Að verða háður innanflokksátökum 15. apríl 2005 00:01 Í Alþýðubandalaginu gamla voru innanflokksátök "way of life". Margir héngu þar inni sáróánægðir árum saman vegna þess að þeir voru orðnir háðir innanflokksruglinu. Töluðu aldrei um neitt annað, voru sífellt í einhverjum plottum til að klekkja á Svavari, Hjörleifi eða Guðrúnu Ágústsdóttur. Sumt af þessu fólki var ágætir kunningjar mínir - mér var alltaf fyrirmunað að skilja hvernig það nennti að eyða tíma sínum og kröftum í þetta. Eitt sinn komst ég meira að segja að því að ég hafði verið skráður inn í Alþýðubandalagið - að mér forspurðum - til fylla lista einhvers flokksfélagsins. Tilgangurinn var sjálfsagt að troða fleiri fulltrúum á landsfund svo hægt væri að halda áfram að rífast. Maður veltir fyrir sér hvort eitthvað þessu líkt kunni að gerast í Samfylkingunni. Nú er þar samankominn talsverður hópur af sömu leikendunum og stóðu í stappinu eilífa í Alþýðubandalaginu. Maður skynjar einhverja þrá eftir að komast aftur í ruglið - svona eins og hjá alkóhólista sem er á fallbraut. Innanflokksátök eru tilgangslausari og erfiðari en erjur á milli flokka, eftir þær eiga allir að geta verið vinir – þar er spilað eftir þekktum reglum – en innanflokksátökin skilja eftir alvöru hatur og beiskju. --- --- --- Oft hefur hvarflað að mér uppi á fimmtu, sjöttu eða sjöundu hæð á hótelum í París að ég myndi örugglega farast ef eldur brytist út. Þetta eru oftast gömul hús, þröng og byggð hátt upp í loftið, full af eldsmat, stigar úr timbri, aðeins ein leið niður - en leiðin upp er illa merkt á gömlu korti á herbergisdyrunum. Líklega ætti maður ekki annars völ í eldsvoða en að fleygja sér út um glugga eða verða logunum að bráð. Maður getur sett sig inn í aðstæðurnar og þess vegna fer um mann þegar maður heyrir um atburð eins og hótelbrunann í París í nótt. --- --- --- Næst á eftir Fischer og Aroni Pálma verður að bjóða Mordechai Vanunu hæli á Íslandi. Hann hefur ekkert gert annað en að ljóstra því upp að Ísraelsmenn eigi kjarnorkuvopn. Þetta telst varla vera glæpur; þvert á móti er glæpsamlegt ef ríki koma sér upp kjarnorkuvopnum á laun. Ísrael kemst upp með að vera óopinbert kjarnorkuveldi. Fyrir þetta var Vanunu haldið í fangelsi í 18 ár. Eftir að honum var sleppt í fyrra er hann enn beittur kúgun; honum er meinað að tjá sig og ferðast, yfir honum vofir alltaf að vera aftur settur í tukthús. Ég las í dag að Norðmenn hefðu hafnað því að veita Vanunu hæli - er þá ekki komið að Íslendingum og þeirra nýfengna skilningi á hlutskipti þeirra sem sæta ofsóknum? --- --- --- Ég sá í sjónvarpi viðtal við glaðbeittan Dana sem lýsti því að í Austur-Asíu væri besta vinnuafl í heimi - "til fornuftige priser" eins og hann orðaði það. 500 danskar krónur á mánuði heyrðist mér hann segja. 5000 kall. Það er ekki furða þótt stór hópur íslenskra bisnessmanna fari með Ólafi Ragnari til Kína - auðvitað vilja þeir líka komast í svona góð sambönd. Krafan er um sífellt lægra vöruverð og það hefur í för með sér að atvinnan flyst burt úr löndum þar sem laun eru góð og vinnandi fólk hefur réttindi. Í Bandaríkjunum hefur þetta haft þær afleiðingar að vinnan er að hverfa í stórum stíl; fyrst láglaunastörf og nú líka störf sem hafa getað fleytt fólki langleiðina upp í millistétt. Gróðavonin er öllu yfirsterkari. En það vill gleymast að fólk er ekki bara neytendur; það þarf líka að vinna fyrir sér - helst með mannsæmandi hætti. --- --- --- Félag sem talar í nafni veitingamananna gerir tillögu um að reykingum verði hætt á veitingastöðum árið 2007. Þessu er hrósað í leiðara í Fréttablaðinu – gott ef ekki Mogganum líka. En hvaða veitingamenn eru þetta? Kona mín rekur veitingahús og var örugglega ekki spurð. Ég veit að hið sama gildir um aðra veitingamenn sem hún þekkir. Hvaðan kemur þetta þá? Getur eitthvað lið úti í bæ tekið sér það leyfi að tala í nafni heillar stéttar? Og látið taka mark á sér? --- --- --- Ég veit ekki hvað Karl prins og Camilla eru skemmtileg brúðhjón, en þau mega þó eiga að þau buðu nokkuð skemmtilegu fólki í brúðkaupið sitt. Látum vera hvað Tony Blair, Michael Howard og Charles Kennedy eru frábærir, en sumir gestanna sem komu í brúðkaupið gætu alveg verið tækir í gott partí. Mogginn birti þennan lista af einstakri skyldurækni og þar sá maður nöfn eins og Joanna Lumley, hina sífullu skvísu úr Absolutely Fabulous, leikarana Edward Fox, Richard E. Grant, Joan Rivers, Prunella Scales, Timothy West og Trudy Styler. Ennfremur rithöfundinn snjalla John Mortimer og Jools Holland, píanóleikara sem sá um frábæra tónlistarþætti á BBC. Og loks er að nefna blaða- og sjónvarpsmanninn Jonathan Dimbleby en um hann stóð eitt sinn í The Independent að hann væri hinn enski Egill Helgason. Eða var það öfugt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun
Í Alþýðubandalaginu gamla voru innanflokksátök "way of life". Margir héngu þar inni sáróánægðir árum saman vegna þess að þeir voru orðnir háðir innanflokksruglinu. Töluðu aldrei um neitt annað, voru sífellt í einhverjum plottum til að klekkja á Svavari, Hjörleifi eða Guðrúnu Ágústsdóttur. Sumt af þessu fólki var ágætir kunningjar mínir - mér var alltaf fyrirmunað að skilja hvernig það nennti að eyða tíma sínum og kröftum í þetta. Eitt sinn komst ég meira að segja að því að ég hafði verið skráður inn í Alþýðubandalagið - að mér forspurðum - til fylla lista einhvers flokksfélagsins. Tilgangurinn var sjálfsagt að troða fleiri fulltrúum á landsfund svo hægt væri að halda áfram að rífast. Maður veltir fyrir sér hvort eitthvað þessu líkt kunni að gerast í Samfylkingunni. Nú er þar samankominn talsverður hópur af sömu leikendunum og stóðu í stappinu eilífa í Alþýðubandalaginu. Maður skynjar einhverja þrá eftir að komast aftur í ruglið - svona eins og hjá alkóhólista sem er á fallbraut. Innanflokksátök eru tilgangslausari og erfiðari en erjur á milli flokka, eftir þær eiga allir að geta verið vinir – þar er spilað eftir þekktum reglum – en innanflokksátökin skilja eftir alvöru hatur og beiskju. --- --- --- Oft hefur hvarflað að mér uppi á fimmtu, sjöttu eða sjöundu hæð á hótelum í París að ég myndi örugglega farast ef eldur brytist út. Þetta eru oftast gömul hús, þröng og byggð hátt upp í loftið, full af eldsmat, stigar úr timbri, aðeins ein leið niður - en leiðin upp er illa merkt á gömlu korti á herbergisdyrunum. Líklega ætti maður ekki annars völ í eldsvoða en að fleygja sér út um glugga eða verða logunum að bráð. Maður getur sett sig inn í aðstæðurnar og þess vegna fer um mann þegar maður heyrir um atburð eins og hótelbrunann í París í nótt. --- --- --- Næst á eftir Fischer og Aroni Pálma verður að bjóða Mordechai Vanunu hæli á Íslandi. Hann hefur ekkert gert annað en að ljóstra því upp að Ísraelsmenn eigi kjarnorkuvopn. Þetta telst varla vera glæpur; þvert á móti er glæpsamlegt ef ríki koma sér upp kjarnorkuvopnum á laun. Ísrael kemst upp með að vera óopinbert kjarnorkuveldi. Fyrir þetta var Vanunu haldið í fangelsi í 18 ár. Eftir að honum var sleppt í fyrra er hann enn beittur kúgun; honum er meinað að tjá sig og ferðast, yfir honum vofir alltaf að vera aftur settur í tukthús. Ég las í dag að Norðmenn hefðu hafnað því að veita Vanunu hæli - er þá ekki komið að Íslendingum og þeirra nýfengna skilningi á hlutskipti þeirra sem sæta ofsóknum? --- --- --- Ég sá í sjónvarpi viðtal við glaðbeittan Dana sem lýsti því að í Austur-Asíu væri besta vinnuafl í heimi - "til fornuftige priser" eins og hann orðaði það. 500 danskar krónur á mánuði heyrðist mér hann segja. 5000 kall. Það er ekki furða þótt stór hópur íslenskra bisnessmanna fari með Ólafi Ragnari til Kína - auðvitað vilja þeir líka komast í svona góð sambönd. Krafan er um sífellt lægra vöruverð og það hefur í för með sér að atvinnan flyst burt úr löndum þar sem laun eru góð og vinnandi fólk hefur réttindi. Í Bandaríkjunum hefur þetta haft þær afleiðingar að vinnan er að hverfa í stórum stíl; fyrst láglaunastörf og nú líka störf sem hafa getað fleytt fólki langleiðina upp í millistétt. Gróðavonin er öllu yfirsterkari. En það vill gleymast að fólk er ekki bara neytendur; það þarf líka að vinna fyrir sér - helst með mannsæmandi hætti. --- --- --- Félag sem talar í nafni veitingamananna gerir tillögu um að reykingum verði hætt á veitingastöðum árið 2007. Þessu er hrósað í leiðara í Fréttablaðinu – gott ef ekki Mogganum líka. En hvaða veitingamenn eru þetta? Kona mín rekur veitingahús og var örugglega ekki spurð. Ég veit að hið sama gildir um aðra veitingamenn sem hún þekkir. Hvaðan kemur þetta þá? Getur eitthvað lið úti í bæ tekið sér það leyfi að tala í nafni heillar stéttar? Og látið taka mark á sér? --- --- --- Ég veit ekki hvað Karl prins og Camilla eru skemmtileg brúðhjón, en þau mega þó eiga að þau buðu nokkuð skemmtilegu fólki í brúðkaupið sitt. Látum vera hvað Tony Blair, Michael Howard og Charles Kennedy eru frábærir, en sumir gestanna sem komu í brúðkaupið gætu alveg verið tækir í gott partí. Mogginn birti þennan lista af einstakri skyldurækni og þar sá maður nöfn eins og Joanna Lumley, hina sífullu skvísu úr Absolutely Fabulous, leikarana Edward Fox, Richard E. Grant, Joan Rivers, Prunella Scales, Timothy West og Trudy Styler. Ennfremur rithöfundinn snjalla John Mortimer og Jools Holland, píanóleikara sem sá um frábæra tónlistarþætti á BBC. Og loks er að nefna blaða- og sjónvarpsmanninn Jonathan Dimbleby en um hann stóð eitt sinn í The Independent að hann væri hinn enski Egill Helgason. Eða var það öfugt?
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun