Sport

Valur í undanúrslitin

Valsmenn eru komnir í undanúrslitin í Intersport deildinni í handknattleik karla, eftir frækinn 31-30 sigur á HK í Valsheimilinu nú fyrir stundu. Valsmenn voru mun betri framan af leiknum og virtust ætla að kafsigla HK með góðum leik sínum. Valsmenn náðu mest 8 marka forystu í leiknum og var staðan í hálfleik 21-13, heimaliðinu í vil. Gestirnir úr Kópavogi hresstust eilítið í síðari hálfleik og með gríðarlegri baráttu náðu þeir að minnka muninn í eitt mark, en Valsmenn skoruðu aðeins eitt mark á síðustu 13 mínútum leiksins. Spennan í lokin var rafmögnuð, en heimamenn náðu naumlega að halda í forskot sitt og höfðu að lokum sigur 31-30. Valsmenn sigruðu því í rimmu liðanna og mæta Haukum í undanúrslitunum. Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 6, Heimir Örn Árnason 6, Brendan Þorvaldsson 5, Kristján Þór Karlsson 4, Sigurður Eggertsson 3, Hjalti Þór Pálmason 3, Elvar Friðriksson 2, Vilhjálmur Halldórsson 2, Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11, Pálmar Pétursson 9. Mörk HK: Augustas Strazdas 7, Elías Már Halldórsson 6, Ólafur Víðir Ólafsson 5, Valdimar Fannar Þórisson 4, Brynjar Valsteinsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Tomas Eitutis 2, Alexander Arnarsson1, Karl Guðmundsson 1. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 7, Björgvin Páll Gústavsson 6.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×