Ísland, zíonismi og gyðingahatur 2. apríl 2005 00:01 Birtist í DV 2. apríl 2005 Koma Bobbys Fischer til Íslands hefur vakið upp nokkuð óvænta umræðu um gyðingahatur. Á sama tíma koma fimm íslenskir þingmenn úr ferð til Palestínu og birta mjög ófagrar lýsingar þaðan. Nú er spurt hvort ákæra skuli Fischer fyrir gyðingahatur - eða beinlínis svipta hann íslenska ríkisborgararéttinum? Málið snýst ekki lengur um brot sem hann kann að hafa framið, heldur hvað hann er orðljótur. Gamall fjandvinur Íslendinga, Efraim Zuroff hjá Wiesenthal-stofnuninni í Jerúsalem, stingur aftur upp kollinum og segir að Íslendingar haldi uppteknum hætti að skjóta skjólshúsi yfir gyðingahatara. Fram á sviðið stígur líka Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Kaupmannahöfn - gyðingur ef mér skjátlast ekki - og vill láta fara fram opinbera rannsókn á orðum Fischers um gyðinga. Lítil samskipti við Gyðinga Vilhjálmur ritaði fyrir nokkru grein á vef gyðingasamtakanna Jerusalem Center for Public Affairs. Þetta er að mörgu leyti athyglisverð lesning. Þarna rekur Vilhjálmur samskipti Íslendinga og gyðinga gegnum aldirnar - þau eru mestanpart fremur lítil. Hann segir frá gyðingum sem voru reknir héðan fyrir stríðið; það er saga sem margoft hefur verið sögð á undanförnum árum og er ekki falleg. Þó má kannski hugsa sér að ástæðan hefi verið fremur verið tortryggni fámenns og lokaðs samfélags gagnvart útlendingum en eiginlegt gyðingahatur. Vilhjálmur rekur einnig samskipti Íslendinga og gyðinga í Mikson málinu - þegar íslenskur ríkisborgari var ásakaður um stríðsglæpi. Þá ákváðu íslensk stjórnvöld að slá skjaldborg um Mikson. Málið er í raun enn óútkljáð því þótt sannleiksnefnd í Eistlandi hafi kveðið upp úr um að Mikson hafi verið stríðsglæpamaður, þá hefur hún ekki birt gögn sem styðja það. Ólafur Thors af gyðingaættum? Annars segir Vilhjálmur að gyðingar á Íslandi hafi yfirleitt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi ekki viljað vekja á sér athygli - af ótta við ofsóknir. Það er lítið gert úr því að einn vinsælasti stjórnmálamaður aldarinnar, Ólafur Thors, var talinn af gyðingaættum. Fræg er ljósmynd af Ólafi og David Ben Gurion, forsætisráðherra Ísraels; um hana hefur einatt verið haft að orði að ekki sé hægt að sjá hvor sé gyðingurinn. Ekki segir heldur frá því - sem er skrítið í ljósi hugmynda Vilhjálms - að Thors Thors, bróðir Ólafs og sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum hafi ráðið miklu um að atkvæðagreiðsla um stofnun Ísraelsríkis hjá SÞ hafi verið Ísraelsmönnum í hag. Landlægt gyðingahatur? Meginkenning Vilhjálms er að hér sé landlægt gyðingahatur. Besti mælikvarðinn á það sé neikvæð afstaða Íslendinga til Ísraels. Hann nefnir nokkur dæmi um þetta úr opinberri umræðu - meðal annars ummæli sem Ólafur Ragnar Grímsson lét falla meðan hann var þingmaður. Ólafur er nú kvæntur gyðingakonu. En að mati Vilhjálms er jafngilt að vera andsnúinn Ísrael og að vera gyðingahatari - antisemite. Þarna erum við komin inn á svæði þar sem öll viðmið verða óljós - þetta er eins og að vera allt í einu staddur í málverki eftir súrrealista. Það er erfitt að greina hvað er rugl, hvað er áróður og vísvitandi blekkingar. Við þurfum þurfum að gera greinarmun á hugtökum - milli gyðingahaturs sem er eins og hver annar rasismi og hugmyndafræðinnar zíonisma og þess sem henni fylgir. Zíonisminn Zíonisminn verður til undir lok 19. aldarinnar. Hugmyndin var sú að gyðingar skyldu snúa aftur til Zíons, hæðarinnar þar sem musterið er, finna þar örugga höfn, verða aftur að þjóð. Framan af var þetta álitin sérviskuleg skoðun - gyðingum var farið að vegna vel í evrópskum samfélögum, þeir nutu nýfengis frelsis og unnu ýmis stórkostleg afrek. En í hörmungum styrjaldarinnar óx zíónismanum ásmegin, hann verður megingrunnurinn að stofnun Ísraelsríkis; hugmyndafræði hetjulegrar baráttu frumbýlingsárana í fyrirheitna landinu. Eftir útrýmingarherferð nasista töldu margir gyðingar töldu eðlilega að þeir þyrftu að geta varist og ekki bætti úr skák þegar Stalín hóf líka að efna til gyðingaofsókna - komast burt frá Evrópu, stofna sérstaka þjóð með sinn eigin her. Árásarhneigð hugmyndafræði Í sögulegu ljósi erfitt að gagnrýna þessar hugmyndir. En það syrtir í álinn þegar þær fara að blandast órum um Stór-Ísrael sem á að ná yfir öll þau svæði sem eru tilgreind í Biblíunni. Hugmyndafræði zíónismans breytist úr því að vera sjálfsvörn - undankoma - yfir í að vera grimm og árásarhneigð stefna sem byggir á aðskilnaði og hernaðarlegum yfirburðum og má að mörgu leyti líkja við apartheid í Suður-Afríku. Fórnarlambið verður kúgari. Nú er græðgin orðin slík að í Ísrael þykir það fórn að láta af hendi hinn ömurlega landskika Gaza. Zíonismanum hefur vissulega orðið vel ágengt. Í nafni hans er landi Palestínumanna rænt, Ísraelar eru í óða önn að koma sér upp Stór-Jerúsalem, þeir hafa eignast kjarnorkuvopn á laun og eru hernaðarlega sterkasta ríkið í Miðausturlöndum. Þeir eiga sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum - tengslin þangað hafa styrkst frekar en hitt með uppgangi kristinna ofsatrúarsöfnuða sem finna furðulegan samhljóm með harðlínugyðingum. Þaggað niður í gagnrýni Hingað til hefur Ísraelsmönnum líka tekist merkilega vel að þagga niður í gagnrýnisröddum, ekki síst með því að vera sífellt að vísa í gyðingahatur. Þarna er notuð sama aðferð og Vilhjálmur beitir; að splæsa saman zíónisma og gyðingdómi í eitt og sama fyrirbærið. Ekki veit maður alltaf hvort að þeir sem halda þessu fram trúa því eða hvort þeir gera það í illri trú; tilgangurinn er altént sá að fá gagnrýnendur til að halda kjafti Hver sem andmælir Ísrael er stimplaður gyðingahatari. Gyðingar á móti zíonisma Nú ber að taka fram að það er nákvæmlega ekkert athugavert við að vinna gegn zíonisma fremur en annarri pólitískri hugmyndafræði. Það eru líka til ýmis samtök gyðinga, sumra mjög heittrúaðra, sem eru alveg mótfallin Ísrelsríki og útþenslu þess. Þau telja beinlínis að zíonisminn sé óvinur gyðinga. Þessa hópa má finna með því að fletta upp á netinu - sjá hér. Þessir gyðingar eru þá væntanlega gyðingahatarar líka? En auðvitað er svo ekki, þeir eru "anti-zionist", ekki "anti-semite". Helfarariðnaðurinn Í þessu sambandi má nefna bókina The Holocaust Industry sem kom út árið 1995. Hún er eftir gyðinginn Norman Finkelstein, prófessor við háskólann í New York, og fjallar um hvernig helförinni hefur verið beitt til að ná pólitískum og fjárhagslegum markmiðum. Mörgum finnst skiljanlega óviðfelldið að ræða þessa atburði á þessum nótum - það hljómar eins og óvirðing við allar þær milljónir sem voru myrtar af nasistum. En óvirðing getur líka falist í því hvernig minningunni er haldið á lofti. Er helförin einstök? Finkelstein skoðar þá viðteknu hugmynd að helförin sé algjörlega einstæður atburður, engu líkur í mannkynssögunni. Fjöldamorðum Stalíns, Maós eða Pol Pots sé ekki saman að jafna, heldur hafi helförin hafi dýpri merkingu - rétt eins og gyðingahatur hafi á einhvern hátt dýpri merkingu en annar rasismi. Þetta er kenning sem er dálítið erfitt að fallast á. Það hefur mikið verið fjallað um að markmið nasista hafi verið að útrýma heilum kynþætti endanlega - helförin var "endlösung". En þá má ekki gleyma því að kommúnistar myrtu samkvæmt kenningum sem fólu í sér útrýmingu heilla stétta. Er einhver sérstakur munur á því? Stalín notaði gripavagna undir fórnarlömb sín rétt eins og Hitler. Pólitísk svipa á gagnrýnendur Einnig hefur verið litið framhjá því að nasistar drápu fleiri en gyðinga: Sígauna, samkynhneigða, vangefið fólk og líka Pólverja og Rússa sem voru flokkaðir með óæðri kynstofnum. Það hefur meira að segja verið reynt að koma í veg fyrir að reist sé kristin kapella í Auschwitz - líkt og í henni felist móðgun við gyðinga. Helförin er þannig notuð eins og svipa á vini og óvini Ísraels. Skilaboðin eru að það sé óviðeigandi og óhugsandi að gagnrýna þá sem eigi sér svona sögu - að þeim sem gengu í gegnum þennan atburð sem á ekki sinn líka í mannkynssögunni leyfist eiginlega allt. Grimmdarverk eru þannig orðin afsökun fyirir önnur grimmdarverk. Helförin verður að skálkaskjóli. Járnveggurinn Nú koma íslensku þingmennirnir frá Palestínu og er mikið niðri fyrir. Flokkadrættir milli þeirra eru gleymdir um sinn. Tveir þeirra líkja meðferðinni á Palestínumönnum við gettó á nasistatímanum. Það er vonlegt að spurt sé hvort nota megi svona orð um ríki gyðinga? Í merkilegri bók sem nefnist Járnveggurinn rekur ísraelski sagnfræðingurinn Avi Shlaim stefnu Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Járnveggurinn er hugtak sem er komið frá Zev Jabotinsky, einum af stofnendum Ísraelsríkis, og má samkvæmt Shlaim teljast óopinber stefna Ísraels í marga áratugi. Hún felur það í sér að ávallt skuli komið fram við Palestínumenn af ítrustu hörku; það sé betra að hafa þá bugaða og óttaslegna en að eiga við þá samstarf - líkt og þeir séu sífellt að stíma á járnvegg. Í framkvæmd eru svona hugmyndir varla annað en fasískar eins og þær birtast í niðurbroti húsa, morðum og fangelsunum án dóms og laga, stórfelldum þjófnaði á landi og lífsgæðum og byggingu nýs múrs mannfyrirlitningar. Ofsatrúarmenn vaða uppi Stofnendur Ísrels voru klárir og djarfir menn sem hafa hetjuljóma um sig - ólíkt ráðamönnum í Ísrael nútímans sem virka lágkúrulegir. Þeir voru knúðir áfram af hörmulegum atburðum, höfðu engu að tapa. Arabar voru værukærir, nutu lítillar samúðar, skorti samtakamátt. En góðvildin frá eftirstríðsárunum er að gufa upp - og það er ekki vegna gyðingahaturs. Ísrael er að verða eins og herbúðir. Ríkið er líka klofið innan í frá. Verkamannaflokkurinn sem vildi byggja Ísrael á veraldlegum hugmyndum hefur glatað áhrifum - flokkur Bens Gurion, Goldu Meir, Moshe Dyan og Itzhaks Rabin. Ofsatrúarmenn vaða uppi; fyrst hlógu menntuðu gyðingarnir að þessu frumstæða liði - nú langar þá mest að forða sér frá Ísrael til að komast undan þeim. Hin menntaða millistétt reynir að flýja úr landi - þetta er fólk sem ég hitti oft fullt örvæntingar á grísku eyjunum. Hernámið afmyndar Ísrael Í staðinn hefur verið stöðugur innflutningur fólks frá Rússlandi. Það er vafi hvort sumt af því er gyðingar - skiptir kannski ekki máli - en gallinn er að fæst hefur það kynnst þeim dyggðum sem borgaralegt samfélag vill byggja á. Það fellur auðveldlega fyrir lýðskrumurum og þeim sem trúa að valdbeiting sé allra meina bót. Ísrael er að verða afskræmi, eyðilagt af hernaðarhyggju, mannfyrirlitningu og tvöföldu siðgæði. Það eru þekkt sannindi að kúgarar spillast ekki síður en hinir kúguðu. Hernámið afmyndar Ísrael ekki síður en Palestínu. Það er ekki gyðingahatur að halda þessu fram - þvert á móti er hægt að gera það vegna aðdáunar á hinni merku þjóð gyðinga. Hvað með Bobby? Svo þurfum kannski að spyrja Bobby Fischer í góðu tómi hvort hann sé á móti zíonisma eða almennt á móti gyðingdómi. Ef það er hið fyrra, þá er það fullkomlega lögformlegt og allt í lagi að hlusta á hann. En ef það er hið síðara, þá er hann rasisti - líklega haldinn einhvers konar sjálfshatri. Þá er um að gera að leyfa honum bara að ferðast um með sitt strætókort í friði - með öllu hinu skrítna fólkinu sem er að finna í strætó. Á forsíðu Silfurs Egils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun
Birtist í DV 2. apríl 2005 Koma Bobbys Fischer til Íslands hefur vakið upp nokkuð óvænta umræðu um gyðingahatur. Á sama tíma koma fimm íslenskir þingmenn úr ferð til Palestínu og birta mjög ófagrar lýsingar þaðan. Nú er spurt hvort ákæra skuli Fischer fyrir gyðingahatur - eða beinlínis svipta hann íslenska ríkisborgararéttinum? Málið snýst ekki lengur um brot sem hann kann að hafa framið, heldur hvað hann er orðljótur. Gamall fjandvinur Íslendinga, Efraim Zuroff hjá Wiesenthal-stofnuninni í Jerúsalem, stingur aftur upp kollinum og segir að Íslendingar haldi uppteknum hætti að skjóta skjólshúsi yfir gyðingahatara. Fram á sviðið stígur líka Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Kaupmannahöfn - gyðingur ef mér skjátlast ekki - og vill láta fara fram opinbera rannsókn á orðum Fischers um gyðinga. Lítil samskipti við Gyðinga Vilhjálmur ritaði fyrir nokkru grein á vef gyðingasamtakanna Jerusalem Center for Public Affairs. Þetta er að mörgu leyti athyglisverð lesning. Þarna rekur Vilhjálmur samskipti Íslendinga og gyðinga gegnum aldirnar - þau eru mestanpart fremur lítil. Hann segir frá gyðingum sem voru reknir héðan fyrir stríðið; það er saga sem margoft hefur verið sögð á undanförnum árum og er ekki falleg. Þó má kannski hugsa sér að ástæðan hefi verið fremur verið tortryggni fámenns og lokaðs samfélags gagnvart útlendingum en eiginlegt gyðingahatur. Vilhjálmur rekur einnig samskipti Íslendinga og gyðinga í Mikson málinu - þegar íslenskur ríkisborgari var ásakaður um stríðsglæpi. Þá ákváðu íslensk stjórnvöld að slá skjaldborg um Mikson. Málið er í raun enn óútkljáð því þótt sannleiksnefnd í Eistlandi hafi kveðið upp úr um að Mikson hafi verið stríðsglæpamaður, þá hefur hún ekki birt gögn sem styðja það. Ólafur Thors af gyðingaættum? Annars segir Vilhjálmur að gyðingar á Íslandi hafi yfirleitt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi ekki viljað vekja á sér athygli - af ótta við ofsóknir. Það er lítið gert úr því að einn vinsælasti stjórnmálamaður aldarinnar, Ólafur Thors, var talinn af gyðingaættum. Fræg er ljósmynd af Ólafi og David Ben Gurion, forsætisráðherra Ísraels; um hana hefur einatt verið haft að orði að ekki sé hægt að sjá hvor sé gyðingurinn. Ekki segir heldur frá því - sem er skrítið í ljósi hugmynda Vilhjálms - að Thors Thors, bróðir Ólafs og sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum hafi ráðið miklu um að atkvæðagreiðsla um stofnun Ísraelsríkis hjá SÞ hafi verið Ísraelsmönnum í hag. Landlægt gyðingahatur? Meginkenning Vilhjálms er að hér sé landlægt gyðingahatur. Besti mælikvarðinn á það sé neikvæð afstaða Íslendinga til Ísraels. Hann nefnir nokkur dæmi um þetta úr opinberri umræðu - meðal annars ummæli sem Ólafur Ragnar Grímsson lét falla meðan hann var þingmaður. Ólafur er nú kvæntur gyðingakonu. En að mati Vilhjálms er jafngilt að vera andsnúinn Ísrael og að vera gyðingahatari - antisemite. Þarna erum við komin inn á svæði þar sem öll viðmið verða óljós - þetta er eins og að vera allt í einu staddur í málverki eftir súrrealista. Það er erfitt að greina hvað er rugl, hvað er áróður og vísvitandi blekkingar. Við þurfum þurfum að gera greinarmun á hugtökum - milli gyðingahaturs sem er eins og hver annar rasismi og hugmyndafræðinnar zíonisma og þess sem henni fylgir. Zíonisminn Zíonisminn verður til undir lok 19. aldarinnar. Hugmyndin var sú að gyðingar skyldu snúa aftur til Zíons, hæðarinnar þar sem musterið er, finna þar örugga höfn, verða aftur að þjóð. Framan af var þetta álitin sérviskuleg skoðun - gyðingum var farið að vegna vel í evrópskum samfélögum, þeir nutu nýfengis frelsis og unnu ýmis stórkostleg afrek. En í hörmungum styrjaldarinnar óx zíónismanum ásmegin, hann verður megingrunnurinn að stofnun Ísraelsríkis; hugmyndafræði hetjulegrar baráttu frumbýlingsárana í fyrirheitna landinu. Eftir útrýmingarherferð nasista töldu margir gyðingar töldu eðlilega að þeir þyrftu að geta varist og ekki bætti úr skák þegar Stalín hóf líka að efna til gyðingaofsókna - komast burt frá Evrópu, stofna sérstaka þjóð með sinn eigin her. Árásarhneigð hugmyndafræði Í sögulegu ljósi erfitt að gagnrýna þessar hugmyndir. En það syrtir í álinn þegar þær fara að blandast órum um Stór-Ísrael sem á að ná yfir öll þau svæði sem eru tilgreind í Biblíunni. Hugmyndafræði zíónismans breytist úr því að vera sjálfsvörn - undankoma - yfir í að vera grimm og árásarhneigð stefna sem byggir á aðskilnaði og hernaðarlegum yfirburðum og má að mörgu leyti líkja við apartheid í Suður-Afríku. Fórnarlambið verður kúgari. Nú er græðgin orðin slík að í Ísrael þykir það fórn að láta af hendi hinn ömurlega landskika Gaza. Zíonismanum hefur vissulega orðið vel ágengt. Í nafni hans er landi Palestínumanna rænt, Ísraelar eru í óða önn að koma sér upp Stór-Jerúsalem, þeir hafa eignast kjarnorkuvopn á laun og eru hernaðarlega sterkasta ríkið í Miðausturlöndum. Þeir eiga sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum - tengslin þangað hafa styrkst frekar en hitt með uppgangi kristinna ofsatrúarsöfnuða sem finna furðulegan samhljóm með harðlínugyðingum. Þaggað niður í gagnrýni Hingað til hefur Ísraelsmönnum líka tekist merkilega vel að þagga niður í gagnrýnisröddum, ekki síst með því að vera sífellt að vísa í gyðingahatur. Þarna er notuð sama aðferð og Vilhjálmur beitir; að splæsa saman zíónisma og gyðingdómi í eitt og sama fyrirbærið. Ekki veit maður alltaf hvort að þeir sem halda þessu fram trúa því eða hvort þeir gera það í illri trú; tilgangurinn er altént sá að fá gagnrýnendur til að halda kjafti Hver sem andmælir Ísrael er stimplaður gyðingahatari. Gyðingar á móti zíonisma Nú ber að taka fram að það er nákvæmlega ekkert athugavert við að vinna gegn zíonisma fremur en annarri pólitískri hugmyndafræði. Það eru líka til ýmis samtök gyðinga, sumra mjög heittrúaðra, sem eru alveg mótfallin Ísrelsríki og útþenslu þess. Þau telja beinlínis að zíonisminn sé óvinur gyðinga. Þessa hópa má finna með því að fletta upp á netinu - sjá hér. Þessir gyðingar eru þá væntanlega gyðingahatarar líka? En auðvitað er svo ekki, þeir eru "anti-zionist", ekki "anti-semite". Helfarariðnaðurinn Í þessu sambandi má nefna bókina The Holocaust Industry sem kom út árið 1995. Hún er eftir gyðinginn Norman Finkelstein, prófessor við háskólann í New York, og fjallar um hvernig helförinni hefur verið beitt til að ná pólitískum og fjárhagslegum markmiðum. Mörgum finnst skiljanlega óviðfelldið að ræða þessa atburði á þessum nótum - það hljómar eins og óvirðing við allar þær milljónir sem voru myrtar af nasistum. En óvirðing getur líka falist í því hvernig minningunni er haldið á lofti. Er helförin einstök? Finkelstein skoðar þá viðteknu hugmynd að helförin sé algjörlega einstæður atburður, engu líkur í mannkynssögunni. Fjöldamorðum Stalíns, Maós eða Pol Pots sé ekki saman að jafna, heldur hafi helförin hafi dýpri merkingu - rétt eins og gyðingahatur hafi á einhvern hátt dýpri merkingu en annar rasismi. Þetta er kenning sem er dálítið erfitt að fallast á. Það hefur mikið verið fjallað um að markmið nasista hafi verið að útrýma heilum kynþætti endanlega - helförin var "endlösung". En þá má ekki gleyma því að kommúnistar myrtu samkvæmt kenningum sem fólu í sér útrýmingu heilla stétta. Er einhver sérstakur munur á því? Stalín notaði gripavagna undir fórnarlömb sín rétt eins og Hitler. Pólitísk svipa á gagnrýnendur Einnig hefur verið litið framhjá því að nasistar drápu fleiri en gyðinga: Sígauna, samkynhneigða, vangefið fólk og líka Pólverja og Rússa sem voru flokkaðir með óæðri kynstofnum. Það hefur meira að segja verið reynt að koma í veg fyrir að reist sé kristin kapella í Auschwitz - líkt og í henni felist móðgun við gyðinga. Helförin er þannig notuð eins og svipa á vini og óvini Ísraels. Skilaboðin eru að það sé óviðeigandi og óhugsandi að gagnrýna þá sem eigi sér svona sögu - að þeim sem gengu í gegnum þennan atburð sem á ekki sinn líka í mannkynssögunni leyfist eiginlega allt. Grimmdarverk eru þannig orðin afsökun fyirir önnur grimmdarverk. Helförin verður að skálkaskjóli. Járnveggurinn Nú koma íslensku þingmennirnir frá Palestínu og er mikið niðri fyrir. Flokkadrættir milli þeirra eru gleymdir um sinn. Tveir þeirra líkja meðferðinni á Palestínumönnum við gettó á nasistatímanum. Það er vonlegt að spurt sé hvort nota megi svona orð um ríki gyðinga? Í merkilegri bók sem nefnist Járnveggurinn rekur ísraelski sagnfræðingurinn Avi Shlaim stefnu Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Járnveggurinn er hugtak sem er komið frá Zev Jabotinsky, einum af stofnendum Ísraelsríkis, og má samkvæmt Shlaim teljast óopinber stefna Ísraels í marga áratugi. Hún felur það í sér að ávallt skuli komið fram við Palestínumenn af ítrustu hörku; það sé betra að hafa þá bugaða og óttaslegna en að eiga við þá samstarf - líkt og þeir séu sífellt að stíma á járnvegg. Í framkvæmd eru svona hugmyndir varla annað en fasískar eins og þær birtast í niðurbroti húsa, morðum og fangelsunum án dóms og laga, stórfelldum þjófnaði á landi og lífsgæðum og byggingu nýs múrs mannfyrirlitningar. Ofsatrúarmenn vaða uppi Stofnendur Ísrels voru klárir og djarfir menn sem hafa hetjuljóma um sig - ólíkt ráðamönnum í Ísrael nútímans sem virka lágkúrulegir. Þeir voru knúðir áfram af hörmulegum atburðum, höfðu engu að tapa. Arabar voru værukærir, nutu lítillar samúðar, skorti samtakamátt. En góðvildin frá eftirstríðsárunum er að gufa upp - og það er ekki vegna gyðingahaturs. Ísrael er að verða eins og herbúðir. Ríkið er líka klofið innan í frá. Verkamannaflokkurinn sem vildi byggja Ísrael á veraldlegum hugmyndum hefur glatað áhrifum - flokkur Bens Gurion, Goldu Meir, Moshe Dyan og Itzhaks Rabin. Ofsatrúarmenn vaða uppi; fyrst hlógu menntuðu gyðingarnir að þessu frumstæða liði - nú langar þá mest að forða sér frá Ísrael til að komast undan þeim. Hin menntaða millistétt reynir að flýja úr landi - þetta er fólk sem ég hitti oft fullt örvæntingar á grísku eyjunum. Hernámið afmyndar Ísrael Í staðinn hefur verið stöðugur innflutningur fólks frá Rússlandi. Það er vafi hvort sumt af því er gyðingar - skiptir kannski ekki máli - en gallinn er að fæst hefur það kynnst þeim dyggðum sem borgaralegt samfélag vill byggja á. Það fellur auðveldlega fyrir lýðskrumurum og þeim sem trúa að valdbeiting sé allra meina bót. Ísrael er að verða afskræmi, eyðilagt af hernaðarhyggju, mannfyrirlitningu og tvöföldu siðgæði. Það eru þekkt sannindi að kúgarar spillast ekki síður en hinir kúguðu. Hernámið afmyndar Ísrael ekki síður en Palestínu. Það er ekki gyðingahatur að halda þessu fram - þvert á móti er hægt að gera það vegna aðdáunar á hinni merku þjóð gyðinga. Hvað með Bobby? Svo þurfum kannski að spyrja Bobby Fischer í góðu tómi hvort hann sé á móti zíonisma eða almennt á móti gyðingdómi. Ef það er hið fyrra, þá er það fullkomlega lögformlegt og allt í lagi að hlusta á hann. En ef það er hið síðara, þá er hann rasisti - líklega haldinn einhvers konar sjálfshatri. Þá er um að gera að leyfa honum bara að ferðast um með sitt strætókort í friði - með öllu hinu skrítna fólkinu sem er að finna í strætó. Á forsíðu Silfurs Egils
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun