Handboltinn í hættu á ÓL 20. apríl 2005 00:01 Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar. Keppnisgreinar á næstu leikum, sem fara fram í Peking í Kína árið 2008, verða þó hinar sömu og í Aþenu í fyrra. Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að kjósa á milli allra þeirra 28 íþróttagreina sem keppt var í á leikunum í Aþenu og síðan þeirra fimm sem sækjast eftir því að bætast í hópinn en það eru golf, rúgbí, karate, skvass og hjólaskautaíþróttir. Síðasta grein til þess að missa sætið sitt var póló sem var sett út þegar leikarnir fóru fram í Berlín 1936. Forseti Aþjóða Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, tekur það skýrt fram að fjöldi íþróttagreina megi aldrei fara yfir 28, verðlaunagreina aldrei yfir 301 og íþróttafólkið megi aldrei vera fleira en 10.500 manns. "Það er ekki hægt að hafa fleiri en 28 greinar en það er enginn krafa um að við fyllum þann kvóta. Greinarnar gætu alveg eins orðið 26 eða 27," sagði Rogge í viðtali en 117 manns hafa atkvæðisrétt og verður hver grein að fá yfir 51% atkvæða til þess að halda sæti sínu í dagskrá Ólympíuleikanna. Árið 2002 lagði Rogge til að golf og rúgbí tækju sæti á leikunum í stað hafnarbolta og mjúkbolta en ekkert varð úr þeirri breytingu. Að þessu sinni munu nefndarmenn kjósa fyrst um það, hvaða greinar halda sæti sínu, þá hvaða nýju greinar koma inn og loks í hvaða íþróttagreinum keppt verður á ÓIympíuleikunum 2012. Alþjóðaólympíunefndin fer yfir allar íþróttagreinar eftir hverja Ólympíuleika og metur stöðu þeirra innan leikanna. Því er reyndar spáð að vanafastir meðlimir Ólympíunefndarinnar fari varlega í breytingar enda munu forsvarsmenn núverandi keppnisgreina væntanlega gera allt til þess að halda sæti þeirra á leikunum. Það er þó ekki ólíklegt að fámenn grein eins og handbolti gæti verið i hættu þegar fjölmenn grein eins og golfið gerir atlögu að sæti á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Stærsti hluti Ólympíufara Íslands á mörgum af síðustu leikum hafa einmitt verið handboltamenn og er þetta eina hópíþróttin þar sem Ísland hefur unnið sér keppnisrétt á leikunum. Íslenski handboltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Í beinni: Valur - Vardar | Stórlið á Hlíðarenda Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Í beinni: Grindavík - Haukar | Takast á við toppliðið Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Sjá meira
Allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt er um á Ólympíuleikunum gætu verið í hættu um að missa sæti sitt í dagskrá leikanna þegar kosið verður um framtíðargeinar leikanna í sumar. Keppnisgreinar á næstu leikum, sem fara fram í Peking í Kína árið 2008, verða þó hinar sömu og í Aþenu í fyrra. Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að kjósa á milli allra þeirra 28 íþróttagreina sem keppt var í á leikunum í Aþenu og síðan þeirra fimm sem sækjast eftir því að bætast í hópinn en það eru golf, rúgbí, karate, skvass og hjólaskautaíþróttir. Síðasta grein til þess að missa sætið sitt var póló sem var sett út þegar leikarnir fóru fram í Berlín 1936. Forseti Aþjóða Ólympíunefndarinnar, Jacques Rogge, tekur það skýrt fram að fjöldi íþróttagreina megi aldrei fara yfir 28, verðlaunagreina aldrei yfir 301 og íþróttafólkið megi aldrei vera fleira en 10.500 manns. "Það er ekki hægt að hafa fleiri en 28 greinar en það er enginn krafa um að við fyllum þann kvóta. Greinarnar gætu alveg eins orðið 26 eða 27," sagði Rogge í viðtali en 117 manns hafa atkvæðisrétt og verður hver grein að fá yfir 51% atkvæða til þess að halda sæti sínu í dagskrá Ólympíuleikanna. Árið 2002 lagði Rogge til að golf og rúgbí tækju sæti á leikunum í stað hafnarbolta og mjúkbolta en ekkert varð úr þeirri breytingu. Að þessu sinni munu nefndarmenn kjósa fyrst um það, hvaða greinar halda sæti sínu, þá hvaða nýju greinar koma inn og loks í hvaða íþróttagreinum keppt verður á ÓIympíuleikunum 2012. Alþjóðaólympíunefndin fer yfir allar íþróttagreinar eftir hverja Ólympíuleika og metur stöðu þeirra innan leikanna. Því er reyndar spáð að vanafastir meðlimir Ólympíunefndarinnar fari varlega í breytingar enda munu forsvarsmenn núverandi keppnisgreina væntanlega gera allt til þess að halda sæti þeirra á leikunum. Það er þó ekki ólíklegt að fámenn grein eins og handbolti gæti verið i hættu þegar fjölmenn grein eins og golfið gerir atlögu að sæti á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Stærsti hluti Ólympíufara Íslands á mörgum af síðustu leikum hafa einmitt verið handboltamenn og er þetta eina hópíþróttin þar sem Ísland hefur unnið sér keppnisrétt á leikunum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Í beinni: Valur - Vardar | Stórlið á Hlíðarenda Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Í beinni: Grindavík - Haukar | Takast á við toppliðið Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Sjá meira