Menning

Ingibjörg fékk þýðingaverðlaunin

Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut í dag Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Fjárhættuspilarinn eftir Fjodor Dostojevskí. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini í dag.

Það er Bandalag þýðenda og túlka sem stendur að verðlaununum sem nú voru afhent í fyrsta sinn. Verðlaunin eru veitt fyrir best þýdda bókmenntaverkið 2004. Í umsögn dómnefndar segir m.a: „Þýðing Ingibjargar markast af öryggi og listfengi þýðanda sem þekkir höfundinn og tungutak hans gjörla og íslenskur texti hennar er framúrskarandi.“

Aðrir sem voru tilnefndir eru Árni Óskarsson fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Vernon G. Little eftir Ástralíumanninn DBC Pierre, Geirlaugur Magnússon fyrir þýðingu sína á ljóðabókinni Lágmynd eftir Pólverjann Tadeusz Rózewicz, Hjalti Kristgeirsson fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Örlögleysi eftir Imre Kertész og Sigurður A. Magnússon fyrir þýðingu sína á smásagnasafninu Snjórinn á Kilimanjaró eftir Ernest Hemingway






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.