Í skugga hákarlanna 7. apríl 2005 00:01 Sparisjóðirnir hafa hver á fætur öðrum birt uppgjör fyrir árið 2004 og fara þeir ekki varhluta af góðærinu frekar en aðrar fjármálastofnanir. Samanlagður hagnaður stærstu sparisjóðanna varð meiri en nokkru sinni fyrr og efnahagur þeirra þandist út. Hagnaður sparisjóðanna er að miklu leyti litaður af frábærri vertíð á verðbréfamarkaði í fyrra. Gengishagnaður sex stærstu sparisjóða landsins af hlutabréfa- og skuldabréfaviðskiptum var hærri en hagnaður þeirra eftir skatta. En það er svo sem ekkert nýtt að sparisjóðirnir byggi afkomu sína á viðskiptum með verðbréf. Sparisjóðirnir settu Kaupþing á markað árið 2000 og högnuðust gríðarlega fyrir vikið. Sumir sparisjóðanna hafa enn sterk tengsl við KB banka, arftaka Kaupþings. Sparisjóður Reykjavíkur (SPRON), Sparisjóður Keflavíkur (SPKEF) og Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) eru meðal eigenda Meiðs, stærsta hluthafans í KB banka sem tvöfaldaðist að markaðsvirði árið 2004. En þótt uppgjörin hafi verið góð er full ástæða fyrir stjórnendur sparisjóðanna að skoða framtíðarstöðu sína gagnvart risabönkunum og spyrja sig hvort sóknarfærin liggi í því að sameina sjóði, hagræða og fækka útibúum, einkum á höfuðborgarsvæðinu og bæta þannig reksturinn af hefðbundinni bankastarfsemi. Stærstur en aleinn SPRON fór langt fram úr öðrum sparisjóðum á síðasta ári hvað varðar vöxt og hagnað. Gengishagnaður SPRON var um 1.700 milljónir króna sem var 250 milljónum króna hærri upphæð en hagnaður sjóðsins eftir skatta. Það er eftirtektarvert að sjóðurinn skilaði langtum meiri hagnaði fyrstu sex mánuði ársins, um 1.300 milljónum króna, en á seinni hluta ársins sem að jafnaði er mun betri. Þetta bendir bæði til þess að sjóðurinn sé mjög háður afkomu á fjármálamörkuðum og að hefðbundin bankastarfsemi að sé ekki að gera sig nægilega vel. Undirstöður sjóðsins eru samt traustar og tekjurnar koma víða að. Frjálsi fjárfestingarbankinn, sem er í eigu SPRON, skilar góðu uppgjöri ár eftir ár og lánar grimmt í fasteignasprengingunni. Efnahagsreikningur SPRON óx upp í tæpa 69 milljarða króna úr 52 milljörðum. Þessi mikli vöxtur tók sinn toll en eiginfjárhlutfall sjóðsins stóð í 10,4 prósentum í árslok. Vegna þess stendur til að þrefalda stofnfé sjóðsins þannig að það fari í 1,9 milljarða króna. Stjórn sjóðsins hefur heimild að auka það svo í 4,3 milljarða króna. Stofnfjáraukning sem þessi er einsdæmi á Íslandi en eflaust býr meira að baki en það eitt að styrkja eiginfjárgrunninn. Það er ljóst að eftir að sameiningarviðræður SPRON og SPV runnu út í sandinn síðast liðið haust á SPRON litla samleið með hinum sparisjóðunum þótt ekkert skuli útiloka í þeim efnum. Á heimasíðu Sambands íslenskra sparisjóða er SPRON ekki talið upp á meðal sparisjóðanna í landinu. KB banki og tengd félög eru mjög áberandi í stofnfjáreigendahópi SPRON og virðist sem að leiðir þeirra muni liggja saman fyrr eða síðar. Þeirri hugmynd hefur verið fleygt fram að SPRON kaupi útibúanet KB banka. Vélstjórar við stýri Sparisjóður vélstjóra (SPV) hefur líkt og SPRON styrkt stöðu sína gríðarlega á undanförnum árum en með allt öðrum hætti. Vélstjórar hafa treyst á að hefðbundin bankarekstur skili hagnaðnum fremur en verðbréfaviðskipti. Bankamenn hljóta að líta til vélstjóra þegar þeir velta því fyrir hvernig eigi að reka banka með "gamla laginu". Síðustu þrjú árin hefur kostnaðarhlutfall sjóðsins verið um og undir 50 prósent og er Íslandsbanki sennilega eini bankinn sem er með álíka lágt hlutfall. Vélstjórar hafa í seinni tíð verið að sækja fram á öðrum sviðum, stóraukið fjárfestingar í öðrum fjármálafyrirtækjum eins og MP fjárfestingabanka og eru næststærstir í SP fjármögnun á eftir Landsbankanum. Eiginfjárhlutfall SPV er hátt sem gefur honum tækifæri til enn frekari vaxtar. Forsvarsmenn sjóðsins hafa lýst því yfir að sameining við aðra sparisjóði komi sterklega til greina og eru þá Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) og Sparisjóður Kópavogs (SPK) taldir líklegir. Þessir tveir sjóðir hafa glímt við nokkra erfiðleika síðustu árin en nú horfir til betri vegar. SPH, sem er rótgróin stofnun í Firðinum, fór of geyst í útlánaþenslunni í kringum síðustu aldamót og hefur verið að súpa seyðið af því síðan. Það sama má segja um Kópavogssjóðinn. Samþjöppun á landsbyggðinni Þrír til fjórir sparisjóðir á landsbyggðinni hafa burði til stórræða á næstu árum. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur hagnast yfir milljarð króna á síðustu tveimur árum. Staða hans er sterk á einu stærsta þéttbýlissvæði landsins. Sparisjóður Mýrasýslu er mjög áberandi í öllu athafnalífi á Vesturlandi og víðar því Borgnesingar hafa verið manna duglegastir að kaupa upp aðra sparisjóði eins og Sparisjóð Siglufjarðar og hafa nú eignast allt stofnfé í Sparisjóði Ólafsfjarðar. Ætlunin er að sameina sparisjóðina tvo. Sparisjóður Vestmannaeyja hefur höggvið í sama knérunn og SPM. Vestmannaeyingar líta á allt Suðurlands sem sitt starfssvæði og reka sparisjóð á Selfossi og eiga stærstan hluta stofnfjár í Sparisjóði Hornafjarðar. Skilaði sjóðurinn yfir 120 milljóna króna hagnaði. Líkt og í Eyjum var afkoma Sparisjóðs Norðlendinga góð en arðsemi eigin fjár nam um 27 prósent. Aðeins SPRON skilaði hærri arðsemi á síðasta ári. Sparisjóðum á landsbyggðinni hefur farið fækkandi með sameiningum. Sparisjóður Mýrasýslu og Vestmannaeyja hafa tekið upp merki gamla Búnaðarbankans og yfirtekið minni sjóði en líklega verður þróunin sú að sparisjóðum eigi eftir að fækka umtalsvert úti á landi á næstu árum. Margir landsbyggðarsjóðir eru hreinlega allt of litlir til að eiga sér sjálfstæða framtíð og því munu stærrir sparisjóðir reyna að eignast stofnfé þeirra minni og gera þá að dótturfélögum. Rólegt á vígstöðvunum Staðan í sparisjóðakerfinu er sú að boðorðin eru samvinna og samþjöppun. Eftir því sem viðskiptabankarnir þrír verða stærri því erfiðara er fyrir sparisjóðina að sitja og bíða. Samkeppni banka og sparisjóða um hylli einstaklinga og fyrirtækja er hörð og gera viðskiptavinir bankakerfisins sífellt meiri kröfur til fjármálastofnanna. Meðal sparisjóðanna er fylgst grannt með þróun mála í SPRON þar sem stórfelld aukning stofnfjár stendur fyrir dyrum. Margir vilja vita hvað stendur fyrir dyrum í höfðuðstöðvum SPRON. En þar sem að SPRON hefur dregið sig að mestu út úr sparisjóðasamstarfinu eru meiri líkur á því að aðrir sparisjóðir leiti hófana að samstarfi. Það er svo annar handleggur hvernig gangi að mynda stærri heildir í sparisjóðakerfinu. Sparisjóðirnir eru nátengdir sínum byggðarlögum, hvort sem það er á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Ekki er talið víst að allir fallist á það að missa yfirráðin yfir "okkar" sparisjóði. Það verður væntanlega hlutverk yngri stjórnenda í sparisjóðunum að hefjast handa - væntanlega á næstu misserum. Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Sparisjóðirnir hafa hver á fætur öðrum birt uppgjör fyrir árið 2004 og fara þeir ekki varhluta af góðærinu frekar en aðrar fjármálastofnanir. Samanlagður hagnaður stærstu sparisjóðanna varð meiri en nokkru sinni fyrr og efnahagur þeirra þandist út. Hagnaður sparisjóðanna er að miklu leyti litaður af frábærri vertíð á verðbréfamarkaði í fyrra. Gengishagnaður sex stærstu sparisjóða landsins af hlutabréfa- og skuldabréfaviðskiptum var hærri en hagnaður þeirra eftir skatta. En það er svo sem ekkert nýtt að sparisjóðirnir byggi afkomu sína á viðskiptum með verðbréf. Sparisjóðirnir settu Kaupþing á markað árið 2000 og högnuðust gríðarlega fyrir vikið. Sumir sparisjóðanna hafa enn sterk tengsl við KB banka, arftaka Kaupþings. Sparisjóður Reykjavíkur (SPRON), Sparisjóður Keflavíkur (SPKEF) og Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) eru meðal eigenda Meiðs, stærsta hluthafans í KB banka sem tvöfaldaðist að markaðsvirði árið 2004. En þótt uppgjörin hafi verið góð er full ástæða fyrir stjórnendur sparisjóðanna að skoða framtíðarstöðu sína gagnvart risabönkunum og spyrja sig hvort sóknarfærin liggi í því að sameina sjóði, hagræða og fækka útibúum, einkum á höfuðborgarsvæðinu og bæta þannig reksturinn af hefðbundinni bankastarfsemi. Stærstur en aleinn SPRON fór langt fram úr öðrum sparisjóðum á síðasta ári hvað varðar vöxt og hagnað. Gengishagnaður SPRON var um 1.700 milljónir króna sem var 250 milljónum króna hærri upphæð en hagnaður sjóðsins eftir skatta. Það er eftirtektarvert að sjóðurinn skilaði langtum meiri hagnaði fyrstu sex mánuði ársins, um 1.300 milljónum króna, en á seinni hluta ársins sem að jafnaði er mun betri. Þetta bendir bæði til þess að sjóðurinn sé mjög háður afkomu á fjármálamörkuðum og að hefðbundin bankastarfsemi að sé ekki að gera sig nægilega vel. Undirstöður sjóðsins eru samt traustar og tekjurnar koma víða að. Frjálsi fjárfestingarbankinn, sem er í eigu SPRON, skilar góðu uppgjöri ár eftir ár og lánar grimmt í fasteignasprengingunni. Efnahagsreikningur SPRON óx upp í tæpa 69 milljarða króna úr 52 milljörðum. Þessi mikli vöxtur tók sinn toll en eiginfjárhlutfall sjóðsins stóð í 10,4 prósentum í árslok. Vegna þess stendur til að þrefalda stofnfé sjóðsins þannig að það fari í 1,9 milljarða króna. Stjórn sjóðsins hefur heimild að auka það svo í 4,3 milljarða króna. Stofnfjáraukning sem þessi er einsdæmi á Íslandi en eflaust býr meira að baki en það eitt að styrkja eiginfjárgrunninn. Það er ljóst að eftir að sameiningarviðræður SPRON og SPV runnu út í sandinn síðast liðið haust á SPRON litla samleið með hinum sparisjóðunum þótt ekkert skuli útiloka í þeim efnum. Á heimasíðu Sambands íslenskra sparisjóða er SPRON ekki talið upp á meðal sparisjóðanna í landinu. KB banki og tengd félög eru mjög áberandi í stofnfjáreigendahópi SPRON og virðist sem að leiðir þeirra muni liggja saman fyrr eða síðar. Þeirri hugmynd hefur verið fleygt fram að SPRON kaupi útibúanet KB banka. Vélstjórar við stýri Sparisjóður vélstjóra (SPV) hefur líkt og SPRON styrkt stöðu sína gríðarlega á undanförnum árum en með allt öðrum hætti. Vélstjórar hafa treyst á að hefðbundin bankarekstur skili hagnaðnum fremur en verðbréfaviðskipti. Bankamenn hljóta að líta til vélstjóra þegar þeir velta því fyrir hvernig eigi að reka banka með "gamla laginu". Síðustu þrjú árin hefur kostnaðarhlutfall sjóðsins verið um og undir 50 prósent og er Íslandsbanki sennilega eini bankinn sem er með álíka lágt hlutfall. Vélstjórar hafa í seinni tíð verið að sækja fram á öðrum sviðum, stóraukið fjárfestingar í öðrum fjármálafyrirtækjum eins og MP fjárfestingabanka og eru næststærstir í SP fjármögnun á eftir Landsbankanum. Eiginfjárhlutfall SPV er hátt sem gefur honum tækifæri til enn frekari vaxtar. Forsvarsmenn sjóðsins hafa lýst því yfir að sameining við aðra sparisjóði komi sterklega til greina og eru þá Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) og Sparisjóður Kópavogs (SPK) taldir líklegir. Þessir tveir sjóðir hafa glímt við nokkra erfiðleika síðustu árin en nú horfir til betri vegar. SPH, sem er rótgróin stofnun í Firðinum, fór of geyst í útlánaþenslunni í kringum síðustu aldamót og hefur verið að súpa seyðið af því síðan. Það sama má segja um Kópavogssjóðinn. Samþjöppun á landsbyggðinni Þrír til fjórir sparisjóðir á landsbyggðinni hafa burði til stórræða á næstu árum. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur hagnast yfir milljarð króna á síðustu tveimur árum. Staða hans er sterk á einu stærsta þéttbýlissvæði landsins. Sparisjóður Mýrasýslu er mjög áberandi í öllu athafnalífi á Vesturlandi og víðar því Borgnesingar hafa verið manna duglegastir að kaupa upp aðra sparisjóði eins og Sparisjóð Siglufjarðar og hafa nú eignast allt stofnfé í Sparisjóði Ólafsfjarðar. Ætlunin er að sameina sparisjóðina tvo. Sparisjóður Vestmannaeyja hefur höggvið í sama knérunn og SPM. Vestmannaeyingar líta á allt Suðurlands sem sitt starfssvæði og reka sparisjóð á Selfossi og eiga stærstan hluta stofnfjár í Sparisjóði Hornafjarðar. Skilaði sjóðurinn yfir 120 milljóna króna hagnaði. Líkt og í Eyjum var afkoma Sparisjóðs Norðlendinga góð en arðsemi eigin fjár nam um 27 prósent. Aðeins SPRON skilaði hærri arðsemi á síðasta ári. Sparisjóðum á landsbyggðinni hefur farið fækkandi með sameiningum. Sparisjóður Mýrasýslu og Vestmannaeyja hafa tekið upp merki gamla Búnaðarbankans og yfirtekið minni sjóði en líklega verður þróunin sú að sparisjóðum eigi eftir að fækka umtalsvert úti á landi á næstu árum. Margir landsbyggðarsjóðir eru hreinlega allt of litlir til að eiga sér sjálfstæða framtíð og því munu stærrir sparisjóðir reyna að eignast stofnfé þeirra minni og gera þá að dótturfélögum. Rólegt á vígstöðvunum Staðan í sparisjóðakerfinu er sú að boðorðin eru samvinna og samþjöppun. Eftir því sem viðskiptabankarnir þrír verða stærri því erfiðara er fyrir sparisjóðina að sitja og bíða. Samkeppni banka og sparisjóða um hylli einstaklinga og fyrirtækja er hörð og gera viðskiptavinir bankakerfisins sífellt meiri kröfur til fjármálastofnanna. Meðal sparisjóðanna er fylgst grannt með þróun mála í SPRON þar sem stórfelld aukning stofnfjár stendur fyrir dyrum. Margir vilja vita hvað stendur fyrir dyrum í höfðuðstöðvum SPRON. En þar sem að SPRON hefur dregið sig að mestu út úr sparisjóðasamstarfinu eru meiri líkur á því að aðrir sparisjóðir leiti hófana að samstarfi. Það er svo annar handleggur hvernig gangi að mynda stærri heildir í sparisjóðakerfinu. Sparisjóðirnir eru nátengdir sínum byggðarlögum, hvort sem það er á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Ekki er talið víst að allir fallist á það að missa yfirráðin yfir "okkar" sparisjóði. Það verður væntanlega hlutverk yngri stjórnenda í sparisjóðunum að hefjast handa - væntanlega á næstu misserum.
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira