Sport

Ólafur sjötti besti í heimi

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Henning Fritz er besti handboltamaður heims. Þetta er niðurstaða í kjöri sem Alþjóðahandknattleikssambandið stóð að í samvinnu við World Handball Magazine. Kjörið fór fram á Netinu og alls bárust 40 þúsund atkvæði. Fritz fékk 38,5 prósent atkvæða, Spánverjinn Juan Garcia varð annar með 17,2 prósent og Króatinn Mirza Dzomba varð í þriðja sæti með 9,7 prósent. Ólafur Stefánsson varð í sjötta sæti í kjörinu en hann fékk 7,1 prósent atkvæða. Besta handknattleikskona ársins 2004 var valin Anita Kulcsár frá Ungverjalandi en hún lést í bílslysi 19. janúar á þessu ári, 28 ára að aldri. Kulcsár fékk langflest atkvæði eða 65,7 prósent. Dönsku stúlkurnar Katrine Fruelund og Rikke Schmidt urðu í öðru og þriðja sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×