Leikjavísir

Ubisoft hætta við Ghost Recon 2

Ubisoft hafa tilkynnt að Þeir munu ekki gefa út Ghost Recon 2 fyrir PC. Ástæðan er sú að vinna við Ghost Recon 3 er núþegar hafin og hafa Ubisoft menn áhyggjur af því að annarhvor leikurinn verði verri fyrir vikið ef þeir gefi út báða. Ákveðið var að stækka framleiðsluhópinn fyrir Ghost Recon 3 þar sem hann mun vera miklu betri en forveri sinn og einbeita öllum kröftum að honum. Leikurinn hefur komið út fyrir PS2 og er vinsæll hernaðarleikur úr smiðju Tom Clancy. Þetta er að sjálfsögðu vonbrigði fyrir þá sem fylgja þessari seríu eftir en spilarar þurfa ekki að örvænta því mun betri Ghost Recon 3 leikur er væntanlegur í haust fyrir PC.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.