Viðskipti innlent

Esso dró hækkun til baka

Olíufélagið Esso ákvað í gærkvöld að draga til baka hækkun sína á eldsneyti frá því á miðnætti í fyrrakvöld. Í tilkynningu frá félagin segir að ástæðan fyrir þessari breytingu sé markaðsaðstæður á Íslandi en Olíufélagið vilji ætíð tryggja að viðskiptavinir þess njóti samkeppnisfærra verða á hverju markaðssvæði fyrir sig.  Eftir þessa breytingu er algengt verð á höfuðborgarsvæðinu á bensíni í sjálfsafgreiðslu kr. 98,60 krónur fyrir lítrann og 46,10 fyrir lítrann af dísil. Safnkortshafar fá þar að auki 1 krónu í afslátt í formi punkta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×