Viðskipti innlent

Afgreiðslu lögbannsbeiðni frestað

Fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík frestaði í gær úrskurði um lögbannsbeiðni á hlutafjáraukningu í Festingu, sem á og rekur fasteignir Olíufélagsins Essó og Samskipa. Verður málið tekið fyrir næsta föstudag. Meirihluti stjórnar Festingar samþykkti að auka hlutafé 22. mars síðast liðinn gegn vilja meirihluta eigenda en í samræmi við samþykktir aðalfundar. Náðu stjórnarmenn þannig ítökum í félaginu. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, lagði fram lausn á málinu hjá sýslumanni fyrir hönd sinna umbjóðenda. Hafa stjórnarmenn í Festingu frest til föstudags til að leysa málið áður en sýslumaður fellir úrskurð sinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×