Shrek 2 9. apríl 2005 00:01 Shrek 2 er stórt grænt og úrillt tröll sem flestir íslendingar ættu að vera farnir að kannast vel við. Hann snýr núna aftur í þessum tölvuleik sem fylgir söguþræðinum úr seinni myndinni sem var mjög vinsæl í íslenskum kvikmyndahúsum. Leikurinn byrjar á því að Shrek og konunni hans, Fionu, er boðið á konunglegt ball hjá foreldrum hennar, í konungdæminu Langt langt í Burtu. Eftir það fylgjum við þeim á leið þeirra til konungdæmisins, en jafnvel eftir að þau koma þangað er ævintýrið bara rétt að byrja. Grafíkin er í ágætum gæðum, þótt hún hefði auðveldlega getað verið betri. Það lítur út fyrir að mikið meiri vinna hafi verið lögð í að skapa umhverfið heldur en persónurnar, og það þótti mér ansi furðulegt. Grafíkin er samt töluvert betri í myndbandsklippunum heldur en í leiknum sjálfum, sem er nauðsynlegt til þess að húmorinn komist almennilega til skila. Leikurinn er ekki byggður nærri því jafn mikið á myndinni og hægt hefði verið, sem er mjög góður hlutur, því þá hefur hann meira frelsi og býður upp á fleiri og skemmtilegri möguleika. Þetta sýnir sig vel í því að það bætast oft persónur inn í söguna sem spila mjög stórt hlutverk í leiknum, en birtust kannski aðeins í mjög stuttan tíma í myndinni. Auk þess fær maður að fylgja hópnum á nýja staði sem komu aldrei fram í myndinni, og það lengir endingartíma leiksins töluvert. Leikurinn er byggður upp á áhugaverðan hátt. Þú stjórnar föruneyti þar sem þú getur notað hvaða persónu sem er til skiptis, þar sem hver karakter hefur sína eigin hæfileika og hreyfingar sem koma föruneytinu til gagns. T.d getur Shrek lyft þungum hlutum og hent þeim, eða borið þá þangað þar sem þörf er á þeim. Fiona getur hægt á tímanum í stuttan tíma, Asni getur brotið niður hurðir og hlið með sterku sparki og piparkökumaðurinn getur kastað litlum smákökum í jörðina sem draga til sín villidýr. Þetta er bara nokkur dæmi um þá mismunandi hæfileika sem hver og ein persóna hefur. Svo bætast sífellt nýjar manneskjur við hópinn eftir þvi sem sagan þróast, en þá fara aðrir í staðinn. Þess vegna eru aldrei fleiri en fjórir saman í hóp. Auk alls þessa bætast lítil aukaverkefni inn í leikinn, sem eru sérhönnuð fyrir hvern einstakling. Þrátt fyrir að þessi uppsetning sé frumleg, þá hefur hún svo sannarlega sína galla. Vegna þess að það þarf sífellt að sjást í allar persónur í föruneytinu er myndavélin alltaf í mjög breiðu skoti, sem þýðir að það er oft erfitt að fylgjast vel með því sem maður er sjálfur að gera, og þegar farið er í bardaga er næstum því ómögulegt að geta séð nógu vel til, svo það sé hægt að nota fágaðar og vandaðar hreyfingar. Þess vegna enda slagsmálin oftast á því að þú lemur út í bert loftið og vonast til þess að hinir félagar þínir geti komið þér til hjálpar áður en þú lendir rotaður á jörðinni. Það vantar svo sannarlega ekki húmorinn í leikinn. Það sem gerði myndina svona vinsæla er einnig stór hluti í leiknum, og er honum komið vel til skila í stuttum myndbrotum sem koma inn á milli verkefna, eða inni í þeim miðjum. Verkefnin sem maður leysir eru flest byggð upp á einn hátt. Þú byrjar á einum stað með aðeins eitt verkefni fyrir höndum sem þú þarft að leysa til að geta haldið áfram, og svo bætast nokkur aukaverkefni við þegar þú heldur áfram. Ekkert sérstaklega frumlegt, en ágæt skemmtun. Niðurstaða: Þótt að Shrek 2 brjóti engin blöð í sögunni, þá býður hann upp á ágætis skemmtun fyrir þá sem geta litið fram hjá nokkrum stórum göllum á borð við stirða og óþægilega myndavél. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Activison Inc. Útgefandi: Activision Publishing Inc. Heimasíða: http://www.shrek2thegame.co.uk/ Árni Pétur Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Shrek 2 er stórt grænt og úrillt tröll sem flestir íslendingar ættu að vera farnir að kannast vel við. Hann snýr núna aftur í þessum tölvuleik sem fylgir söguþræðinum úr seinni myndinni sem var mjög vinsæl í íslenskum kvikmyndahúsum. Leikurinn byrjar á því að Shrek og konunni hans, Fionu, er boðið á konunglegt ball hjá foreldrum hennar, í konungdæminu Langt langt í Burtu. Eftir það fylgjum við þeim á leið þeirra til konungdæmisins, en jafnvel eftir að þau koma þangað er ævintýrið bara rétt að byrja. Grafíkin er í ágætum gæðum, þótt hún hefði auðveldlega getað verið betri. Það lítur út fyrir að mikið meiri vinna hafi verið lögð í að skapa umhverfið heldur en persónurnar, og það þótti mér ansi furðulegt. Grafíkin er samt töluvert betri í myndbandsklippunum heldur en í leiknum sjálfum, sem er nauðsynlegt til þess að húmorinn komist almennilega til skila. Leikurinn er ekki byggður nærri því jafn mikið á myndinni og hægt hefði verið, sem er mjög góður hlutur, því þá hefur hann meira frelsi og býður upp á fleiri og skemmtilegri möguleika. Þetta sýnir sig vel í því að það bætast oft persónur inn í söguna sem spila mjög stórt hlutverk í leiknum, en birtust kannski aðeins í mjög stuttan tíma í myndinni. Auk þess fær maður að fylgja hópnum á nýja staði sem komu aldrei fram í myndinni, og það lengir endingartíma leiksins töluvert. Leikurinn er byggður upp á áhugaverðan hátt. Þú stjórnar föruneyti þar sem þú getur notað hvaða persónu sem er til skiptis, þar sem hver karakter hefur sína eigin hæfileika og hreyfingar sem koma föruneytinu til gagns. T.d getur Shrek lyft þungum hlutum og hent þeim, eða borið þá þangað þar sem þörf er á þeim. Fiona getur hægt á tímanum í stuttan tíma, Asni getur brotið niður hurðir og hlið með sterku sparki og piparkökumaðurinn getur kastað litlum smákökum í jörðina sem draga til sín villidýr. Þetta er bara nokkur dæmi um þá mismunandi hæfileika sem hver og ein persóna hefur. Svo bætast sífellt nýjar manneskjur við hópinn eftir þvi sem sagan þróast, en þá fara aðrir í staðinn. Þess vegna eru aldrei fleiri en fjórir saman í hóp. Auk alls þessa bætast lítil aukaverkefni inn í leikinn, sem eru sérhönnuð fyrir hvern einstakling. Þrátt fyrir að þessi uppsetning sé frumleg, þá hefur hún svo sannarlega sína galla. Vegna þess að það þarf sífellt að sjást í allar persónur í föruneytinu er myndavélin alltaf í mjög breiðu skoti, sem þýðir að það er oft erfitt að fylgjast vel með því sem maður er sjálfur að gera, og þegar farið er í bardaga er næstum því ómögulegt að geta séð nógu vel til, svo það sé hægt að nota fágaðar og vandaðar hreyfingar. Þess vegna enda slagsmálin oftast á því að þú lemur út í bert loftið og vonast til þess að hinir félagar þínir geti komið þér til hjálpar áður en þú lendir rotaður á jörðinni. Það vantar svo sannarlega ekki húmorinn í leikinn. Það sem gerði myndina svona vinsæla er einnig stór hluti í leiknum, og er honum komið vel til skila í stuttum myndbrotum sem koma inn á milli verkefna, eða inni í þeim miðjum. Verkefnin sem maður leysir eru flest byggð upp á einn hátt. Þú byrjar á einum stað með aðeins eitt verkefni fyrir höndum sem þú þarft að leysa til að geta haldið áfram, og svo bætast nokkur aukaverkefni við þegar þú heldur áfram. Ekkert sérstaklega frumlegt, en ágæt skemmtun. Niðurstaða: Þótt að Shrek 2 brjóti engin blöð í sögunni, þá býður hann upp á ágætis skemmtun fyrir þá sem geta litið fram hjá nokkrum stórum göllum á borð við stirða og óþægilega myndavél. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Activison Inc. Útgefandi: Activision Publishing Inc. Heimasíða: http://www.shrek2thegame.co.uk/
Árni Pétur Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira