Annar auðveldur sigur Haukakvenna 14. apríl 2005 00:01 Haukar sigruðu Valsstúlkur á sannfærandi hátt, 17-26, að Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitum DHL-deildarinnar þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða Stjörnunni, en Stjarnan tryggði sér oddaleik í kvöld í mögnuðum leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og virtist sem þær væru staðráðnar í að hefna ófaranna frá fyrri leik liðanna á þriðjudag, þar sem þær máttu þola 14 marka tap. Valsstúlkur léku sterka 4-2 vörn þar sem þær náðu að stöðva Ramune Pekarskyte auk þess sem Berglind Hansdóttir, besti maður Valsmanna líkt og oft áður, var með góða markvörslu. Jafnt var með liðunum á fyrstu mínútunum og þegar rúmar 10 mínútur voru liðnar var staðan 5-5 og allt bennti til að framundan væri jafn og skemmtilegur leikur. En þá var komið að Hörpu kafla Melsteð sem tók málin í sínar hendur og skoraði 4 mörk í röð og kom Haukum í 6-10. Við þetta datt allur botn úr leik Valsstúlkna sem sýndu hugmyndasnauðan sónarleik sem og að baráttan sem hafði einkennt varnarleik þeirra á upphafsmínútunum hvarf á orskotsstundu. Valsstúlkur virtust koma einbeittar til síðari hálfleiks, þær minnkuðu muninn strax í 4 mörk, 8-12, en þar við sat. Haukar hreinlega fóru á kostum og á 10 mínútna kafla yfirspiluðu þær andstæðinga sína og breyttu stöðunni í 10-21. Valsliðið virtist á þessum tímakafla heillum horfið, fóru illa með færin og hugmyndaleysið var algjört í sóknarleiknum þar sem þau skot sem skriðu að marki enduðu í öruggum höndum Helgu Torfadóttur, sem átti stórleik í marki Hauka og varði 26 skot í leiknum. Valsstúlkur náðu þó aðeins að klóra í bakkann þegar Anna María Guðmundsdóttir þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í 16-22 en þar við sat, Haukar voru hreinlega ofjarlar Valsmanna í þessum leikjum og sigur þeirra vægast sagt sannfærandi. “Ég er ótrúlega sátt við þessi úrslit þar sem stefnan var auðvitað að taka þetta 2-0 en við bjuggumast við þeim brjálaðari enn í síðasta leik. Þær bitu aðeins meira frá sér en við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn og náðum að stungum þær af í fyrri hálfleik. Ég vissi alltaf að við myndum vinna þennan leik, hafði það á tilfinningunni þar sem við vorum það vel stemdar. Það er í raun sama hvort það verður Stjarnan eða ÍBV sem við mætum í úrslitunum við erum klárar í það,” sagði Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka, sem átti stórleik í kvöld og var markahæðst ásamt Hönnu G. Stefánsdóttur með 7 mörk. "Þetta var mjög sannfærandi ég þorði varla að vona að þetta yrði svona sannfærandi en við spiluðum góða vörn í báðum þessum leikjum sem og mjög góð markvarsla sem lagði grunninn að þessu. Sóknarleikurinn hikstaði soldið hjá okkur í báðum leikjunum og við þurfum að vinna í því fyrir úrslitin,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, að leik loknum að vonum ánægður með sigurinn. Tölfræðin úr leiknum: Valur – Haukar 17-26 (7-12) Gangur leiksins: 0-1, 4-3, 5-5, 6-10, (7-12), 8-12, 9-16, 10-21, 16-22, 17-26 Mörk Vals: (Skot innan sviga) Ágústa Edda Björnsdóttir 6/3 (15/5), Anna María Guðmundsdóttir 4 (8), Lilja Valdimarsdóttir 3 (4), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Díana Guðjónsdóttir 1/1 (4/1), Hafrún Kristjánsdóttir 1 (4), Arna Grímsdóttir 1 (8), Soffía Rut Gísladóttir 0 (2), Thelma Benediktsdóttir 0 (2). Varin skot: Berglind Hansdóttir 16 (af 42/1, 38%) Fiskuð víti: Hafrún 4, Lilja, Ágústa Edda. Vítanýting: 60%, skoruðu úr 4 af 6 vítum. Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Lilja 2, Arna, Kartín). Brottvísanir: 8 mínútur. Mörk Hauka: (Skot innan sviga) Hanna G. Stefánsdóttir 7/1 (8/1), Harpa Melsteð 7 (10), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3 (9), Ramune Pekarskyte 3 (10), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Anna Halldórsdóttir 2 (2), Martha Hermannsdóttir 2 (5), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1), Erna Þráinsdóttir 0 (2), Áslaug Þorgeirsdóttir 0 (3). Varin skot: Helga Torfadóttir 26/1 (af 43/4, 62%), Kristina Matuzeviciute 1/1 (af 2/2, 50%) Fiskuð víti: Anna. Vítanýting: 100%, skoruðu úr 1 af 1 víti. Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Hanna 2, Harpa, Martha, Ragnhildur, Ramune). Brottvísanir: 4 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Haukar sigruðu Valsstúlkur á sannfærandi hátt, 17-26, að Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitum DHL-deildarinnar þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða Stjörnunni, en Stjarnan tryggði sér oddaleik í kvöld í mögnuðum leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og virtist sem þær væru staðráðnar í að hefna ófaranna frá fyrri leik liðanna á þriðjudag, þar sem þær máttu þola 14 marka tap. Valsstúlkur léku sterka 4-2 vörn þar sem þær náðu að stöðva Ramune Pekarskyte auk þess sem Berglind Hansdóttir, besti maður Valsmanna líkt og oft áður, var með góða markvörslu. Jafnt var með liðunum á fyrstu mínútunum og þegar rúmar 10 mínútur voru liðnar var staðan 5-5 og allt bennti til að framundan væri jafn og skemmtilegur leikur. En þá var komið að Hörpu kafla Melsteð sem tók málin í sínar hendur og skoraði 4 mörk í röð og kom Haukum í 6-10. Við þetta datt allur botn úr leik Valsstúlkna sem sýndu hugmyndasnauðan sónarleik sem og að baráttan sem hafði einkennt varnarleik þeirra á upphafsmínútunum hvarf á orskotsstundu. Valsstúlkur virtust koma einbeittar til síðari hálfleiks, þær minnkuðu muninn strax í 4 mörk, 8-12, en þar við sat. Haukar hreinlega fóru á kostum og á 10 mínútna kafla yfirspiluðu þær andstæðinga sína og breyttu stöðunni í 10-21. Valsliðið virtist á þessum tímakafla heillum horfið, fóru illa með færin og hugmyndaleysið var algjört í sóknarleiknum þar sem þau skot sem skriðu að marki enduðu í öruggum höndum Helgu Torfadóttur, sem átti stórleik í marki Hauka og varði 26 skot í leiknum. Valsstúlkur náðu þó aðeins að klóra í bakkann þegar Anna María Guðmundsdóttir þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í 16-22 en þar við sat, Haukar voru hreinlega ofjarlar Valsmanna í þessum leikjum og sigur þeirra vægast sagt sannfærandi. “Ég er ótrúlega sátt við þessi úrslit þar sem stefnan var auðvitað að taka þetta 2-0 en við bjuggumast við þeim brjálaðari enn í síðasta leik. Þær bitu aðeins meira frá sér en við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn og náðum að stungum þær af í fyrri hálfleik. Ég vissi alltaf að við myndum vinna þennan leik, hafði það á tilfinningunni þar sem við vorum það vel stemdar. Það er í raun sama hvort það verður Stjarnan eða ÍBV sem við mætum í úrslitunum við erum klárar í það,” sagði Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka, sem átti stórleik í kvöld og var markahæðst ásamt Hönnu G. Stefánsdóttur með 7 mörk. "Þetta var mjög sannfærandi ég þorði varla að vona að þetta yrði svona sannfærandi en við spiluðum góða vörn í báðum þessum leikjum sem og mjög góð markvarsla sem lagði grunninn að þessu. Sóknarleikurinn hikstaði soldið hjá okkur í báðum leikjunum og við þurfum að vinna í því fyrir úrslitin,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, að leik loknum að vonum ánægður með sigurinn. Tölfræðin úr leiknum: Valur – Haukar 17-26 (7-12) Gangur leiksins: 0-1, 4-3, 5-5, 6-10, (7-12), 8-12, 9-16, 10-21, 16-22, 17-26 Mörk Vals: (Skot innan sviga) Ágústa Edda Björnsdóttir 6/3 (15/5), Anna María Guðmundsdóttir 4 (8), Lilja Valdimarsdóttir 3 (4), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Díana Guðjónsdóttir 1/1 (4/1), Hafrún Kristjánsdóttir 1 (4), Arna Grímsdóttir 1 (8), Soffía Rut Gísladóttir 0 (2), Thelma Benediktsdóttir 0 (2). Varin skot: Berglind Hansdóttir 16 (af 42/1, 38%) Fiskuð víti: Hafrún 4, Lilja, Ágústa Edda. Vítanýting: 60%, skoruðu úr 4 af 6 vítum. Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Lilja 2, Arna, Kartín). Brottvísanir: 8 mínútur. Mörk Hauka: (Skot innan sviga) Hanna G. Stefánsdóttir 7/1 (8/1), Harpa Melsteð 7 (10), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3 (9), Ramune Pekarskyte 3 (10), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Anna Halldórsdóttir 2 (2), Martha Hermannsdóttir 2 (5), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1), Erna Þráinsdóttir 0 (2), Áslaug Þorgeirsdóttir 0 (3). Varin skot: Helga Torfadóttir 26/1 (af 43/4, 62%), Kristina Matuzeviciute 1/1 (af 2/2, 50%) Fiskuð víti: Anna. Vítanýting: 100%, skoruðu úr 1 af 1 víti. Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Hanna 2, Harpa, Martha, Ragnhildur, Ramune). Brottvísanir: 4 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti