Hlynur bjargaði Val 6. apríl 2005 00:01 Fyrrum markvörður HK, Hlynur Jóhannesson, reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu er Valsmenn sigruðu fyrstu viðureign félaganna, 26-25, í átta liða úrslitum DHL-deildar karla. Hlynur steig af tréverkinu um miðjan síðari hálfleik, skellti í lás og sá til þess að hans gömlu félagar fóru tómhentir í Kópavoginn. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og mikil stemning í húsinu allt til enda. HK byrjaði leikinn betur en Valsmenn voru fljótir að taka völdin en þeir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 15-11. HK mætti gríðarlega vel stemmt til síðari hálfleiksins og byrjaði að saxa niður forskot Valsmanna. Vinna þeirra bar árangur á 43 mínútu er þeir jöfnuðu leikinn, 19-19.Valsmenn létu það ekki slá sig út af laginu og héldu ávallt frumkvæðinu í leiknum þó aldrei hafi þeir leitt með meira en tveggja marka mun. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en HK fékk tvö tækifæri til þess að jafna undir lokin en Hlynur sá við þeim í bæði skiptin með góðri markvörslu og Valsmenn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok. Hlynur var stjarna þeirra en Vilhjálmur Halldórsson átti einnig góðan leik, skoraði lagleg mörk og var traustur þótt hann hafi augljóslega verið þjáður í baki. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, var aftur á móti besti maður vallarins en hann varði 25 skot og þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann gerði sér þar að auki lítið fyrir og varði þrjú víti frá hinni gríðaröruggu vítaskyttu Baldvini Þorsteinssyni. Strazdas var allt í öllu í sóknarleiknum og hefði mátt fá meiri hjálp frá félögum sínum. - HBGMörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 7/2 (12/2), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (10/4), Hjalti Pálmason 4 (10), Brendan Þorvaldsson 3 (4), Sigurður Eggertsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7), Kristján Karlsson 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Fiskuð víti: 6 ( Sigurður 2, Brendan 2, Baldvin, Kristján). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Vilhjálmur). Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11 , Pálmar Pétursson 10. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 6 (9), Tomas Eitutis 6 (13), Valdimar Þórsson 4/1 (8/1), Karl Grönvold 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (7), Haukur Sigurvinsson 1/1 (3/2). Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Valdimar). Hraðaupphlaup: 3 (Strazdas 2, Elías). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/3, Hörður Flóki Ólafsson 2. Íslenski handboltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Sjá meira
Fyrrum markvörður HK, Hlynur Jóhannesson, reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu er Valsmenn sigruðu fyrstu viðureign félaganna, 26-25, í átta liða úrslitum DHL-deildar karla. Hlynur steig af tréverkinu um miðjan síðari hálfleik, skellti í lás og sá til þess að hans gömlu félagar fóru tómhentir í Kópavoginn. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og mikil stemning í húsinu allt til enda. HK byrjaði leikinn betur en Valsmenn voru fljótir að taka völdin en þeir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 15-11. HK mætti gríðarlega vel stemmt til síðari hálfleiksins og byrjaði að saxa niður forskot Valsmanna. Vinna þeirra bar árangur á 43 mínútu er þeir jöfnuðu leikinn, 19-19.Valsmenn létu það ekki slá sig út af laginu og héldu ávallt frumkvæðinu í leiknum þó aldrei hafi þeir leitt með meira en tveggja marka mun. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en HK fékk tvö tækifæri til þess að jafna undir lokin en Hlynur sá við þeim í bæði skiptin með góðri markvörslu og Valsmenn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok. Hlynur var stjarna þeirra en Vilhjálmur Halldórsson átti einnig góðan leik, skoraði lagleg mörk og var traustur þótt hann hafi augljóslega verið þjáður í baki. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, var aftur á móti besti maður vallarins en hann varði 25 skot og þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann gerði sér þar að auki lítið fyrir og varði þrjú víti frá hinni gríðaröruggu vítaskyttu Baldvini Þorsteinssyni. Strazdas var allt í öllu í sóknarleiknum og hefði mátt fá meiri hjálp frá félögum sínum. - HBGMörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 7/2 (12/2), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (10/4), Hjalti Pálmason 4 (10), Brendan Þorvaldsson 3 (4), Sigurður Eggertsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7), Kristján Karlsson 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Fiskuð víti: 6 ( Sigurður 2, Brendan 2, Baldvin, Kristján). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Vilhjálmur). Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11 , Pálmar Pétursson 10. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 6 (9), Tomas Eitutis 6 (13), Valdimar Þórsson 4/1 (8/1), Karl Grönvold 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (7), Haukur Sigurvinsson 1/1 (3/2). Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Valdimar). Hraðaupphlaup: 3 (Strazdas 2, Elías). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/3, Hörður Flóki Ólafsson 2.
Íslenski handboltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Sjá meira