Milliliðalaust samband við Guð 11. apríl 2005 00:01 Í auglýsingu frá kaþólsku kirkjunni um andlát páfa sem birtist í Mogganum stóð að hann væri staðgengill Jesú Krists á jörð. Þetta er framandi hugmynd fyrir lúterstrúarmenn. Við höfum beint samband, eins og Vilborg Dagbjartsdóttir sagði þegar ég hitti hana á Bókhlöðustígnum um daginn. Þurfum ekki millilið. Við erum lika laus við dýrlingastandið sem fylgir pápískunni – er ekki þegar farið að tala um að gera Karol Wojtyla að dýrlingi? Sjálfur lagði hann mikla áherslu á þessa hlið trúarinnar; á tíma hans var fleira fólk tekið í dýrlingatölu en nokkurn tíma áður í sögu kirkjunnar. Því kemur hin gegndarlausa persónudýrkun við andlát hans ekki svo mjög á óvart - þótt að sumu leyti sé pínu hrollvekjandi að horfa á þetta. Minnir dálítið á sefjunina kringum andlát Díönu. Svo skoðar maður ævi páfans og sér varla að hann sé neitt heilagari en maðurinn í næsta húsi. Hann hafði vissulega mikið vald; sumt sem hann gerði í nafni friðar var merkilegt; stefna hans í siðferðismálum bar að miklu leyti vott um stækt afturhald. Við siðskiptin voru dýrlingamyndirnar teknar niður í lúterskum kirkjum. Sambandið við Guð skyldi vera milliliðalaust. Biblían var þýdd á þjóðtungur - kaþólska kirkjan stóð vörð um fáfræðina, vildi hafa almúgann illa upplýstan og grandalausan. En stundum virkar lúterskan óneitanlega hálf leiðinleg - það vantar skraut í kirkjurnar, reykelsisilminn, öll þessi dularfullu tákn. Það varð tískuskoðun á tuttugustu öldinni að lúterska væri ekki á vetur setjandi vegna leiðinda – Halldór Laxness fór þar fremstur í flokki með sínar fremur meiningarlitlu gælur við kaþólska trú. Þórbergur andmælti í Bréfi til Láru sem er stækt áróðursrit gegn kaþólsku kirkjunni; það er raunar hægt að fylla heila bókhlöðu með verkum allra þeirra merkismanna sem hafa skrifað móti þessari fornu stofnun. En þegar maður fylgist með andláti páfans og öllu þessu veseni, smyrðlingnum í Péturskirkjunni, þá getur maður varla annað en þakkað fyrir lúterskuna - líka þótt veggir kirknanna virki óþægilega berir. --- --- --- Bendi í framhaldi af þessu á gallharða grein sem dálkahöfundurinn frægi Polly Toynbee skrifaði í The Guardian á föstudaginn. Hún heldur því fram – líkt og var gert í þætti hjá mér í gær - að með stefnu sinni hafi páfinn borið ábyrgð á dauða milljóna manna. Toynbee segir að Vatíkanið sé ekki eins og lítið sætt Mónakó, heldur staður þar sem ríki grimmd og hræsni. Greinin er þess virði að lesa hana – hvort sem menn álíta þetta ósannindi eða óþægilegan sannleika... --- --- --- Eftir tíma algjörs skorts á vitsmunalegu efni í kvikmyndahúsum í vetur er runnin upp kvikmyndahátíð með taumlausu offramboði. Það er dálítið skrítið ef kvikmyndahúsin spara góðar myndir til að geta svo sýnt þær í belg og biðu á hátíð. Ég er búinn að sjá tvær af þessum myndum; báðar eiga algjörlega heima á almennum sýningum - hér í eina tíð hefðu þær talist nokkuð "mainstream". Önnur myndin er Hótel Rúanda – segir frá fjöldamorðunum í því landi árið 1994 þegar alþjóðasamfélagið varð sér til skammar með því að grípa seint og illa inni í atburðarásina. Þetta er mynd sem minnir að sumu leyti á meistaraverkið Killing Fields; þó má kannski finna að því að það er svolítið verið að hlífa manni við hryllingnum. Fín mynd samt og beinir athyglinni að atburðum sem alltof lítið hefur verið fjallað um. Hin myndin er Der Untergang þar sem stórleikarinn Bruno Ganz leikur sjálfan Hitler. Þetta er vogað hjá Ganz - en hann kemst ótrúlega vel frá því. Hitler í túlkun hans er ekki æpandi skrímsli eða nein steríótýpa illskunnar, heldur maður sem er stundum kurteis og blíður á manninn, situr í teboðum með konum, en blindast svo af ofsa þess í milli. Myndin gerist í sprengjubyrginu síðustu dagana áður en Berlín féll 1945; þetta er mikil stórmynd og óhugnanlega raunsæ - atriðið þar sem Magda og Josef Göbbels myrða börnin sín er sérstaklega hryllilegt í einfaldleik sínum. Mér stóð líka til boða að sjá mynd Lucasar Moodyson Hola í hjartanu, er með hana á myndbandi hér heima, en hef ekki enn lagt í að horfa. --- --- --- Í þættinum hjá mér í gær var meðal annars rætt um Morgan Stanley, fyrirtækið sem hefur veitt ráðgjöf varðandi sölu símans. Þar var dregið í efa að þetta fyrirtæki væri jafn háheilagt og menn vilja vera láta – hér eru slóðir inn á tvær vefsíður sem kunna að benda til hins gagnstæða: Cheating Culture og Stockbroker Fraud... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Í auglýsingu frá kaþólsku kirkjunni um andlát páfa sem birtist í Mogganum stóð að hann væri staðgengill Jesú Krists á jörð. Þetta er framandi hugmynd fyrir lúterstrúarmenn. Við höfum beint samband, eins og Vilborg Dagbjartsdóttir sagði þegar ég hitti hana á Bókhlöðustígnum um daginn. Þurfum ekki millilið. Við erum lika laus við dýrlingastandið sem fylgir pápískunni – er ekki þegar farið að tala um að gera Karol Wojtyla að dýrlingi? Sjálfur lagði hann mikla áherslu á þessa hlið trúarinnar; á tíma hans var fleira fólk tekið í dýrlingatölu en nokkurn tíma áður í sögu kirkjunnar. Því kemur hin gegndarlausa persónudýrkun við andlát hans ekki svo mjög á óvart - þótt að sumu leyti sé pínu hrollvekjandi að horfa á þetta. Minnir dálítið á sefjunina kringum andlát Díönu. Svo skoðar maður ævi páfans og sér varla að hann sé neitt heilagari en maðurinn í næsta húsi. Hann hafði vissulega mikið vald; sumt sem hann gerði í nafni friðar var merkilegt; stefna hans í siðferðismálum bar að miklu leyti vott um stækt afturhald. Við siðskiptin voru dýrlingamyndirnar teknar niður í lúterskum kirkjum. Sambandið við Guð skyldi vera milliliðalaust. Biblían var þýdd á þjóðtungur - kaþólska kirkjan stóð vörð um fáfræðina, vildi hafa almúgann illa upplýstan og grandalausan. En stundum virkar lúterskan óneitanlega hálf leiðinleg - það vantar skraut í kirkjurnar, reykelsisilminn, öll þessi dularfullu tákn. Það varð tískuskoðun á tuttugustu öldinni að lúterska væri ekki á vetur setjandi vegna leiðinda – Halldór Laxness fór þar fremstur í flokki með sínar fremur meiningarlitlu gælur við kaþólska trú. Þórbergur andmælti í Bréfi til Láru sem er stækt áróðursrit gegn kaþólsku kirkjunni; það er raunar hægt að fylla heila bókhlöðu með verkum allra þeirra merkismanna sem hafa skrifað móti þessari fornu stofnun. En þegar maður fylgist með andláti páfans og öllu þessu veseni, smyrðlingnum í Péturskirkjunni, þá getur maður varla annað en þakkað fyrir lúterskuna - líka þótt veggir kirknanna virki óþægilega berir. --- --- --- Bendi í framhaldi af þessu á gallharða grein sem dálkahöfundurinn frægi Polly Toynbee skrifaði í The Guardian á föstudaginn. Hún heldur því fram – líkt og var gert í þætti hjá mér í gær - að með stefnu sinni hafi páfinn borið ábyrgð á dauða milljóna manna. Toynbee segir að Vatíkanið sé ekki eins og lítið sætt Mónakó, heldur staður þar sem ríki grimmd og hræsni. Greinin er þess virði að lesa hana – hvort sem menn álíta þetta ósannindi eða óþægilegan sannleika... --- --- --- Eftir tíma algjörs skorts á vitsmunalegu efni í kvikmyndahúsum í vetur er runnin upp kvikmyndahátíð með taumlausu offramboði. Það er dálítið skrítið ef kvikmyndahúsin spara góðar myndir til að geta svo sýnt þær í belg og biðu á hátíð. Ég er búinn að sjá tvær af þessum myndum; báðar eiga algjörlega heima á almennum sýningum - hér í eina tíð hefðu þær talist nokkuð "mainstream". Önnur myndin er Hótel Rúanda – segir frá fjöldamorðunum í því landi árið 1994 þegar alþjóðasamfélagið varð sér til skammar með því að grípa seint og illa inni í atburðarásina. Þetta er mynd sem minnir að sumu leyti á meistaraverkið Killing Fields; þó má kannski finna að því að það er svolítið verið að hlífa manni við hryllingnum. Fín mynd samt og beinir athyglinni að atburðum sem alltof lítið hefur verið fjallað um. Hin myndin er Der Untergang þar sem stórleikarinn Bruno Ganz leikur sjálfan Hitler. Þetta er vogað hjá Ganz - en hann kemst ótrúlega vel frá því. Hitler í túlkun hans er ekki æpandi skrímsli eða nein steríótýpa illskunnar, heldur maður sem er stundum kurteis og blíður á manninn, situr í teboðum með konum, en blindast svo af ofsa þess í milli. Myndin gerist í sprengjubyrginu síðustu dagana áður en Berlín féll 1945; þetta er mikil stórmynd og óhugnanlega raunsæ - atriðið þar sem Magda og Josef Göbbels myrða börnin sín er sérstaklega hryllilegt í einfaldleik sínum. Mér stóð líka til boða að sjá mynd Lucasar Moodyson Hola í hjartanu, er með hana á myndbandi hér heima, en hef ekki enn lagt í að horfa. --- --- --- Í þættinum hjá mér í gær var meðal annars rætt um Morgan Stanley, fyrirtækið sem hefur veitt ráðgjöf varðandi sölu símans. Þar var dregið í efa að þetta fyrirtæki væri jafn háheilagt og menn vilja vera láta – hér eru slóðir inn á tvær vefsíður sem kunna að benda til hins gagnstæða: Cheating Culture og Stockbroker Fraud...
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun