Stendur ekki í eldhúsinu alla daga: Namminamm með ávöxtum 11. apríl 2005 00:01 "Maðurinn minn er rosalega duglegur að elda og ég kemst eiginlega ekki að þegar hann er í eldhúsinu. Ég fæ reyndar að leika mér og gera tilraunir í eldhúsinu þegar ég býð vinkonum mínum í mat. Fyrst ég elda ekki dagsdaglega þá hef ég ennþá meiri orku í að elda eitthvað þegar ég er með matarboð. Ég er ekki dugleg við að elda eitthvað upp úr sjálfri mér og fer það eiginlega eftir því hvaða dagur er hvort ég elda eitthvað framandi eða bara lambahrygg að hætti mömmu. Ég er svo brenglaður persónuleiki að ég er alltaf að skipta um skoðun," segir Þórunn Erna. "Það er einn réttur sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér og það er fiskisúpa. Mér finnst hún best bara með lúðu og jafnvel humar en auðvitað er hægt að bæta fleiri fisktegundum við hana. Reyndar er uppskriftin algjört "Top Secret" í fjölskyldunni og ég fæ alls ekki leyfi til að gefa hana upp. Hún verður víst að fá að vera leyndarmál. En ég er mikil fiskimanneskja og finnst fiskur mjög góður. Ég er rosalega dugleg við að fara í Fylgifiska og kaupa mér tilbúna fiskirétti," segir Þórunn Erna. "Svo finnst mér líka gaman að bjóða fólki upp á sérstaklega einfaldan eftirrétt sem klikkar aldrei, "namminamm eftirrétt með ávöxtum"." Talið berst aftur að matreiðsluhæfileikum mannsinnar hennar Þórunnar Ernu og prísar hún sig sæla með að þurfa ekki að standa við eldavélina alla daga. „Hann eldar allt milli himins og jarðar og hefur alltaf haft mikinn áhuga á eldamennsku. Ég vissi það reyndar ekki þegar en ég kynntist honum en það var ekkert verra þegar kom í ljós að ég þyrfti ekki að standa í eldhúsinu alla daga,“ segir hún og bætir við að hún þurfi ekki einu sinni að vaska upp. „Við setjum allt í uppþvottavélina. Reyndar er það þannig þegar maðurinn minn eldar að hann gengur það vel frá að það sést ekki að hann hafi verið að elda,“ segir Þórunn Erna sem setur fæturnar yfirleitt upp í loft og glápir á imbakassann meðan maturinn mallar á eldavélinni.Namminamm með ávöxtumBotn 1 púðursykursmarengsbotn 3 Lion Bar súkkulaðistykkiSúkkulaðisósa 200 gr suðusúkkulaði 1 dl matreiðslurjómi (eða rjómi)Rjómakrem 1/2 lítri þeyttur rjómi 3 eggjarauður 5 msk flórsykur 5 msk koníak, viskí eða til dæmis Grand Marnier Marengsbotninn er brotinn niður og Lion bar súkkulaðið saxað og allt sett saman í botninn á skál eða fati. Næst er suðusúkkulaðið brætt í rjómanum, kælt aðeins þar til sósan nær að verða þykkari og síðan er henni hellt yfir. Þá eru eggjarauðurnar og flórsykurinn sett í skál og hrært saman, síðan bætt út í þeytta rjómanum ásamt áfenginu og til verður rjómakrem. Þessu rjómakremi er smurt yfir marengsinn. Að lokum er eftirrétturinn skreyttur með alls kyns ávöxtum -- Þórunn Erna notar oftast alls konar ber, til dæmis jarðaber, hindber, bláber, rifsber, og kiwi, og segir um að gera að setja nógu mikið af ávöxtum og nota hugmyndaflugið. "Þessi eftirréttur hefur aldrei klikkað og það geta allir búið hann til!," segir Þórunn Erna Clausen. Eftirréttir Kökur og tertur Marens Uppskriftir Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið
"Maðurinn minn er rosalega duglegur að elda og ég kemst eiginlega ekki að þegar hann er í eldhúsinu. Ég fæ reyndar að leika mér og gera tilraunir í eldhúsinu þegar ég býð vinkonum mínum í mat. Fyrst ég elda ekki dagsdaglega þá hef ég ennþá meiri orku í að elda eitthvað þegar ég er með matarboð. Ég er ekki dugleg við að elda eitthvað upp úr sjálfri mér og fer það eiginlega eftir því hvaða dagur er hvort ég elda eitthvað framandi eða bara lambahrygg að hætti mömmu. Ég er svo brenglaður persónuleiki að ég er alltaf að skipta um skoðun," segir Þórunn Erna. "Það er einn réttur sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér og það er fiskisúpa. Mér finnst hún best bara með lúðu og jafnvel humar en auðvitað er hægt að bæta fleiri fisktegundum við hana. Reyndar er uppskriftin algjört "Top Secret" í fjölskyldunni og ég fæ alls ekki leyfi til að gefa hana upp. Hún verður víst að fá að vera leyndarmál. En ég er mikil fiskimanneskja og finnst fiskur mjög góður. Ég er rosalega dugleg við að fara í Fylgifiska og kaupa mér tilbúna fiskirétti," segir Þórunn Erna. "Svo finnst mér líka gaman að bjóða fólki upp á sérstaklega einfaldan eftirrétt sem klikkar aldrei, "namminamm eftirrétt með ávöxtum"." Talið berst aftur að matreiðsluhæfileikum mannsinnar hennar Þórunnar Ernu og prísar hún sig sæla með að þurfa ekki að standa við eldavélina alla daga. „Hann eldar allt milli himins og jarðar og hefur alltaf haft mikinn áhuga á eldamennsku. Ég vissi það reyndar ekki þegar en ég kynntist honum en það var ekkert verra þegar kom í ljós að ég þyrfti ekki að standa í eldhúsinu alla daga,“ segir hún og bætir við að hún þurfi ekki einu sinni að vaska upp. „Við setjum allt í uppþvottavélina. Reyndar er það þannig þegar maðurinn minn eldar að hann gengur það vel frá að það sést ekki að hann hafi verið að elda,“ segir Þórunn Erna sem setur fæturnar yfirleitt upp í loft og glápir á imbakassann meðan maturinn mallar á eldavélinni.Namminamm með ávöxtumBotn 1 púðursykursmarengsbotn 3 Lion Bar súkkulaðistykkiSúkkulaðisósa 200 gr suðusúkkulaði 1 dl matreiðslurjómi (eða rjómi)Rjómakrem 1/2 lítri þeyttur rjómi 3 eggjarauður 5 msk flórsykur 5 msk koníak, viskí eða til dæmis Grand Marnier Marengsbotninn er brotinn niður og Lion bar súkkulaðið saxað og allt sett saman í botninn á skál eða fati. Næst er suðusúkkulaðið brætt í rjómanum, kælt aðeins þar til sósan nær að verða þykkari og síðan er henni hellt yfir. Þá eru eggjarauðurnar og flórsykurinn sett í skál og hrært saman, síðan bætt út í þeytta rjómanum ásamt áfenginu og til verður rjómakrem. Þessu rjómakremi er smurt yfir marengsinn. Að lokum er eftirrétturinn skreyttur með alls kyns ávöxtum -- Þórunn Erna notar oftast alls konar ber, til dæmis jarðaber, hindber, bláber, rifsber, og kiwi, og segir um að gera að setja nógu mikið af ávöxtum og nota hugmyndaflugið. "Þessi eftirréttur hefur aldrei klikkað og það geta allir búið hann til!," segir Þórunn Erna Clausen.
Eftirréttir Kökur og tertur Marens Uppskriftir Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið