Viðskipti innlent

Rúmir 20 milljarðar í arð frá 1989

Landssíminn hefur greitt ríkissjóði rúmlega 20 milljarða króna í arðgreiðslur frá árinu 1989 að því er fram kemur í svari Geirs Haarde fjármálaráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri - grænna, um greiðslur Landssímans til ríkisins. Steingrímur spurði ráðherra um heildaraðgreiðslur fyrirtækisins frá upphafi, eða skil á hagnaði og aðrar greiðslur til ríkisins, sem eigenda. Fjármálaráðuneytið kannaði greiðslurnar frá Landssímanum og forverum þess til ríkissjóðs og kom í ljós að enginn arður var greiddur fyrr en frá og með árinu 1989. Meðaltalsarðgreiðsla síðastliðinna sautján ára nemur 1,4 milljörðum króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×