Full Spectrum Warrior 9. apríl 2005 00:01 Margir rauntíma hernaðarleikir hafa litið dagsins ljós undanfarin ár með misjöfnum áherslum og útkomum. Full Spectrum Warrior er sérstakur leikur í þessum geira. Hann er í raun æfingaleikur hannaður sérstaklega fyrir Bandaríska herinn til að þjálfa hermenn í baráttu á strætum Íraks. Leikurinn kennir hermönnum að meta hættu og bregðast við umhverfinu. Tvö teymi Alpha og Bravo þurfa að vinna saman til að halda lífi í hermönnum teymanna og tapast leikurinn ef einhver liðsmaður fellur. Umgjörð Spilarinn stýrir teymunum í rauntíma og fær aðstoð annarra deilda í hernum í erfiðum aðstæðum. GPS kerfi hjálpar teymunum að nálgast óvinasvæði úr mismunandi áttum og hægt er að biðja um eftirlitsþyrlu til að staðsetja óvini nákvæmlega. Þegar liðsmaður særist í skotbardaga þarf að flytja hann til sjúkraliða fyrir utan bardagasvæðið. Það tekur sjúkraliðann nokkrar sekúndur að tjasla hermanninn saman þannig að hann verði hress og kátur og tilbúinn í slaginn aftur. Það dregur úr raunveruleikagildi leiksins en sjálfsagt skiljanlegt miðað við að Bandarískir hermenn spila leikinn mikið og herinn vilji ekki sýna dauðsföll hermanna. Spilun Verkefnin í leiknum eru oft á tíðum keimlík en inn á milli eru þrælspennandi hasarverkefni. Leikurinn ber með sér ýmsa galla eins og að hermennirnir ganga í gegnum hvorn annan og jafnvel í gegnum farartæki eins og draugar og einstaka sinnum festast þeir. Hermennirnir eiga stundum í vandræðum að skjóta óvini af stuttu færi í beinni sjónlínu. Grafík og hljóð Grafíkin er sæmileg og umhverfið ber með sér óspennandi yfirbragð. Hljóðsetningin er ágæt en skipanir til liðsmanna Alpha og Bravo verða pirrandi til lengdar. Tónlistin er með hernaðarlegum undirtón sem má heyra í annarri hverri Amerískri stríðsmynd. Þrátt fyrir að ýmislegt sé misfarið í þessum leik þá náði hann ágætis tökum á mér. Metnaðurinn í að klára verkefnin án teljandi meiðsla varð að lykilatriði og framvinda stríðsins varð forvitnilegra með hverju verkefninu. Alveg ágætis afþreying fyrir rauntíma hernaðarleikjaspilara og góð innsýn inn í vinnubrögð Bandaríska hersins. Niðurstaða: Stríðshermir hannaður fyrir Bandaríska herinn. Rauntíma hernaðarleikur sem gerist í Mið Austurlöndum í dag. Gallaður leikur sem er annars ágætis afþreying. Leikjabúnaður: PC Framleiðandi: Pandemic Studios Útgefandi: THQ Franz Leikjavísir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Margir rauntíma hernaðarleikir hafa litið dagsins ljós undanfarin ár með misjöfnum áherslum og útkomum. Full Spectrum Warrior er sérstakur leikur í þessum geira. Hann er í raun æfingaleikur hannaður sérstaklega fyrir Bandaríska herinn til að þjálfa hermenn í baráttu á strætum Íraks. Leikurinn kennir hermönnum að meta hættu og bregðast við umhverfinu. Tvö teymi Alpha og Bravo þurfa að vinna saman til að halda lífi í hermönnum teymanna og tapast leikurinn ef einhver liðsmaður fellur. Umgjörð Spilarinn stýrir teymunum í rauntíma og fær aðstoð annarra deilda í hernum í erfiðum aðstæðum. GPS kerfi hjálpar teymunum að nálgast óvinasvæði úr mismunandi áttum og hægt er að biðja um eftirlitsþyrlu til að staðsetja óvini nákvæmlega. Þegar liðsmaður særist í skotbardaga þarf að flytja hann til sjúkraliða fyrir utan bardagasvæðið. Það tekur sjúkraliðann nokkrar sekúndur að tjasla hermanninn saman þannig að hann verði hress og kátur og tilbúinn í slaginn aftur. Það dregur úr raunveruleikagildi leiksins en sjálfsagt skiljanlegt miðað við að Bandarískir hermenn spila leikinn mikið og herinn vilji ekki sýna dauðsföll hermanna. Spilun Verkefnin í leiknum eru oft á tíðum keimlík en inn á milli eru þrælspennandi hasarverkefni. Leikurinn ber með sér ýmsa galla eins og að hermennirnir ganga í gegnum hvorn annan og jafnvel í gegnum farartæki eins og draugar og einstaka sinnum festast þeir. Hermennirnir eiga stundum í vandræðum að skjóta óvini af stuttu færi í beinni sjónlínu. Grafík og hljóð Grafíkin er sæmileg og umhverfið ber með sér óspennandi yfirbragð. Hljóðsetningin er ágæt en skipanir til liðsmanna Alpha og Bravo verða pirrandi til lengdar. Tónlistin er með hernaðarlegum undirtón sem má heyra í annarri hverri Amerískri stríðsmynd. Þrátt fyrir að ýmislegt sé misfarið í þessum leik þá náði hann ágætis tökum á mér. Metnaðurinn í að klára verkefnin án teljandi meiðsla varð að lykilatriði og framvinda stríðsins varð forvitnilegra með hverju verkefninu. Alveg ágætis afþreying fyrir rauntíma hernaðarleikjaspilara og góð innsýn inn í vinnubrögð Bandaríska hersins. Niðurstaða: Stríðshermir hannaður fyrir Bandaríska herinn. Rauntíma hernaðarleikur sem gerist í Mið Austurlöndum í dag. Gallaður leikur sem er annars ágætis afþreying. Leikjabúnaður: PC Framleiðandi: Pandemic Studios Útgefandi: THQ
Franz Leikjavísir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira