þeim langa tíma hefði gefist rúmt tækifæri til þess að skapa sátt um umfang og rekstur Ríkisútvarpsins sem þorri þjóðarinnar hefur viljað viðhalda með einhverjum hætti. En því er aldeilis ekki að heilsa. Þvert á móti hefur grímulaus eiginhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins grafið svo undan stofnuninni að 178 starfsmenn hennar samþykktu í gær ályktun þar sem var sagt að meirihluti útvarpsráðs, skipaður fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hefði ásamt útvarpsstjóra sett fram “falsrök, ýkjur og skrök” til að réttlæta ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra útvarps. Og í síðustu viku töldu fréttamenn ástæðu til að birta heilsíðuauglýsingu í dagblöðum sem sagði nánast beinum orðum að fréttum fréttastofunnar yrði ekki treystandi ef Auðun tæki við stjórn hennar. Þetta er auðvitað skelfileg staða en mun þó örugglega versna til muna þegar nýi fréttastjórinn stimplar sig inn í fyrsta skipti í dag. Við skulum ekki gleyma því að embætti útvarpsstjóra hefur ekki einu sinni heldur tvisvar á valdatíma Sjálfstæðisflokksins í menntamálaráðuneytinu verið notað til að leysa innanbúðarvandræði flokksins og kemur Markús Örn Antonsson við sögu í bæði skiptin. Fyrst þegar hann var sóttur í Ríkisútvarpið sumarið 1991, þegar þurfti að leysa foringjakrísu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stóli borgarstjóra til annarra starfa, og aftur þegar hann var sendur til baka upp í útvarp tæpum þremur árum síðar en þá var orðið fullreynt að hann var ekki framtíðarfyrirliði borgarstjórnarflokksins. Það er því ekkert skrítið að 93,2 prósent starfsmanna Ríkisútvarpsins spyrji í ályktun sinni hvort Markús Örn “hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi” þegar hann kýs að halda ráðningu fréttastjóra til streitu. Auðvitað hefur hann þá ekki. Hann hefur hagsmuni þeirra sem settu hann í starfið að leiðarljósi og þar með hagsmuni síns sjálfs.